Ólafur: Þakka stuðningsmönnum ÍR fyrir að kveikja í mér Smári Jökull Jónsson skrifar 1. mars 2018 21:40 Ólafur Ólafsosn, leikmaður Grindavíkur. Vísir/Eyþór „Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
„Þetta var bara gaman. Það skipti miklu að við misstum þá aldrei langt fram úr okkur. Við kláruðum þetta í síðari hálfleik og ég er bara mjög sáttur,“ sagði Ólafur Ólafsson leikmaður Grindavíkur eftir sætan sigur heimamanna gegn ÍR í 20.umferð Dominos-deildar karla í körfuknattleik í kvöld. Stuðningsmannasveit ÍR, Ghetto-Hooligans, mætti seint til Grindavíkur í kvöld en þegar þeir komu þá gerðu þeir það með látum. Þegar heimamenn náðu síðan áhlaupi í seinni hálfleik kviknaði heldur betur í stúkunni þeim megin og stemmningin í kvöld var frábær. „Þetta var bara gaman. Það eru alltaf læti hjá ÍR-ingunum og ég vil nota tækifærið og þakka þeim kærlega fyrir að kveikja í mér. Þeir sögðu að ég gæti ekki hitt þannig að ég ákvað að setja eitt í smettið á þeim og þannig byrjaði þetta.“ „Svona á þetta að vera og þetta er alltaf svona hjá ÍR-ingum. Þeir eru búnir að vera með úrslitakeppnisáhorfendur allt tímabilið. Þetta var ógeðslega gaman.“ Ólafur lenti í rimmu við Sveinbjörn Claessen í síðari hálfleiknum eftir atvik á milli Sveinbjörns og Ingva Guðmundssonar. Ólafur hljóp yfir hálfan völlinn á eftir ÍR-ingnum reynda og var allt annað en sáttur. „Hann setur hausinn eitthvað í höfuðið á Ingva og ég er bara að bakka minn liðsfélaga upp. Ef einhverjir eru að kýtast í þeim þá þurfa þeir að fara í gegnum mig fyrst og ég ætla bara að sjá til þess að hann vissi að hann væri á okkar heimavelli. Hann uppskar óíþróttamannslega villu og það var bara virkilega vel gert hjá dómurunum. Ég hefði alveg getað fengið tæknivillu en fékk það sem betur fer ekki,“ sagði Ólafur að lokum en sigurinn gerir það að verkum að Grindavík og Njarðvík eru nú jöfn að stigum í 5.-6.sæti deildarinnar.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15 Mest lesið Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Körfubolti Dagskráin í dag: Stórleikur í enska og NFL á fullt Sport Guðmundur Guðjónsson tekur við ÍR á ný Íslenski boltinn Íslandsmetin falla í bunkum á Íslandsmótinu í sundi Sport Hvetur Napólí til að sækja óánægðan Mainoo Fótbolti Sjáðu Messi skjóta Inter Miami áfram í fyrsta sinn Fótbolti Íslenskan mesta eftirsjáin: „Tala hana mest fullur niðri í bæ“ Íslenski boltinn „Fæ meira borgað fyrir fyrsta bardagann en flestir fá yfir allan ferilinn“ Sport „Hallærislegasta smjaður sem íþróttaheimurinn hefur nokkurn tíma séð“ Fótbolti Þungt Evrópukvöld á Ásvöllum Handbolti Fleiri fréttir Maddie Sutton í sögubækurnar í fámennum hóp Martin stigahæstur með tvöfalda tvennu Keflvíkingar bæta framherja frá Slóveníu í hópinn NBA vill koma deild í Evrópu á koppinn Leikmaður ÍA búinn á því í upphitun Uppgjör: Grindavík - Keflavík 104-92 | Ekkert stöðvar Grindvíkinga Óli Óla: Við getum alveg eins hrokkið upp af á morgun Uppgjörið: Ármann - Tindastóll 77-110 | Tindastóll of stór biti fyrir Ármann Varð sá hávaxnasti í sögunni Tvítug körfuboltakona með tímamótafjárfestingu Ingibergur hættir sem formaður: „Miklar tilfinningar innra með mér“ „Verður kannski mest krefjandi fyrir börnin mín“ „Þarf ekki að láta aðra segja mér hvort að liðið sé nógu gott“ Uppgjörið: Njarðvík - Stjarnan 101-105 | Langþráður sigur Íslandsmeistarana ÍA - Valur 81-83 | Grátlegt tveggja stiga tap á nýjum heimavelli Þór Þ. - ÍR 100 - 98 | Fyrsta sigrinum fagnað í Þorlákshöfn Uppgjörið: Álftanes - KR 108-89 | Stórsigur gegn vængbrotnu liði Banninu aflétt og Bretland mun mæta Íslandi Sá húsið sitt brenna til kaldra kola „Ha, átti ég metið?“ Rebekka Rut nýliði í fyrsta landsliðshóp Salminen Uppgjörið: KR - Grindavík 68-85 | Gestirnir á toppinn Valskonur niðurlægðu Íslandsmeistarana Tryggvi með flest fráköst í Evrópusigri Sjaldgæf 30-20-10 þrenna í Síkinu í gær Sömu félög að spila í tveimur íþróttum í sama húsinu á sama tíma Kristófer Acox kallar sig glæpamann Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Sjá meira
Umfjöllun: Grindavík - ÍR 95-89 | Grindavíkursigur í mögnuðum leik Grindavík vann magnaðan sigur á ÍR í Grindavík í kvöld í 20.umferð Dominos-deildar karla. ÍR leiddi nær allan leikinn en frábær lokaleikhluti hjá Grindavík færði þeim sex stiga sigur, 95-89. 1. mars 2018 22:15