Skilur ef ráðamenn þurfa að sitja heima Sveinn Arnarsson skrifar 19. mars 2018 06:00 Guðni Bergsson Hilmar Þór Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
Guðni Bergsson, formaður Knattspyrnusambands Íslands, segist skilja það og virða ef Ísland tekur þá ákvörðun að senda ekki ráðamenn til Rússlands á Heimsmeistaramótið í knattspyrnu í sumar. Vilji allra standi hins vegar til þess að halda íþróttum og stjórnmálum aðskildum í lengstu lög. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir aðildarþjóðir NATO vera að skoða hvaða leiðir séu færar til að bregðast við morðtilraun á hendur Sergei Skripal og dóttur hans í Salisbury í Bretlandi þann 8. mars. Ein hugmyndanna er að sniðganga HM en engin niðurstaða er enn komin í málið. „Þetta er ekki komið á neinn slíkan stað. Við erum bara að skoða færar leiðir með okkar bandamönnum,“ segir Guðlaugur Þór. „Málið er alvarlegt og því er mikilvægt að hafa ríkt samráð um viðbrögð og bregðast við þessum atburðum í Bretlandi.“Sjá einnig: Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðni Bergsson segir þetta ekki trufla undirbúning KSÍ. „Þegar til kastanna kemur þá hefur þetta ekki áhrif á okkar undirbúning eða hugarfar leikmanna. Við erum einbeitt í okkar verkum,“ segir Guðni. „Ég vil ekki blanda mér í umræðu um alþjóðastjórnmál sem formaður KSÍ. Ég vil einbeita mér að knattspyrnunni og við viljum aðskilja þetta tvennt. En ef vesturveldin taka ákvörðun á hinu pólitíska sviði um að sniðganga HM þá verðum við að virða þá niðurstöðu.“ Hann vonar að málin leysist fyrir HM svo hægt sé að hugsa eingöngu um knattspyrnu þegar leikir Íslands hefjast. „Maður vonast auðvitað eftir því að hægt sé að leysa mál á pólitíska sviðinu en það er bara ekki alltaf svo,“ bætir Guðni við.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Stj.mál Tengdar fréttir „Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00 Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46 Mest lesið Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Innlent Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Erlent Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Innlent Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi Erlent Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Erlent Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Innlent Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Erlent Herflugvél snúið við í neyð Innlent Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða Innlent „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Erlent Fleiri fréttir Grindvíkingar hugsa um að fara heim: Gott að vera í Grindavík en verður aldrei eins Króuðu stolinn bíl af í Kömbunum eftir eftirför þvert yfir Hellisheiði Hjólreiðamaður fluttur „mikið slasaður“ með sjúkraflugi Málaflokkurinn kosti sveitarfélögin milljarða „Verðum að vona að þessi þróun haldi áfram“ Áföllin hafi mótað sig Gramir að næstu göng á lista séu ekki á Austurlandi Herflugvél snúið við í neyð Mikið áhyggjuefni ef læknar komast ekki erlendis í sérnám Talsverður fjöldi uppfylli ekki lágmarkskröfur um netöryggi Ákvörðunin hafi einnig verið erfið fyrir stjórnarliðana Skortur á sérnámslæknum og ósáttir Austfirðingar Leggja til að lækka innviðagjaldið enn meira Katrín gerir upp áföllin og tekist á um samgönguáætlun Réðst á starfsmenn lögreglu Sameinist í baráttu um að fá risabor og gangaþrennu Gangi í berhögg við samninga að festa Reykjavíkurflugvöll í sessi Þrír handteknir fyrir hótanir og vopnalagabrot Hrossahjörð á brokki fram Álftanesveg Krefjast skýringa á boðuðum breytingum ráðherra á framhaldsskólum Sonur Ölmu Möller íhugar framboð Gefa út litlausa viðvörun Karlmaður handtekinn í tengslum við mannslát Vonast til að opna nýtt Konukot sem fyrst Ekki markmiðið að takmarka aðgengi fjölmiðla Óvænt breyting hækkaði lyfin um tugi þúsunda „Mér brá við að sjá þessa tölu“ Alltaf ljóst að Flokkur fólksins væri veiki hlekkurinn Hættir á Spotify: „Ég er frjáls!“ Reiknað með fjölmenni á jólamarkaði á Flúðum í dag Sjá meira
„Mun ódýrari“ treyjur kynntar til leiks í nýrri fatalínu KSÍ og Errea á næstu vikum Í fatalínunni verður m.a. að finna ódýrari gerðir af stuðningsmannastreyjum en mörgum þykir nýkynnt landsliðstreyja Íslands nokkuð dýr, sérstaklega þar sem sama verð er á treyjum í fullorðins- og barnastærðum. 18. mars 2018 15:00
Ákvörðunin um hvort ríkisstjórnin sniðgangi HM verði tekin með nágrannaþjóðum Guðlaugur Þór Þórðarson, utanríkisráðherra, segir að um grafalvarlega atburði sé að ræða. 18. mars 2018 19:46