Sjálfstæðismenn bæta verulega við sig Jón Hákon Halldórsson skrifar 1. mars 2018 06:00 Eyþór Arnalds og Hildur Björnsdóttir leiða lista Sjálfstæðismanna í borginni. VISIR/ANTON BRINK „Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður. Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
„Það sem mér finnst athyglisverðast er að ef maður skiptir þessu upp í mögulega meirihluta þá birtast þessar tvær blokkir, rauð og blá, sem eru mjög jafnar miðað við það hversu langt er í kosningar,“ segir Eiríkur Bergmann, prófessor í stjórnmálafræði við Háskólann á Bifröst. Eins og greint var frá í gær sýnir ný könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is að meirihlutinn í borgarstjórn, með Samfylkingunni, VG og Pírötum, myndi naumlega halda. Björt framtíð myndi þó hverfa úr borgarstjórn. Sjálfstæðisflokkurinn myndi bæta við sig tæpum 10 prósentustigum frá kosningunum 2014 ef niðurstöður borgarstjórnarkosninga í vor yrðu í takti við könnunina. Flokkurinn bætir við sig einu prósentustigi frá því að Fréttablaðið kannaði stuðning við framboð í Reykjavík í lok ágúst. Flokkurinn mælist núna með 35,2 prósenta fylgi. Samkvæmt niðurstöðum könnunarinnar tapar Samfylkingin tæpum fimm prósentustigum frá síðustu kosningum en tvöfaldar fylgi sitt frá síðustu könnun Fréttablaðsins. Flokkurinn mælist núna með 27,2 prósent.Eiríkur bendir á að staðan sé enn þannig að ekki sé komið á upphafsreit kosningabaráttunnar. „Við erum ekki einu sinni alveg komin á hann. Það eiga nokkrir flokkar eftir að kynna sína lista og svo framvegis. Þannig að við erum ekki enn komin með þá mynd sem blasir við í upphafi kosningabaráttunnar,“ segir hann og bætir við að staða Viðreisnar, sem er með rúm fjögur prósent í könnuninni og fengi einn fulltrúa kjörinn, sé athyglisverð í ljósi þess að framboðslisti hefur ekki verið kynntur. María Rut Kristinsdóttir, formaður uppstillingarnefndar Viðreisnar, segir að listinn verði kynntur innan fárra daga. Samkvæmt skoðanakönnuninni er staða Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík mun sterkari en staðan var í Reykjavíkurkjördæmunum í alþingiskosningunum í haust, en flokkurinn fékk um 23 prósent í hvoru kjördæmi fyrir sig. „En þannig var alltaf gamla myndin. Sjálfstæðisflokkurinn hafði alltaf miklu meira fylgi í borgarstjórnarkosningum í Reykjavík en hann fékk í þingkosningum og það hefur oft verið þannig þó að það hafi ekki verið þannig í einhverjum kosningum undanfarið,“ segir Eiríkur Bergmann. Samfylkingin kemur líka miklu betur út í þessari könnun en niðurstaðan varð í Reykjavíkurkjördæmunum í þingkosningum. Flokkurinn fékk um 13 prósent í Reykjavíkurkjördæmunum. VG er hins vegar með mun minna fylgi en flokkurinn fékk í þingkosningunum í Reykjavíkurkjördæmunum. Hann er með tólf prósent í könnuninni en var með tæp 19 prósent í Reykjavík suður og tæp 22 í Reykjavík norður.
Birtist í Fréttablaðinu Stj.mál Tengdar fréttir Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45 Mest lesið „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Nafngreina árásarmanninn í Manchester Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Rauk upp úr flugvél Jet2 Innlent Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Innlent Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Innlent Ragnhildur tekur við Kveik Innlent Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Innlent Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Erlent Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Innlent Fleiri fréttir Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Föst á Spáni næstu mánuði vegna meðgöngukvilla Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu Hátt spennustig um borð eftir að ísraelski sjóherinn hóf handtökur Bein útsending: Opnunarmálstofa Menntakviku - Kennaramenntun í deiglunni Hraðamyndavélar settar upp við Þingvelli Hjóla í forseta ASÍ og segja hann afvegaleiða umræðuna Býður sig fram til áframhaldandi formennsku Þúsundir barna bíða og listarnir lengjast POTS-samtök fá lögfræðing í málið: „Margir eru rúmliggjandi í dag“ Sveitarstjóri Mýrdalshrepps vill verða ritari Frelsisflotinn stöðvaður og árás á bænahús gyðinga í Manchester Styttist í lok rannsóknar Rúmlega þrjátíu skjálftar á Vesturlandi „Brotamenn eru nú ekki oft miklir borgunarmenn“ Heimila gjaldtöku vegna fjarheilbrigðisþjónustu og útkalls án flutnings Haft höggbor beint fyrir utan í hálft ár og kominn með nóg Sjá meira
Meirihlutinn í borginni myndi halda Samfylkingin, VG og Píratar myndu fá 12 menn kjörna samkvæmt nýrri könnun Fréttablaðsins og frettabladid.is. Sjálfstæðisflokkur stærstur. Hvorki Framsóknarflokkurinn né Björt framtíð fengju fulltrúa. 28. febrúar 2018 05:45
Óánægja með Kópavogsmódelið: Foreldrar upplifa samviskubit, aukið álag og stöðuga tímapressu