Yfirvofandi sveitastjórnarkosningar verða áberandi og framtíðarsýn Samfylkingarinnar á sveitarstjórnarstigi sem og á landsvísu verður sett fram og ný málefnastefna samþykkt.
Klukkan 17 má heyra Loga Einarsson, formann Samfylkingarinnar, flytja setningarræðu Landsfundarins. Eftir það verður kjöri formanns Samfylkingarinnar lýst en að því loknum mun Dagur B. Eggertsson borgarstjóri ávarpa fundinn og kynna áherslur Samfylkingarinnar fyrir borgarstjórnarkosningarnar í vor.
Fylgjast má með fundinum í spilaranum hér fyrir neðan: