Gefur ekki upp hvort hún myndi styðja umskurðarfrumvarp í atkvæðagreiðslu Hersir Aron Ólafsson skrifar 18. mars 2018 13:00 Svandís Svavarsdóttir. Fréttablaðið/Eyþór Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Heilbrigðisráðherra gefur ekki upp hvort hún muni styðja frumvarp þar sem fangelsisrefsing er lögð við umskurði. Þetta kom fram í hádegisfréttum Bylgjunnar. Hún telur markmiðið réttmætt, en hefur efasemdir um útfærsluna. Á fimmta hundrað íslenskra lækna hafa fagnað frumvarpinu, en landlæknir leggst gegn því. Með frumvarpinu er lagt til að umskurður drengja verði gerður alfarið óheimill að viðlögðu allt að sex ára fangelsi. Á fimmta hundrað íslenskra lækna sendu á dögunum frá sér yfirlýsingu þar sem frumvarpinu var fagnað, en m.a. var vísað til þess að aðgerðin væri sársaukafull og gæti leitt til alvarlegra fylgikvilla. Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra segir jákvætt að málið sé tekið til umræðu. „Ef ég horfi bara á markmiðið í sjálfu sér, sem er bann við umskurði á sveinbörnum, tel ég það réttmætt út frá heilbrigðissjónarmiðum enda hafa um 400 læknar talað þannig. Ég sem heilbrigðisráðherra er því þeirrar skoðunar,“ segir Svandís. Málið er þó vægast sagt umdeilt og hafa trúarleiðtogar í Evrópu t.a.m. lagst harkalega gegn frumvarpinu og telja tillögurnar vega gegn trúfrelsi og miða að því að gera íslamstrú og gyðingdóm refsiverðan. Biskup Íslands og nokkrir prestar þjóðkirkjunnar hafa tekið í sama streng. Þá hefur landlæknir lagst alfarið gegn því að umskurður verði gerður refsiverður í hegningarlögum, en hann bendir á að slíkt bann geti leitt til þess að aðgerðirnar verði engu að síður gerðar – en við óöruggar aðstæður. Svandís segir vissulega þurfa að líta til margra þátta í málinu. „Ég tel að það séu ýmis sjónarmið önnur sem eru þar undir heldur en þau sem lúta að mínu embætti. Ég held að það sé gott að þetta mál komi fram og Alþingi fjalli um það frá öllum hliðum. Þegar þar að kemur er ég óbreyttur þingmaður, en mun taka afstöðu út frá mínu embætti sem heilbrigðisráðherra.“ Hún vill þó ekki gefa upp hvert atkvæði sitt yrði, komi málið til atkvæðagreiðslu í þinginu. „Það er bara eitthvað sem kemur í ljós. Það sem ég heyri er að jafnvel flutningsmaðurinn eins og hún hefur talað er tilbúin til að skoða hvort þessi framsetning málsins sé heppilegust. Þannig að ég ætla bara að leyfa mér að fylgjast með því hvernig þingið vinnur úr málinu,“ segir Svandís að lokum.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30 Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15 Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29 Mest lesið Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Erlent Kourani fluttur á Klepp Innlent Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Erlent Hvattir til að leggja tímanlega af stað Innlent Beygjuvasarnir stórhættulegir Innlent Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Erlent Trump segir Hamas og Ísraela hafa náð samkomulagi Erlent Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Erlent Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Innlent Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Innlent Fleiri fréttir Hvattir til að leggja tímanlega af stað Beygjuvasarnir stórhættulegir Kourani fluttur á Klepp Fékk sýn og vakti heimsathygli Vísað út af bókasafni fyrir að drekka inni á salerni Enginn njósni um barnaafmæli borgarinnar Þarf að una áminningu í máli móður í forsjárdeilu Múhameð fær blessun mannanafnanefndar Samfylkingin með mesta fylgi allra flokka Skipaður í embætti skólameistara Framhaldsskólans í Mosó Sigurbjörg skipuð forstjóri Ráðgjafar- og greiningarstöðvar „Sorglegt“ ef börnin lesa ekki Laxness og Íslendingasögur Fyrstu skref til friðar á Gasa tekin og Friðarverðlaunin fara til Venesúela Leggja til tæplega 44 þúsund tonna loðnukvóta Grínaðist með Möggu Stínu: „Fyrsta líflátshótunin kom 18 mínútum seinna“ Magga Stína í flugi á leið til Istanbúl Bein útsending: Árleg friðarráðstefna Höfða Bein útsending: Athafnaborgin Reykjavík kynnt frá ólíkum hliðum Ætlaði ekki að trúa því að sonurinn hefði sjálfur staðið upp úr bílnum Tókst ekki að sanna að Brim bæri ábyrgð á dauða sonar þeirra Brotthvarf Laxness: „Ekkert sem kemur í staðinn fyrir að vera einn í sínum heimi með bók“ Þakklát Möggu Stínu og segir vopnahlé ljósið við enda ganganna Gummi reiður: „Kominn tími til að þeir sem ráða opni augun“ Söguleg stund Ekki sjálfsvörn að berja með steypuklumpi í höfuðið Laxnessleysið skandall eða stormur í vatnsglasi? Vegagerðin sannfærð um kosti brúar umfram göng Tólf eldislaxar fundust í sex ám Rannsaka hvort bílstjórinn hafi dottað Bein útsending: Dagur landbúnaðarins Sjá meira
Segja umskurðarfrumvarpið skilaboð um að gyðingar og múslimar séu óvelkomnir á Íslandi Í sameiginlegri yfirlýsingu vara hópar kristinna manna, múslima og gyðinga við umskurðarfrumvarpinu sem liggur fyrir Alþingi. 15. mars 2018 11:30
Segir að umskurður drengja eigi ekki að vera ákvörðun annarra Danskur prófessor segir ákvörðun um umskurð meira siðferðilega heldur en læknisfræðilega. 10. mars 2018 21:15
Landlæknir eindregið á móti því að umskurður drengja verði bannaður Þá óttast landlæknir að frumvarpið muni leiða til þess að umskurðaraðgerðir verði framkvæmdar við aðstæður sem ekki tryggja öryggi barna. 13. mars 2018 23:29