ÍBV sigraði Víking Reykjavík í síðasta leik liðanna í Lengjubikar karla í knattspyrnu í dag.
Vestmanneyingar fengu gullið tækifæri til að komast þegar þeir fengu vítaspyrnu á 7. mínútu leiksins, en Emil Andri Auðunsson í marki Víkings varði spyrnuna.
Skömmu síðar náði ÍBV fyrsta marki leiksins. Um miðbik síðari hálfleiksins fékk ÍBV síðan aðra vítaspyrnu sína í leiknum sem þeir nýttu og staðan orðin 2-0.
Aðeins tveimur mínútum síðar var þriðja vítaspyrna leiksins dæmd og skoraði Hollendingurinn Rick Ten Voorde úr henni og minnkaði muninn fyrir Víkinga. Fleiru urðu mörkin ekki og lokatölur því 2-1 fyrir ÍBV.
Með sigrinum ljúka Vestmanneyingar Lengjubikarnum í 3. sæti riðilsins með sjö stig en Víkingar í botnsætinu með þrjú stig.

