Þakklátar konur strax byrjaðar að rjúka á hana í sundi Kristín Ólafsdóttir skrifar 1. mars 2018 11:46 Unnur Anna Valdimarsdóttir er prófessor í faraldsfræði við læknadeild Háskóla Íslands og ábyrgðarmaður rannsókn Mynd/Háskóli Íslands „Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér. Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
„Við erum bara alveg ofboðslega hamingjusöm yfir viðtökunum og ótrúlega bjartsýn,“ segir Unnur Anna Valdimarsdóttir, prófessor og ábyrgðarmaður rannsóknarinnar Áfallasaga kvenna, um viðbrögð við rannsókninni sem hleypt var af stokkunum í vikunni.Heimasíða rannsóknarinnar var opnuð síðastliðinn þriðjudag og þá var einnig opnað fyrir þátttöku í verkefninu. Öllum íslenskumælandi konum 18 ára og eldri er boðið að taka þátt en um er að ræða spurningalista á rafrænu formi sem tekur um 25-40 mínútur að svara. Aðalmarkmið rannsóknarinnar er að kanna áhrif áfalla á heilsufar kvenna. Unnur Anna segir í samtali við Vísi að nú þegar séu þúsundir kvenna byrjaðar að senda inn svör, jafnvel þó að formlegar þátttökubeiðnir hafi enn ekki verið sendar út. Þær konur sem vilja taka þátt í rannsókninni geta skráð sig inn á heimasíðu Áfallasögu kvenna með rafrænum skilríkjum eða íslykli.Þekkingin muni nýtast á alþjóðlegum vettvangi Kynningarfundur verkefnisins verður haldinn í dag 1. mars í húsi Íslenskrar erfðagreiningar. Fundurinn hefst klukkan fimm og stendur til hálf 7 en meðal þeirra sem flytja erindi eru Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra, Stella Samúelsdóttir, framkvæmdastýra UN Women á Íslandi, Kári Stefánsson, læknir og erfðafræðingur, auk Unnar sjálfrar. „Á fundinum ætlum við að fara yfir aðdraganda verkefnisins, hvað við höfum verið að gera á síðustu árum og það sem leiddi í raun til þess að við fengum fjármagn frá Evrópska rannsóknarráðinu. Svo skoðum við líka stöðu þekkingar á þessu sviði og stöðu þolenda áfalla- og ofbeldisverka,“ segir Unnur og bætir við að rannsóknin muni teygja anga sína utan landsteinanna. „Við gerum ráð fyrir því að þetta verkefni sem við erum að leggja út í skili þekkingu sem nýtist ekki bara hér heldur líka annars staðar í heiminum.“Verkefnið þarft og spurningalistinn þægilegur Aðspurð segir Unnur enn fremur að viðbrögð við verkefninu hafi verið gríðarlega jákvæð og komi úr öllum áttum. „Já, alveg svakalega. Ég var í sundi í gærmorgun og þar ruku á mig konur sem höfðu verið að svara listanum og voru að deila með mér upplifunum sínum. Þetta hafa verið mjög jákvæð viðbrögð og mér finnst eins og fólki þyki mjög þægilegt að svara listanum og finnist verkefnið þarft.“ Áfallasaga kvenna er vísindarannsókn sem miðar að því að auka þekkingu á ýmsum áföllum á lífsleiðinni, þar á meðal ofbeldi, og áhrifum þeirra á heilsufar kvenna. Rannsóknin er á vegum Háskóla Íslands og er unnin í samvinnu við Íslenska erfðagreiningu. Hægt er að taka þátt í rannsókninni með því að reiða fram rafræn skilríki eða íslykil og smella hér.
Vísindi Tengdar fréttir Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Jóhannes Valgeir er látinn Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent Rússnesk flygildi rufu lofthelgi NATO Erlent Skipar NATO-ríkjum að hætta að kaupa olíu af Rússum Erlent Þrír horfnir ferðamenn í Færeyjum Erlent Drónaárás á eina stærstu olíuvinnslu Rússlands Erlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent Fleiri fréttir Breiðhyltingar bíði í hálftíma eftir lögreglu: „Verður þetta þá ekki bara búið?“ Mikillar vanþekkingar gæti á þjónustu við trans börn Sungið og sungið í Tungnaréttum Jóhannes Valgeir er látinn ÁTVR græði á misnotkun kerfisins sem bitni á úrvali Jóhannes Óli er nýr forseti Ungs jafnaðarfólks ÁTVR stórgræði á misnotuðu kerfi og lögreglustöð í Breiðholti „Það er ekkert ósætti eða rifrildi“ Sýkt vatnsból á Stöðvarfirði eigi brátt að heyra sögunni til Íbúum Bláskógabyggðar fjölgar og fjölgar Fangelsismál í krísu og rannsókn á morðinu á Kirk „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Heimsótti heimaslóðirnar 52 árum eftir nauðlendinguna Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Stebbi í Lúdó látinn Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Sjá meira
Fær risastyrk til að leita að „áfallastreitugeninu“ Unnur Anna Valdimarsdóttir hefur hlotið tveggja milljóna evra styrk frá Evrópska rannsóknarráðinu til rannsókna á erfðum heilsufars í kjölfar streituvaldandi atburða. 15. desember 2016 09:47