Alfreð í öðru sæti í kjörinu á íþróttamanni ársins í Augsburg Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 2. mars 2018 16:00 Alfreð Finnbogason. Vísir/Getty Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017. HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira
Alfreð Finnbogason var nálægt því að vera kosinn íþróttamaður ársins í Augsburg en hann vann lið ársins með félögum sínum í FC Augsburg liðinu. Kjörið var kynnt með athöfn í gærkvöldi. Alfreð tapaði fyrir kanóræðaranum Sideris Tasiadis sem er fæddur í Augsburg og varð Evrópumeistari í sinni íþrótt á árinu 2017. Þriðji í kjörinu var síðan þríþrautarmaðurinn Roman Deisenhofer. „Ég er mjög sáttur með að fá svona viðurkenningu en ég er líka stoltur að vera hluti af liðinu sem var kosið lið ársins,“ sagði Alfreð í viðtali við heimasíðu FC Augsburg. Alfreð var eins og kunnugt er hluti af liði ársins hér heima á Íslandi en knattspyrnulandslið karla var kosið lið ársins á Íþróttamanni ársins.Tolle Auszeichnung: Der #FCA wurde zu Augsburgs "Mannschaft des Jahres" gewählt, @A_Finnbogason wurde bei der Wahl zum "Sportler des Jahres" Zweiter. Danke, wir freuen uns sehr darüber! pic.twitter.com/TanKZ2hoG4 — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 2, 2018 Kanóræðarar unnu tvöfalt í ár því Ricarda Funk var kosin íþróttakona ársins. Hún hafði betur á móti hnefaleikakonunum Nikki Adler og Christina Ruprecht. Íshokkíliðið Augsburger Panther hefur unnið verðlaunin fyrir lið ársins í Augsburg undanfarin ár en nú hafði fótboltalið borgarinnar betur. Eins og hér heima eru það íþróttablaðamenn sem kjósa en til greina koma allir þeir íþróttamenn sem eru frá Augsburg eða keppa fyrir félag frá Augsburg.Der #FCA wurde zu Augsburgs Mannschaft des Jahres gewählt, @A_Finnbogason wurde Zweiter bei der Wahl zum Sportler des Jahres. Herzlichen Glückwunsch! pic.twitter.com/bOr03uRs3R — FC Augsburg (@FCAugsburg) March 1, 2018 Alfreð Finnbogason er að glíma við meiðsli þessa dagana og því ekki að spila með liði Augsburg. Hann átti hinsvegar mjög gott ár 2017 með liðinu og er enn í hópi markahæstu leikmanna þýsku deildarinnar. Alfreð skoraði 11 mörk í 16 deildarleikjum fyrir áramót á þessu tímabili og 2 mörk í 7 deildarleikjum eftir áramót á tímabilinu á undan. Hann var því með 13 deildarmörk í 23 leikjum á árinu 2017.
HM 2018 í Rússlandi Þýski boltinn Mest lesið Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Fótbolti Nuno rekinn frá Forest Enski boltinn Reif gjallarhornið úr höndum stuðningsmanns eftir fúkyrðaflaum Handbolti Segir að treyja Man United sé þung byrði Enski boltinn Postecoglou að taka við Forest Enski boltinn Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Fótbolti „Saga sem verður sögð síðar“ Fótbolti Blaðamenn fleiri en Íslendingar Fótbolti Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Fótbolti Dagskráin í dag: Strákarnir okkar í París, lærisveinar Heimis og England í Serbíu Sport Fleiri fréttir Blaðamenn fleiri en Íslendingar María flutt heim til Noregs eftir áfallið í Frakklandi „Við getum ekkert verið litlir“ Postecoglou að taka við Forest „Saga sem verður sögð síðar“ Landsliðsþjálfari Frakka brýnir fyrir sínum leikmönnum að vanmeta ekki strákana okkar Nuno rekinn frá Forest Þurfti þrjú spor eftir árekstur við rútu landsliðsins Tvívegis hent frá sér tveggja marka forystu í Frakklandi Segir að treyja Man United sé þung byrði Svíþjóð fetaði í fótspor Íslands og tapaði í Kósovó Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Sjá meira