Trúarjátningin Óttar Guðmundsson skrifar 17. mars 2018 11:00 Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Öldum saman voru styrjaldir, hungur, farsóttir og óblíð náttúra helstu óvinir mannkyns. Erfiðleikar daglegs lífs voru miklir. Ungbarnadauðinn hár, slysatíðni á sjó og landi mikil, matarskortur þegar leið á veturinn. Á þessum óvissutímum setti fólk traust sitt á Guð. Sjómenn báðu sjóferðabæn í fjörunni, húslestrar voru lesnir á síðkvöldum, menn signdu sig áður en þeir héldu út í daginn. Nú er öldin önnur. Menn hafa klætt af sér veðráttuna. Farsóttir láta ekki á sér kræla og fleiri Íslendingar deyja úr offitu en hungri. Í fyrirsjáanlegum heimi er lítil þörf fyrir Guð. Það kom mér skemmtilega á óvart þegar Eyþór Arnalds, oddviti Sjálfstæðismanna, sagði í sjónvarpsviðtali að hann væri trúaður og leitaði stundum svara og styrks í bæninni. Drottinn hefði hjálpað honum að taka ákvörðun um pólitíska framtíð sína. Hann áttaði sig þó fljótlega á því að yfirlýsingar sem þessar voru ekki líklegar til vinsælda. Netheimar gengu af göflunum af hneykslan og bræði. Hugurinn leitaði til píslarvotta trúarinnar eins Guðmundar Arasonar biskups góða sem ofsóttur var fyrir trú sína en hvikaði aldrei. Slík þvermóðska og trúfesta samrýmist engan veginn pólitískri rétthugsun samtímans. Eyþór kom strax fram í öðru viðtali, dró fyrri trúarjátningu til baka en játaði á sig barnatrú (sem er viðurkennd). Hann sagðist aldrei hafa leitað svara hjá æðri máttarvöldum. Hver vill láta rífa sig á hol fyrir jafn gamaldags og hallærislegt fyrirbæri og trú sína? Nú getur Eyþór raulað með gömlu konunni í Brekkukotsannál: Bibblían er sem bögglað roð fyrir brjósti mínu, gleypti ég hana alla í einu, ekki kom að gagni neinu.
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar