„Meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni“ Jakob Bjarnar skrifar 19. mars 2018 13:21 Páll, sem hefur marga fjöruna sopið, hefur varla lesið annað eins og skrif Braga Páls, sem hann segir laus við stílfimi eða húmor heldur séu þau aðeins rætin og meinfýsin. Páll Magnússon er furðu lostinn yfir pistlaskrifum Braga Páls Sigurðssonar sem birtust í Stundinni. Hann segir Braga Pál hinn nýja endaþarm íslenskrar blaðamennsku og að pistillinn sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og ótrúlegri rætni. Bragi Páll lagði sem sagt leið sína á Landsfund Sjálfstæðismanna og lýsti upplifun sinni sem var heldur nöturleg. Pistill hans hefur vakið mikla athygli, trónir efst á lista yfir mest lesið efni Stundarinnar og á meðan einarðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ákaflega hrifnir, verður ekki það hið sama sagt um Sjálfstæðismenn og velunnara flokksins.Enginn húmor bara meinfýsni Páll greinir stuttlega frá upplifun sinni af Landsfundinum, og tekur svo nokkur dæmi úr pistli Braga Páls sem er undir yfirskriftinni „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“. Páll vitnar meðal annars í þetta í grein Braga Páls: „Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“. Og: „… eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra“. Páll telur þetta fyrir neðan allar hellur. „Í þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“Uppfært 14:00Hreinn óþverri Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, hefur skrifað athugasemd við pistil Páls og bendir þar á að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur; „en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn. Það að þingmaður uppnefni hóp endaþarm er sannarlega sorglegt fordæmi. Ritstjórn Stundarinnar hlaut meðal annars blaðamannaverðlaun ársins 2017 á dögunum. Háðsk pistlaskrif lúta öðrum lögmálum en ritstjórnarskrif og best að taka þeim af yfirvegun og takmarkaðri alvöru.“ Páll Magnússon lætur þetta ekki slá sig út af laginu ekki hætis hót heldur gefur í ef eitthvað er. Og vandar um við ristjórann. Segist hafa séð Pál Braga titlaðan blaðamann Stundarinnar einhvers staðar á netinu. „Gott að svo er ekki. Það breytir því þó ekki að Stundin birti þennan viðbjóð og skal hirða skömmina fyrir það.Þetta voru nefnilega ekki „háðsk pistlaskrif“ heldur hreinn óþverri. Hugleiddu muninn á þessu tvennu Jón Trausti - og svo skaltu biðjast afsökunar.“Braga Páli úthúðað á vegg Páls Fjölmargir taka undir með Páli og eru pistlahöfundinum ekki vandaðar kveðjurnar. Eins og ein stykkprufa sýnir vel tóninn á Facebokkvegg þingmannsins: „Þetta er nú eitt mesta ógeð sem ég hef séð skrifað. Mannauminginn hlýtur að vera mjög alvarlega sjúkur!“ skrifar Sólon Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er svo einn hinna fjölmörgu sem setja „læk“ við færslu Páls. Og blaðamaður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson bendir á eftirfarandi: „Til frekari upplýsinga má geta þess að faðir Braga er Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins.“ Og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir þetta ekki skemmtileg skrif. Stj.mál Tengdar fréttir Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Páll Magnússon er furðu lostinn yfir pistlaskrifum Braga Páls Sigurðssonar sem birtust í Stundinni. Hann segir Braga Pál hinn nýja endaþarm íslenskrar blaðamennsku og að pistillinn sé meinfýsinn, hlaðinn mannfyrirlitningu og ótrúlegri rætni. Bragi Páll lagði sem sagt leið sína á Landsfund Sjálfstæðismanna og lýsti upplifun sinni sem var heldur nöturleg. Pistill hans hefur vakið mikla athygli, trónir efst á lista yfir mest lesið efni Stundarinnar og á meðan einarðir andstæðingar Sjálfstæðisflokksins eru ákaflega hrifnir, verður ekki það hið sama sagt um Sjálfstæðismenn og velunnara flokksins.Enginn húmor bara meinfýsni Páll greinir stuttlega frá upplifun sinni af Landsfundinum, og tekur svo nokkur dæmi úr pistli Braga Páls sem er undir yfirskriftinni „Árshátíð andlega gjaldþrota auðmanna“. Páll vitnar meðal annars í þetta í grein Braga Páls: „Framan á henni er risavaxinn, gylltur fasista-örninn með spilltan vængfaðminn útbreiddan. Undir lófaklappinu hvíslaði hann út um gogginn „leyfið barnaníðingunum að koma til mín“. Og: „… eftir að ljóstrað var upp um að Sjálfstæðisflokkurinn hafði einnig verið í samstarfi við barnaníðinga um allt land um að hreinsa mannorð þeirra“. Páll telur þetta fyrir neðan allar hellur. „Í þessu felst enginn húmor, engin kaldhæðni, engin stílfimi. Ekkert nema meinfýsi, mannfyrirlitning og ótrúleg rætni. Höfundurinn og miðillinn geta nú sameiginlega talist sjálfskipaðir handhafar „sæmdarheitisins“ sem gamall ritstjóri fann upp af öðru tilefni: endaþarmur íslenskrar blaðamennsku.