Of mikil áhætta Kristinn Ingi Jónsson skrifar 1. mars 2018 07:00 Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu Skoðun Halldór 29.03.2025 Halldór Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson Skoðun Skoðun Skoðun Þjóðaröryggi að vera aðildarríki að Evrópusambandinu skrifar Skoðun Fullvalda utan sambandsríkja Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar - Salómonsdómur, lög og ólög Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Sjálfstæðir grunnskólar í hættu Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Borgaralegur vígbúnaður Dr. Bjarni Már Magnússon skrifar Skoðun Áskoranir og tækni í heilbrigðisþjónustu Teitur Guðmundsson skrifar Skoðun Ósunginn óður til doktorsnema Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Tannhjól í mulningsvél? Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Fækkum kennurum um 90% Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Uppsagnarbréf til góða fólksins Daníel Freyr Jónsson skrifar Skoðun Kristni og íslam: Samfélag sem hvílir á skilningi Skúli S. Ólafsson skrifar Skoðun Hugtakastríðið mikla Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki er allt sem sýnist Ólafur Helgi Marteinsson skrifar Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar Skoðun Vilji til að rjúfa kyrrstöðu í húsnæðiskreppunni Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Þegar barn óttast önnur börn Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Falsfréttastjóri RÚV dýpkar holuna sína Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um breytingar Gissur Freyr Gissurarson skrifar Skoðun Veit sem sagt Grímur betur? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig talar maður við tölvur og hafa vélar rökhugsun? Henning Arnór Úlfarsson skrifar Skoðun Laun kvenna og karla Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Verkin sem ríkisstjórnin verður dæmd af Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar Skoðun Vanfjármögnun vísindanna Magnús Hallsson,Styrmir Hallsson skrifar Skoðun Kárhóll og Kína: Þegar vísindi verða pólitísk tól Davíð Michelsen skrifar Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn gegn fjölskyldusameiningum? Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Einhver ánægjulegustu tíðindi ársins voru af sölu ríkisins á 13 prósenta hlut sínum í Arion banka. Loksins hefur kyrrstaðan á bankamarkaði verið rofin og loksins hefur ríkið hafist handa við að losa um hluti sína í áhættusömum bönkum. Þar er heljarinnar verk fyrir höndum enda er ríkið enn sem áður með nokkur hundruð milljarða bundna sem eigið fé í tveimur bönkum. Engu að síður eru til menn – og raunar stjórnmálaflokkar – sem telja tvo ríkisbanka ekki nóg heldur vilja að ríkið eignist allt bankakerfið. Þannig hafa heyrst raddir í þingsal á undanförnum vikum um að stjórnvöld eigi að nýta sér forkaupsrétt, sem hefur þó aldrei virkjast, og leysa til sín Arion banka. Talað er um að ríkið hafi „gefið eftir“ og vogunarsjóðir „gengið á lagið“ og er engu skeytt um staðreyndir á borð við þær að ríkið hafi fengið nærri 11 prósenta ávöxtun á eign sína í bankanum og muni auk þess fá langstærstan hluta af söluandvirði bankans í sinn hlut. Það er líkt og þeir sem tala svo fjálglega um að ríkið eignist þriðja bankann geri sér ekki grein fyrir þeirri áhættu sem felst í bankarekstri. Ríkisbankar eru engar peningavélar sem geta skilað hagnaði án nokkurrar fyrirhafnar. Við þekkjum af biturri reynslu hvernig fór fyrir gömlu ríkisbönkunum. Tap á rekstri þeirra var tap almennings. Ör tækniþróun er um þessar mundir að gjörbylta bankaþjónustu, eins og við þekkjum hana, og opna markaðinn upp á gátt. Hætta er á því að hefðbundnir bankar verði – áður en langt um líður – fullkomlega óþarfir. Af þeim sökum hefur aldrei verið brýnna að ríkið dragi sig alfarið út úr bankarekstri.
Skoðun Frjáls umræða ekki lengur leyfð í USA – Skoðanafrelsi í hættu – Amerískt Gestapo í uppsiglingu? Ole Anton Bieltvedt skrifar
Skoðun Forsjárhyggja Sjálfstæðis- og Framsóknarfólks í Hafnarfirði í garð fólks með fötlun Stefán Már Gunnlaugsson skrifar
Skoðun Skóli án aðgreiningar: Hentar ýktasta mynd skólastefnunnar öllum börnum? Jóna Sigríður Valbergsdóttir skrifar
Skoðun Grænt ál frá Íslandi er mikilvægt fyrir sjálfstæða Evrópu Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Open Letter to new HÍ Rector re Disability Support Hópur starfsfólks og nemenda við HÍ skrifar
Skoðun Mál Ásthildar Lóu Þórsdóttur – Hvernig manneskjur viljum við vera? Hulda Steingrímsdóttir skrifar