Vlija uppfæra loftferðasamning við Rússland til að opna flugleið til Asíu Þorbjörn Þórðarson skrifar 19. mars 2018 19:00 Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar. Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira
Samgönguráðherra segir að íslensk stjórnvöld vinni að því að uppfæra loftferðasamning við Rússland. Skortur á almennri heimild til farþegaflutninga í samningnum kemur í veg fyrir beint farþegaflug milli Íslands og áfangastaða í Asíu sem hafa verið til skoðunar hjá íslensku flugfélögunum. Stöðugt vaxandi umsvif íslensku flugfélaganna hafa kallað á aukna áherslu á gerð tvíhliða loftferðasamninga. Ísland hefur gert loftferðasamninga við 101 ríki en mjög misjafnt er hversu víðtæk réttindi þessir samningar kveða á um.Loftferðasamningur milli Íslands og Rússlands kveður ekki á um almenna heimild til farþegaflugs. Aðeins takmarkaða heimild um að fljúga til Moskvu, St. Pétursborgar og annarra borga sem rússnesk flugmálayfirvöld samþykkja. Skortur á almennri heimild til farþegaflugs þýðir að ekki er fyrir hend heimild fyrir íslensku flugfélögin til yfirflugs í Rússlandi. Wow Air hefur haft til skoðunar að hefja beint áætlunarflug til Asíu en fyrirtækið fær síðar á þessu ári afhentar fjórar nýjar Airbus A330neo vélar sem geta flugið í rúmlega tólf klukkustundir. Til þess að hægt sé að fljúga beint til Japan svo dæmi sé tekið þarf að gera loftferðasamning við Japan og uppfæra loftferðasamning milli Íslands og Rússlands. Icelandair hefur líka haft Asíuflug til skoðunar með Boeing 767 þotum félagsins. Rússar hafa sett það sem skilyrði fyrir almennri heimild til yfirflugs að komið verði á reglubundnu áætlunarflugi milli Íslands og áfangastaða í Rússlandi. Málið heyrir bæði undir samgönguráðuneytið og utanríkisráðuneytið. Samkvæmt upplýsingum fréttastofunnar hafa fulltrúar bæði Icelandair og Wow Air átt fundi í utanríkisráðuneytinu á síðustu mánuðum til að kalla eftir gerð nýrra loftferðasamninga og óska eftir uppfærslu á samningi við Rússland svo hægt sé að opna þessa flugleið til Asíu. Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra.Sigurður Ingi Jóhannsson samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra segir að unnið sé að því að opna þessa flugleið. Hann segist telja að það verði ekki vandamál að fá heimild til yfirflugs innan gildandi loftferðasamnings þrátt fyrir kröfu Rússa um skipulagt áætlunarflug. „Við erum búin að eiga mjög gott samtal við Rússa frá því í fyrrasumar og frá síðasta hausti og ég á ekki von á því þetta verði hindrun. Það er kominn viðauki sem heimilar áætlunarflug til bæði Moskvu og St. Pétursborgar og viðauki um að annað verði þá heimilt af hálfu Rússa og að loftferðasamningurinn, eins og hann er, hann komi ekki í veg fyrir yfirflugsheimild af hálfu Rússa,“ segir Sigurður Ingi. Eins og áður segir gera Rússar kröfu um skipulagt áætlunarflug milli Íslands og Rússlands til að virkja heimild til yfirflugs. Icelandair flaug um tíma til St. Pétursborgar fyrir nokkrum árum en hvorki Icelandair né Wow Air hafa á dagskránni að hefja skipulagt áætlunarflug til áfangastaða í Rússlandi þótt bæði flugfélögin stefni á flug þangað í tengslum við heimsmeistarakeppnina í knattspyrnu næsta sumar.
Mest lesið Framkvæmdastjóri Bónus: „Ég er svona „aulahúmor“-stríðinn“ Atvinnulíf Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Viðskipti innlent Kostnaður við tónleika útskýri hátt miðaverð Neytendur Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Viðskipti innlent Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Viðskipti innlent Jólabækurnar nær alltaf ódýrastar í Bónus Neytendur Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Viðskipti innlent Google birtir lista yfir vinsælustu leitarorðin Viðskipti erlent ESB sektar samfélagsmiðil Musk um milljarða Viðskipti erlent Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kaffi Ó-le opið á ný Hættir sem þjálfari kokkalandsliðsins Veiðigjald á þorski nánast tvöfaldað milli ára Ákvörðun um fjárhæð veiðigjalds seinni á ferðinni en venjulega Leggur til þrjár aðgerðir á ögurstundu fjölmiðla Áttatíu hafa sótt um nýju leiðina, Stefnir fagnar ákvörðun Seðlabankans Gervigreind á jólaísnum hafi komið á óvart Bein útsending: Orkan, álið og kísillinn Opnar útibú Forréttabarsins á kunnuglegum stað Nefndarmaður hefði kosið að halda stýrivöxtunum óbreyttum Gagnrýna að seljendur og verktakar þurfi einir að lækka verð Stefnir í að eitt minkabú verði eftir á landinu Ráðin nýr markaðsstjóri Nettó og Kjörbúðanna Félögin þeirra högnuðust mest Útspilið hafi komið á óvart og hætta sé á minni uppbyggingu „Mikilvægt að skrifa ekki undir neitt nema vita hvað það er“ Margrét hættir hjá RÚV um áramótin Herða lánþegaskilyrði: „Við víkjum ekki frá þeim markmiðum“ 55 sagt upp í tveimur hópuppsögnum Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Seðlabankinn breytir reglum um greiðslubyrðarhlutfall Þorvaldur tekur við af Kristjáni hjá Samherja Rúmur milljarður til Viðskiptaráðs og SA á fimm árum Prada gengur frá kaupunum á Versace Afrek að verkáætlun hafi staðist samhliða níu eldgosum Ketill nýr framkvæmdastjóri hjá Heilsugæslunni Hvernig bý ég mig undir barneignir? Allir í limbói vegna fyrirhugaðra breytinga á vörugjaldi Rekja aukna bílasölu til komandi vörugjaldahækkunar Orðin hluti af mannlífinu: „Án okkar væri heldur tómlegt að vera til“ Sjá meira