Kvartar til umboðsmanns og óskar rökstuðnings ráðherra Hersir Aron Ólafsson skrifar 2. mars 2018 14:00 Jónas Jóhannsson var skipaður héraðsdómari í Reykjavík og á Vestfjörðum árin 1991-2011 en hefur síðan þá starfað sem lögmaður. vísir/anton brink Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni. Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira
Hæstaréttarlögmaður og fyrrum héraðsdómari með um 20 ára dómarareynslu hefur óskað eftir rökstuðningi frá dómsmálaráðherra vegna nýlegrar skipunar í Héraðsdóm Reykjavíkur. Hann hefur einnig sent kvörtun til umboðsmanns Alþingis vegna vinnubragða sérstakrar hæfisnefndar, sem hann telur ómálefnaleg. Hæstaréttarlögmaðurinn Jónas Jóhannsson var einn umsækjenda um embætti héraðsdómara í Reykjavík sem auglýst var í nóvember. Jónas hefur um 20 ára reynslu af dómstörfum við héraðsdómstóla víða um land, og var m.a. dómstjóri um tíma. Jónas hlaut hins vegar ekki náð fyrir augum sérstakrar dómnefndar um umsækjendur, heldur var Arnaldur Hjartarson, aðstoðarmaður dómara við EFTA dómstólinn einn metinn hæfastur. Í bréfi sínu til ráðherra ítrekar Jónas að hann efist ekki um hæfi Arnaldar, sem á m.a. glæstan náms- og starfsferil að baki innan lands sem utan. Hann bendir aftur á móti á að Arnaldur hafi aðeins setið sem settur héraðsdómari í um þrjá mánuði fyrir nokkru síðan, á móti um 20 ára reynslu Jónasar.Hæfari en tveir dómarar við Landsrétt Þetta er ekki í fyrsta skipti sem hæfisnefnd gengur fram hjá Jónasi, en við skipun í Héraðsdóm Reykjavíkur um síðustu áramót var hann ekki talinn meðal átta hæfustu umsækjenda, þrátt fyrir að hafa mesta dómarareynslu hópsins.Frétt Vísis: Hæstaréttarlögmaður gáttaður á vinnubrögðum dómnefndarÍ mati nefndarinnar var m.a. tíundað að minna tillit skyldi taka til dómstarfa hans í ljósi þess að nokkur ár væru liðin síðan hann söðlaði um og fór í lögmennsku. Þá voru lögmannsstörf hans metin minna en annarra þar sem hann hefði að hluta til unnið í fjarvinnu frá Brussel, auk þess sem hann hefði gjarnan sætt mál frekar en að reka þau fyrir dómstólum. Við umdeilda skipun fimmtán dómara í Landsrétt í fyrra var Jónas enn fremur talinn tuttugasti hæfasti umsækjandinn af alls 33. Þegar Sigríður Andersen dómsmálaráðherra vék frá mati dómnefndar um fimmtán hæfustu og valdi sjálf fjóra umsækjendur í störfin valdi hún hins vegar m.a. þau Ragnheiði Bragadóttur og Jón Finnbjörnsson, sem voru númer 23 og 30 á listanum, aftar en Jónas.Frétt Vísis: Úr fallsæti hjá hæfisnefnd í dómarasæti hjá ráðherraJónas óskar því ítarlegs rökstuðnings frá Sigríði um hvernig hann geti talist hæfari en tveir skipaðir landsréttardómarar, en samt ekki hæfastur í héraðsdómaraembættið sem Arnaldur var valinn í. Hann hefur einnig sent kvörtun til Umboðsmanns Alþingis vegna þeirrar útreiðar sem hann hefur fengið hjá hæfisnefndinni.
Mest lesið „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Innlent Tenerife-veður víða á landinu Innlent „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Innlent Trump segir Pútín hafa komið sér á óvart Erlent Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen Innlent „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Innlent Uppgröftur að hefjast þar sem allt að 800 börn voru jarðsett Erlent Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Innlent Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum Innlent „Tæknivilla“ hafi valdið árás á fólk sem var að sækja sér vatn Erlent Fleiri fréttir „Við höfum varað við ástandinu árum saman“ Tenerife-veður víða á landinu Þrjú mál á dagskrá á síðasta þingfundinum „Þeir eru að gera svona hluti sem maður myndi bara sjá í bíómyndum“ Fagna áttatíu ára afmæli millilandaflugs Íslendinga Mótmæla heimsókn Ursulu von der Leyen „Langþreytt á að það séu boðaðir fundir þegar eitthvað kemur upp á“ Leita logandi ljósi af nýju svæði undir kirkjugarð á Selfossi Greindist með MND 27 ára: „Lífið er of stutt til að vera neikvæður“ Barátta við illvígan sjúkdóm, furðuleg uppátæki fanga og svakalegar hitatölur Maðurinn sem var stunginn í Mjóddinni liggur enn þungt haldinn Gámurinn á bak og burt Velti bílnum út í sjó í Súgandafirði „Eini rasisminn sem ég hef upplifað á Íslandi er frá lögreglunni“ Tókust á um veiðigjöld og þinglok Gámur á akrein hringtorgs í Hveragerði Þurfi að bæta skráningu ofbeldisbrota gegn fangavörðum Ursula von der Leyen kemur til Íslands Formenn takast á, fangelsismál og Trump á völlinn Ekki farið fram á gæsluvarðhald yfir fimmmenningunum Ingi Garðar er Reykvíkingur ársins Kallaði Kristrúnu „Trump okkar Íslendinga“ Kristrún og Guðrún mætast í Sprengisandi Flestir ánægðir með Kristrúnu en fæstir Ingu Fundu kannabisplöntur við húsleit Dettifoss komið til hafnar Mörg hundruð börn hittist og drekki sig full í sumarpartýum Ofbeldi í garð fangavarða eykst Hnífstungumaður úrskurðaður í gæsluvarðhald Fjögur mál kláruð fyrir þingslit: „Skynsamleg lúkning sem forseti leggur til“ Sjá meira