Nýtt afgreiðslukerfi leiðir ekki til uppsagna Jóhann K. Jóhannsson skrifar 16. mars 2018 21:00 Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Nýtt sjálfsafgreiðslukerfi í matvöruverslunum mun ekki stuðla að fækkun starfsfólks en mun auka þjónustu við viðskiptavini. Þetta segir rekstrarstjóri Krónunnar en verslunarkeðjan innleiðir nú nýtt afgreiðslukerfi í verslunum sínum. Afgreiðslumátinn sem um ræðir hefur verið í boði í Ikea hér á landi í þó nokkurn tíma en nú er verið að innleiða hann í matvöruverslunum. Afgreiðslumátann þekkjum við úr sambærilegum verslunum í evrópu og Bandaríkjunum en reynslan frá Norðurlöndum sýnir að viðskiptavinir velja í auknum mæli sjálfsafgreiðslu fram yfir þjónustaða-afgreiðslukassa í matvöruverslunum. Neytendakannanir, framkvæmdar af Deloitte í Bretlandi sýna að sjálfsafgreiðsla sé orðin fyrsta val viðskiptavina í verslunum þar í landi. „Þetta er valkostur. Þú getur farið í þjónustukassa eða þú getur líka gert þetta sjálfur,“ segir Kristinn Skúlason, rekstrarstjóri Krónunnar. Tækniframfarir hafa orðið í þessu eins og öðru og nýjasta afgreiðslulausnin er verslunum Amazon Go í Seattle þar sem viðskiptavinur verslar inn og þarf aldrei að taka upp veskið, hvað þá að fara á kassa. Þar veit gervigreindin hvað þú ert að versla. „Það er enn á tilraunastigi hjá þeim og ég held að það væri of stór skref fyrir okkur og fyrir flestar aðrar þjóðir líka,“ segir Ægir Már Þórisson, forstjóri Advania. Oft á tíðum hafa Íslendingar staðið framarlega í innleiðingu á tækniþróun en Ægir segir enga skýringu á því hvers vegna þetta afgreiðslukerfi hafi ekki verið innleitt fyrr í matvöruverslunum hér á landi. „Ég á í rauninni ekkert gott svar við því. Það er allt sem bendir til þess að þetta verði tekið með áhlaupi eins og annað sem Íslendingar taka sér fyrir hendur þegar tæknin er annars vegar,“ segir Ægir. Oft hefur tæknivæðing fyrirtækja leitt til uppsagna starfsfólks en rekstrarstjóri Krónunnar segir svo ekki verða hjá þeim. „Nei, alls ekki. Þetta er bara aukin þjónusta fyrst og fremst,“ segir Kristinn.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Áhugi á Valhöll Innlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Fjarðarheiðargöng komin ofar í undirskriftakeppni Þau taka lykilákvörðun varðandi Kourani Leggur til reglur um „rafrænan útivistartíma“ „Þetta er bara heimskulegt, þeir þurfa að setja beltin á sig“ Á Oddfellow-fundi meðan vinnubílinn fór í Tjörnina Svona fer peningaþvætti fram Fjögur svipleg andlát á nokkrum dögum: „Eitthvað stórt að í kerfinu“ Sjá meira
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Innlent