Hvarf viljinn með vindinum? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fangelsismál Guðmundur Ingi Þóroddsson Mest lesið Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Það sem má alls ekki tala um... Ragnar Þór Ingólfsson Skoðun Halldór 9.11.2024 Halldór Rekin út fyrir að vera kennari Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson Skoðun Skoðun Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar Skoðun Geðheilbrigðismál og landsbyggðin Eydís Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Er píparinn þinn skattsvikari? Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Frelsi til að búa þar sem þú vilt Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Kosningar og ,ehf gatið‘ Róbert Farestveit skrifar Skoðun Grípum tækifærin og sköpum bjartari framtíð Ísak Leon Júlíusson skrifar Skoðun Kæra unga móðir Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Niðurskurðarhnífnum beitt á skólana Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Verði þitt val, svo á jörðu sem á himni Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Öryggis annarra vegna… Ingunn Björnsdóttir skrifar Skoðun Verðmæti leikskólans Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Vítahringur ofbeldis og áfalla Paola Cardenas skrifar Skoðun Heilbrigð sál í hraustum líkama Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Að segja bara eitthvað Hulda María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Litlu fyrirtækin – kerfishyggja og skattlagning Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar Skoðun Reiknileikni Sambandsins Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Vegurinn heim Tinna Rún Snorradóttir skrifar Skoðun Framsókn setur heimilin í fyrsta sæti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Allt mannanna verk - orkuöryggi á Íslandi Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Hvert er planið? Þorleifur Hallbjörn Ingólfsson skrifar Skoðun Íslenskan heldur velli Stefán Atli Rúnarsson,Jóhann F K Arinbjarnarson skrifar Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Ný gömul menntastefna Thelma Rut Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Krafa um árangur í atvinnu- og samgöngumálum Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn fjölskyldunnar Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Píratar standa með fólki í vímuefnavanda Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Lenda menn í fangelsi eftir misheppnaða skólagöngu? Elinóra Inga Sigurðardóttir skrifar Skoðun Andlát ungrar manneskju hefur gáruáhrif á allt samfélagið Sigurþóra Bergsdóttir skrifar Sjá meira
Fangar eru vinsælir um þessar mundir. Svo vinsælir að á sunnudögum gefst sjónvarpsáhorfendum tækifæri til að sjá ekki einn heldur tvo vandaða þætti um lífshlaup þeirra sem horfið hafa af beinu brautinni og hafnað á bak við lás og slá. Eins hlaut þáttaröðin Fangar flestar tilnefningar til Edduverðlaunanna þetta árið, fjórtán talsins. Í þessu landslagi getur reynst ánægjulegt að sinna starfi formanns Afstöðu, félags fanga. Á þeim fjölmörgu fundum sem ég hef átt með ráðherrum, þingmönnum, embættismönnum og stjórnmálamönnum sem ganga með þingmanninn í maganum á undanförnum misserum hefur mér tekist að fara vel yfir stöðuna í fangelsismálum á Íslandi og bera hana saman við hvað er að gerast í öðrum löndum. Undantekningalaust fer ég ánægður út af þessum fundum enda fundargestir sérlega áhugasamir og lýsa þeir yfir miklum vilja til að gera betur í málefnum fanga, að stefna skuli að betrun. Allir hafa verið sammála um að málaflokkurinn sé vanræktur og að svo hafi verið um langa hríð. Ég hef nánast aldrei farið bónleiður af fundi með stjórnmálamanni. Hver einasti fundur hefur gefið fögur fyrirheit og ég fer bjartsýnn af fundi. Nánast allir sem ég hitti vilja hjálpa mér og okkur í Afstöðu að gera breytingar og jafnvel róttækar breytingar til að spara fjármagn til lengri tíma, draga úr glæpum og endurkomum í fangelsi. Samt gerist aldrei neitt. Það verða engar breytingar. Og því miður hafa stjórnmálamennirnir bara ekki staðið við stóru orðin. Fangar halda áfram að fyrirfara sér, verða öryrkjar, einangrast enn frekar frá samfélagi manna og halda áfram að fara inn og út úr fangelsi í vitahring kerfisins. Og svo falla ríkisstjórnir og við kjósum aftur og aftur og við þurfum að byrja upp á nýtt að funda með nýjum frambjóðendum, þingmönnum og ráðherrum til að kynna þeim stöðuna. Og aftur gerist það sama. Allir sýna sama áhuga á að gera nú skurk í fangelsismálum. Og enn gerist ekkert. Engin svör fást frá ráðuneytum, þingmenn vísa frá sér ábyrgð, stjórnarandstöðuþingmenn sem látið hafa í sér heyra þagna þegar þeir komast í stjórn og ungir stjórnmálamenn, sem barist hafa hvað harðast með Afstöðu, hætta að hugsa um hag fanga um leið og þeir ná kjöri. Stjórnmálamenn kunna vissulega að orða hlutina fallega og lofa öllu fögru. En það er sárlega lýjandi þegar sama fólk hverfur frá baráttunni. Við fangar erum frelsissvipt fólk og lifum það á hverjum degi hve illa fangelsiskerfið er búið. Við bindum alvöru vonir við það sem valdhafar segja við okkur. Nú verð ég að biðja stjórnmálamenn og aðra valdhafa að vera heiðarlega og þykjast ekki hafa áhuga sem þeir hafa ekki. Þau ykkar sem hafið ekki raunverulegan áhuga á að koma á raunverulegum breytingum til betrunar fyrir kerfið og okkur fangana, látið bara eiga sig að boða mig á fund eða taka á móti mér. Ykkur hin bið ég endilega að hafa samband og látum það gerast. Ég bíð við símann.Höfundur er formaður Afstöðu, félags fanga á Íslandi
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun
Skoðun Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Íslenskur landbúnaður er ekki aðeins arfleifð heldur líka framtíð okkar Íslendinga Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun „Þörfin fyrir nýtt upphaf: Af hverju hrista þarf upp í stjórnmálum“ Sigurður Hólmar Jóhannesson skrifar
Skoðun Einstaklingur á undir högg að sækja í dómsmáli við hinn sterka Jörgen Ingimar Hansson skrifar
Afhendum raunverulegum eigendum hlut sinn í Íslandsbanka til jafns Sigmundur Davíð Gunnlaugsson Skoðun