“Uppfært 14:00Hreinn óþverri Jón Trausti Reynisson, annar ritstjóra Stundarinnar, hefur skrifað athugasemd við pistil Páls og bendir þar á að Bragi Páll sé sjálfstæður pistlahöfundur; „en ekki hluti af fastri ritstjórn Stundarinnar, og fékk fullt frelsi til að skrifa sína ádeilu um landsfundinn. Það að þingmaður uppnefni hóp endaþarm er sannarlega sorglegt fordæmi. Ritstjórn Stundarinnar hlaut meðal annars blaðamannaverðlaun ársins 2017 á dögunum. Háðsk pistlaskrif lúta öðrum lögmálum en ritstjórnarskrif og best að taka þeim af yfirvegun og takmarkaðri alvöru.“ Páll Magnússon lætur þetta ekki slá sig út af laginu ekki hætis hót heldur gefur í ef eitthvað er. Og vandar um við ristjórann. Segist hafa séð Pál Braga titlaðan blaðamann Stundarinnar einhvers staðar á netinu. „Gott að svo er ekki. Það breytir því þó ekki að Stundin birti þennan viðbjóð og skal hirða skömmina fyrir það.Þetta voru nefnilega ekki „háðsk pistlaskrif“ heldur hreinn óþverri. Hugleiddu muninn á þessu tvennu Jón Trausti - og svo skaltu biðjast afsökunar.“Braga Páli úthúðað á vegg Páls Fjölmargir taka undir með Páli og eru pistlahöfundinum ekki vandaðar kveðjurnar. Eins og ein stykkprufa sýnir vel tóninn á Facebokkvegg þingmannsins: „Þetta er nú eitt mesta ógeð sem ég hef séð skrifað. Mannauminginn hlýtur að vera mjög alvarlega sjúkur!“ skrifar Sólon Sigurðsson fyrrverandi bankastjóri. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra er svo einn hinna fjölmörgu sem setja „læk“ við færslu Páls. Og blaðamaður Morgunblaðsins, Sigurður Bogi Sævarsson bendir á eftirfarandi: „Til frekari upplýsinga má geta þess að faðir Braga er Sigurður Páll Jónsson þingmaður Miðflokksins.“ Og sjónvarpsmaðurinn Egill Helgason segir þetta ekki skemmtileg skrif.
Stj.mál Tengdar fréttir Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30 Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45 Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20 Mest lesið Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Innlent Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Innlent Tuttugu og fimm stúlkna saknað úr sumarbúðum vegna flóða Erlent Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Innlent Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Innlent Búið að boða til nýs fundar Innlent Sósíalistum bolað úr Bolholti Innlent Minnst þrettán látnir og tuttugu barna saknað eftir flóð í Texas Erlent Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Innlent Fleiri fréttir Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Eiríkur, Eyvindur og Þorbjörg sækjast eftir dómaraskikkjunni Samfylking tekur aftur fram úr Sjálfstæðisflokki Skoða málið en hafa ekki tekið endanlega ákvörðun um aðgerðir Stór ferðahelgi framundan og bæjarhátíðir víða um land Skjálfti að stærð 3,6 í Bárðarbungu Þingmenn upplitsdjarfir Öðrum þeirra handteknu sleppt úr haldi Þokast í samkomulagsátt á þingi Sakfelldur en ekki gerð refsing fyrir að bana móður sinni Tveir handteknir eftir húsleit í Laugardal og Kópavogi Bandaríska sendiráðið elur á ótta við hælisleitendur og útlendinga Vonast til að samkomulag náist innan skamms, vonandi í dag Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Sjá meira
Segir ályktunina snúast um annað og sérhæfðara sjúkrahús Formaður Sjálfstæðisflokksins segir ályktun landsfundar um staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu ekki snúa að fyrirhuguðu þjóðarsjúkrahúsi við Hringbraut, heldur öðru og sérhæfðara sjúkrahúsi. Landsfundi floksins var slitið í dag, en forystan hlaut yfirburðakosningu í embætti. 18. mars 2018 19:30
Landsfundur skilyrti stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu Landsfundur Sjálfstæðisflokksins hefur sett það sem skilyrði fyrir stofnun þjóðgarðs á miðhálendinu að sátt náist við aðliggjandi sveitarfélög. 18. mars 2018 20:45
Landsfundur Sjálfstæðisflokks vill staðarval fyrir sjúkrahús Í stjórnmálaályktun landsfundar segir að Sjálfstæðisflokkurinn vilji að lokið verði við þær framkvæmdir sem eru yfirstandandi á Landspítalareit en síðan farið í staðarvalsgreiningu fyrir framtíðaruppbyggingu sjúkrahúsþjónustu. 18. mars 2018 14:20