Hugarafl Óttar Guðmundsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Óttar Guðmundsson Mest lesið Halldór 06.09.2025 Halldór Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun Útgerðin skuldar okkur skýringar Guðmundur Helgi Þórarinsson Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar Skoðun Fólk í sárum veldur tárum Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Akademískt frelsi og grátur í draumum Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar Skoðun Segðu skilið við sektarkenndina Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar Skoðun Lög um vinnu og virknimiðstöðvar Atli Már Haraldsson skrifar Skoðun Áfram Breiðholt og Kjalarnes! Skúli Helgason skrifar Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Vesturlönd mega ekki leyfa Pútín að skrifa leikreglurnar Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Umfjöllun Kastljóss Þorgrímur Sigmundsson skrifar Skoðun Gulur september María Heimisdóttir skrifar Skoðun Kyn og vægi líkamans Gunnar Snorri Árnason skrifar Skoðun Sakborningur hjá saksóknara Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Reiði á tímum allsnægta Jökull Gíslason skrifar Skoðun 60.000 auðir fermetrar Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Kristinn átrúnaður á tímum þjóðarmorðs Bjarni Karlsson skrifar Skoðun Tölur segja ekki alla söguna Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Skólinn er ekki verksmiðja Kristinn Jón Ólafsson,Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Enn úr sömu sveitinni Trausti Hjálmarsson skrifar Skoðun Palestínsk börn eiga betra skilið Anna Lúðvíksdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar Skoðun Umferðaröryggi barna í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Öll dýrin í skóginum eiga að vera vinir Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Hvar er pabbi? Og aðrir stríðsglæpir Ísraels Þórhildur Sunna Ævarsdóttir skrifar Skoðun Meira að segja Evrópusambandið Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Þegar ég skrifaði bókina um sögu Klepps í 100 ár, fyrir áratug, lá ég í sjúkraskrám, las bréf sjúklinga, lækna og aðstandenda og setti mig inn í veruleika fólksins sem lifði og dó á spítalanum. Þetta var umfangsmikil vinna og oft var ég sorgmæddur yfir grimmilegum örlögum fólksins. Fordómar voru miklir og aðstöðuleysi yfirgengilegt. Sjúklingarnir voru dæmdir til einhæfrar tilveru innan veggja spítalans. Smám saman breyttist þessi mynd og sjúklingunum tókst að komast aftur út í samfélagið, oft með hjálp nýrra lyfja. Meðferðin breyttist og sjúklingurinn varð í æ ríkari mæli þátttakandi í henni. Spítalinn tók stakkaskiptum en auk þess komu til sögunnar öflug sjúklingasamtök sem áttu ríkan þátt í að byggja upp sjálfsmynd þessa hóps. Ein þessara samtaka eru Hugarafl. Þau voru stofnuð undir kjörorðinu að neytandi þjónustunnar væri best fær um að hjálpa öðrum neytendum. Margir sjúklinga minna fengu nýtt líf fyrir tilstilli Hugarafls. Þeir fengu aukið sjálfstraust og þekkingu um sitt ástand og sinn sjúkdóm. Þeir lærðu að veikleikar eru oft styrkleikar og öfugt. Smám saman lærði læknirinn að þekkja úr þá sem höfðu tileinkað sér hugmyndafræði Hugarafls. Þeir spurðu meira en aðrir og tóku ekki öllu sem algildum sannleika. Menn sveifluðu um sig nýjum hugtökum eins og batahugmyndafræði og valdeflingu sem læknum voru ókunn. Hugarafl hefur breyst frá þessum upphafsárum sínum en enn er grunnhugmyndafræðin sú sama. Ég hef alltaf hrifist af eldmóði Hugarafls þótt ég hafi ekki alltaf verið sammála hugmyndafræði samtakanna. Nú berast þær fréttir að leggja eigi niður geðteymi, Geðheilsu-eftirfylgd, sem starfað hefur við hlið Hugarafls og flytja þá starfsemi sem þar er rekin út á heilsugæslustöðvarnar. Saman hafa þessir tveir hópar sinnt öflugri samfélagsgeðþjónustu og rutt brautina fyrir nýrri nálgun. Ég held að með því að leysa þessa þjónustu upp glatist mikið af eldmóðnum og þeirri reynslu sem búið er að afla með blóði, svita og tárum liðinna ára. Brautryðjendastarf teymisins og Hugarafls hefur skilað góðum árangri. Miklu skiptir að kasta því ekki á glæ. Starf frjálsra félagasamtaka verður sjaldnast flutt inn á opinberar stofnanir án þess að glata ferskleika sínum og sveigjanleika. Hugmyndafræði Hugarafls um neytandann sem réttir öðrum neytanda hjálparhönd á jafn mikið erindi í dag og fyrir 10 árum.Höfundur er geðlæknir
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun
Skoðun Getur þjóð orðið of rík? – Ádeila frá Noregi sem getur átt við um Ísland Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar - tékklisti fyrir stjórnvöld til að gera betur Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar
Skoðun Fjöldi kynja – treystir þú þér í samtalið með velferð barna að leiðarljósi? Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar
Skoðun Ókeypis minnisblað fyrir Alþingi: Jafnrétti er ekki skoðun- en umræðan er það Sigríður Ásta Hauksdóttir skrifar
Skoðun Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius skrifar
Skoðun Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar
Skoðun Stjórn Eflingar lýsir yfir samstöðu með palestínsku þjóðinni og fordæmir þjóðarmorð á Gaza Hópur stjórnarmanna í Eflingu skrifar
Skoðun Þjóð gegn þjóðarmorði – stéttarfélög hvetja til þátttöku Hópur formanna stéttarfélaga skrifar
Sveitarstjórn Grímsnes- og Grafningshrepps reynir að skrá fólk út úr samfélaginu Guðrún M. Njálsdóttir,Ragna Ívarsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Að útrýma menningu og þjóð Dagrún Ósk Jónsdóttir,Esther Ösp Valdimarsdóttir,Snædís Sunna Thorlacius Skoðun
Austurland situr eftir þrátt fyrir fjórðung vöruútflutningstekna Berglind Harpa Svavarsdóttir Skoðun