Geðheilbrigðismál í fangelsum eru í rúst Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 2. mars 2018 08:00 Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 VÍSIR/VILHELM „Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira
„Það er búið að gera ýmsar skýrslur, úttektir, greinargerðir og annað sem nauðsynlegt var að gera. Fyrir liggur að óháðir eftirlitsaðilar, innlendir sem erlendir, hafa ítrekað gert alvarlegar athugasemdir við heilbrigðisþjónustu og sérstaklega geðheilbrigðisþjónustu fanga,“ segir Páll Winkel, forstjóri Fangelsismálastofnunar, og bætir við: „Í mínum huga er næsta skref einfalt. Það þarf að skilgreina heilbrigðisþjónustuna, það þarf að fjármagna hana og veita hana.“ Málefni geðsjúkra fanga hafa komið ítrekað til umræðu í samfélaginu á undanförnum áratug vegna manneklu í fangelsum og skorts á þjónustu; vegna þroskaskertra fanga sem vistaðir eru í fangelsum, einangrunarvistar geðsjúkra fanga í fangelsum vegna skorts á öðrum úrræðum og tíðra sjálfsvíga en níu einstaklingar hafa stytt sér aldur í fangelsum landsins á undanförnum tuttugu árum. Enginn geðlæknir hefur starfað í fangelsum landsins frá árinu 2013 þegar geðlæknirinn á Litla-Hrauni sagði starfi sínu upp vegna óánægju með hvernig staðið var að geðheilbrigðisþjónustu fyrir fanga. Ríkisendurskoðun hefur ítrekað beint þeim tilmælum til stjórnvalda að móta þurfi heildarstefnu um málefni geðsjúkra fanga, fyrst í skýrslu um skipulag og úrræði í fangelsismálum árið 2010, svo með ítrekunum árin 2013 og 2016. Stofnunin hefur bent á að nánast útilokað hafi verið að fá langtímainnlögn fyrir geðsjúka fanga á geðsviði Landspítala og þörfum þeirra hafi ekki verið mætt með viðeigandi hætti. Þá fái fangar með geðræn vandamál oft ekki geðmat vegna þess hve kostnaðarsamt það sé.Umboðsmaður Alþingis hefur lýst því viðhorfi að vistun geðsjúkra manna í fangelsi kunni að brjóta gegn ákvæðum stjórnarskrár og Mannréttindasáttmála Evrópu. Í kjölfar frumkvæðisathugunar um aðstæður fanga á Litla-Hrauni vorið 2013 sagði umboðsmaður að gera þyrfti viðhlítandi ráðstafanir án tafar til að „koma geðheilbrigðisþjónustu í fangelsinu á Litla-Hrauni í það horf að ekki leiki vafi á því að þeir fangar, sem þess þurfa, njóti þeirrar umönnunar sem þeir eiga rétt á samkvæmt stjórnarskrá og lögum og við aðstæður sem samrýmast ástandi þeirra og þörfum.“ Á sama ári beindi Evrópunefnd gegn pyndingum mjög áþekkum tilmælum til stjórnvalda í kjölfar heimsóknar sinnar til Íslands. Í sérstakri umræðu um málefni geðsjúkra fanga á Alþingi í mars 2015, sagði þáverandi innanríkisráðherra Ólöf Nordal að það væri verið að setja kraft í þá vinnu að leita úrræða fyrir þessa einstaklinga „til dæmis með því að tryggja aðgengi geðsjúkra fanga að geðheilbrigðisþjónustunni […] Við höfum jafn miklar áhyggjur af því og aðrir, það er auðvitað ástand sem ekki er viðunandi og á því þurfum við að finna lausn.“Unnið að fullnustuáætlun Málefni fanga voru aftur rædd á Alþingi í mars 2017. Þá vék Sigríður Andersen dómsmálaráðherra að starfshópi sem falið hefði verið að fjalla um málefni geðsjúkra fanga. „Starfshópurinn hefur ekki lokið störfum, en vinna stendur yfir við gerð fullnustuáætlunar sem vonast er til að ljúki störfum á næstu vikum,“ sagði ráðherra og lét þess getið að áætlunin yrði kynnt í þinginu á árinu 2017.“ Fullnustuáætlun hefur enn ekki verið kynnt og er enn unnið að henni, segir í svari dómsmálaráðuneytisins við fyrirspurn Fréttablaðsins en ekki er vitað hvenær þeirri vinnu verður lokið. Þá segir einnig að gert sé ráð fyrir aukinni sálfræðiþjónustu í fangelsum í fjármálaáætlun 2018 til 2022. Ekki er gert ráð fyrir sérstöku fjármagni vegna þess. „Ég hyggst fara yfir málið með dómsmálaráðherra,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra í samtali við Fréttablaðið. Ekki er vikið að málefnum fanga í geðheilbrigðisáætlun sem samþykkt var á Alþingi 2016 en í svari velferðarráðuneytisins við fyrirspurn blaðsins kemur fram að stefnt sé að því að geðheilsuteymi verði komin til starfa um allt land fyrir árið 2020 og eigi þau að sinna öllum landsmönnum, föngum þar á meðal. Fangar eigi lögum samkvæmt að njóta sambærilegrar heilbrigðisþjónustu og aðrir landsmenn.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Mest lesið Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Innlent Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Innlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Innlent Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Innlent Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Erlent Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Innlent Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Innlent Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Innlent „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ Innlent Fleiri fréttir Þýskur herforingi í heimsókn á Íslandi Mannekla hjá lögreglu engin afsökun fyrir fyrningu mála Skoða hvort hægt sé að beita Ísrael refsiaðgerðum Gufunesmálið, Mannréttindadómstóll Evrópu og Sjálfstæðisflokkur stærstur í borginni Móðir um sakborning: „Matthías er blíður og góður“ Sjálfstæðisflokkurinn aftur orðinn stærstur í borginni Ríkið braut á konu með því að láta mál hennar fyrnast Ekkja hins látna: „Hann var enginn barnaperri“ Metaregn í hlýindum á Íslandi Miklir vatnavextir og Fjallabak illfært flestum bílum Alvarlegt hversu mörg börn skorti samkennd Ísland gat ekki gert losunarmarkmið ESB að sínu Skjálfti við Húsavík Byssan reyndist leikfang „Það er sú aðgerð sem mun hraðast slá á þetta misræmi“ „Nokkur fjöldi“ ísjaka 16 kílómetrum frá Tröllaskaga „Ég segi bara að þögn er sama og samþykki“ „Unglingadrykkjan virðist vera orðin norm“ Staðan ekki alvarleg í Haukadalsá Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður að virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Sjá meira