Vonsviknir kennarar búast við að nýr samningur verði felldur Jón Hákon Halldórsson skrifar 17. mars 2018 07:15 Grunnskólakennarar greiða atkvæði um nýjan kjarasamning um þessar mundir. Vísir/AntonBrink Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira
Atkvæðagreiðsla um kjarasamning Félags grunnskólakennara og Sambands íslenskra sveitarfélaga hófst í gær. Viðmælendur Fréttablaðsins telja sennilegt að kjarasamningurinn verði felldur. Nýr samningur var undirritaður 13. mars síðastliðinn og gildir frá 1. apríl til 31. mars á næsta ári. Samið er um þriggja prósenta hækkun launa á því tímabili. „Þetta eru algjör vonbrigði, algjör vonbrigði. Ég skil ekki að menn skuli leggja þetta fyrir stéttina,“ segir Hermann Valsson, kennari í Austurbæjarskóla. Hann býst við því að samningurinn verði felldur. Ríkharður Sverrisson segir að samningurinn hugnist sér ekki. „Það er ekki minnst einu orði á það varðandi jöfnun lífeyrisréttinda, hvernig launin okkar ættu að jafnast út á móti,“ segir hann. Það sé líka sérstakt að Félag grunnskólakennara semji fyrir ófaglærða leiðbeinendur í skólanum. „Mér finnst kjarasamningurinn festa það enn betur í sessi að það sé einhver sátt um að það sé til eitthvert starf sem heitir leiðbeinandi. En grunnskólakennari er verndað starfsheiti. Ég held að þetta sé eina starfsgreinin í landinu þar sem er hægt að veita hverjum sem er undanþágu.“ Ríkharður segir þó að það séu góðir punktar í samningnum líka. Til dæmis að vinnumatið hafi verið fellt út. „En ég held að fólki finnist þriggja prósenta hækkun bara vera lágmarkshækkun. Þetta er bara það sem allir eru að fara að fá. Menn hefðu viljað sjá eitthvað meira, sérstaklega miðað við orðræðuna sem hefur verið undanfarið,“ segir Ríkharður og vísar þar í orð menntamálaráðherra og ýmissa þingmanna Félagsmenn í Félagi grunnskólakennara samþykktu síðast kjarasamning í desember 2016, en í aðdraganda þess höfðu félagsmenn fellt samninga í tvígang. Atkvæðagreiðsla um nýja samninginn stendur yfir fram til klukkan tvö á miðvikudaginn næstkomandi. Helstu atriði samningsins eru þessi:LaunabreytingarHorfið er frá vinnumatiUndirbúningur hverrar kennslustundar er aukinnTími til annarra faglegra starfa er minnkaðurNýr menntunarkafliGreitt er fyrir sértæk verkefni
Birtist í Fréttablaðinu Skóla - og menntamál Mest lesið Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Innlent „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna Innlent Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Innlent „Við erum bara happí og heimilislaus“ Innlent Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Innlent Fleiri fréttir Hvetja fólk til að fara sparlega með vatn Rak landganginn í flugvélina og gerði gat Þagnarbindindi í ræðustól Alþingis Veiðigjaldafrumvarpið samþykkt „Ísland er með öruggustu löndum í heimi“ Aðalsprautan í Pussy Riot fær íslenskan ríkisborgararétt Ástandið miklu verra en það sem áður var talið hættulegt Oscar einn af fimmtíu sem fá íslenskan ríkisborgararétt Seinka opnun Vesturbæjarlaugar lítillega Óvenjulegt fyrir göngufólk og sannkallað Spánarveður Notaði fjóra hnífa til að verða móður sinni að bana: „Gakktu í bæinn, hún er dauð“ Lokametrarnir á Alþingi og veðurblíða um allt land Veiðigjaldaumræðum lokið: Málið verði ríkisstjórninni að falli „Við erum bara happí og heimilislaus“ Erfitt að geta ekkert gert nema horfa á kofann brenna „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi að nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Sjá meira