Víkingur íhugar að kæra Óla Jó fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar Anton Ingi Leifsson skrifar 2. mars 2018 17:00 Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum.Ólafur sagði meðal annars í viðtalinu að samið hafði verið um úrslitin í leik milli Víkings og Völsungs 2013 sem varð til þess að Víkingur fór upp í úrvalsdeildina á kostnað Hauka, þar sem Ólafur var þjálfari á þeim tíma. „Þetta er gífurlega alvarlegt mál. Þessi orð eru stór orð og það er verið að saka okkur um svindl. Hann skilur alla eftir í súpunni, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar,” sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Það er með ólíkindum að þjálfari Íslandsmeistara Vals, þjálfari sem litið er upp til. Maður skilur ekki hvað honum gengur til,” en aðspurður um afhverju Ólafur fari þessa leið svarar Haraldur: „Ég hef ekki hugmynd um það. Þessi úrslit vöktu mikla athygli á sínum tíma. Það var allt í upplausn á Húsavík á þessum tíma og þeir fengu svakalegan skell í þessum leik. Við munum ekki sitja undir þessum orðum Óla.”Sjá einnig:Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins „Við gefum honum kost á að stíga fram og biðjast afsökunar, en geri hann það ekki þá má hann búast við því að við förum lengra með málið. Þetta er það alvarlegt,” en hvað meinar Haraldur með að fara lengar með málið? „Þetta eru bara meiðyrði. Það kemur alveg til greina að kæra hann fyrir það. Þetta eru alvarlegustu ásakanir í íslenskum fótbolta fyrr og síðar. Víkingur eru 110 ára gamalt félag og við látum ekki bjóða okkur svona.” Allt innslagið úr Akraborginni má heyrast í glugganum efst í fréttinni. Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Brot úr viðtali Ólafs Jóhannessonar, þjálfara Vals, í samtali við Gunnlaug Jónsson, í þættinum Návígi á Fótbolti.net, hefur vakið mikla athygli og eftirmála. Nú íhuga Víkingar að kæra Ólaf fyrir meiðyrði biðjist hann ekki afsökunar á ummælum sínum.Ólafur sagði meðal annars í viðtalinu að samið hafði verið um úrslitin í leik milli Víkings og Völsungs 2013 sem varð til þess að Víkingur fór upp í úrvalsdeildina á kostnað Hauka, þar sem Ólafur var þjálfari á þeim tíma. „Þetta er gífurlega alvarlegt mál. Þessi orð eru stór orð og það er verið að saka okkur um svindl. Hann skilur alla eftir í súpunni, hvort sem það eru leikmenn, þjálfarar, stjórnarmenn, dómarar,” sagði Haraldur Haraldsson, framkvæmdarstjóri knattspyrnudeildar Víkings. „Það er með ólíkindum að þjálfari Íslandsmeistara Vals, þjálfari sem litið er upp til. Maður skilur ekki hvað honum gengur til,” en aðspurður um afhverju Ólafur fari þessa leið svarar Haraldur: „Ég hef ekki hugmynd um það. Þessi úrslit vöktu mikla athygli á sínum tíma. Það var allt í upplausn á Húsavík á þessum tíma og þeir fengu svakalegan skell í þessum leik. Við munum ekki sitja undir þessum orðum Óla.”Sjá einnig:Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins „Við gefum honum kost á að stíga fram og biðjast afsökunar, en geri hann það ekki þá má hann búast við því að við förum lengra með málið. Þetta er það alvarlegt,” en hvað meinar Haraldur með að fara lengar með málið? „Þetta eru bara meiðyrði. Það kemur alveg til greina að kæra hann fyrir það. Þetta eru alvarlegustu ásakanir í íslenskum fótbolta fyrr og síðar. Víkingur eru 110 ára gamalt félag og við látum ekki bjóða okkur svona.” Allt innslagið úr Akraborginni má heyrast í glugganum efst í fréttinni.
Pepsi Max-deild karla Tengdar fréttir Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35 Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23 Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39 Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15 Mest lesið Víkingar rúlluðu KR-ingum upp Fótbolti Nauðgunardómurinn ógildur og Dani Alves er frjáls ferða sinna Sport Depay stóð á boltanum og slóst áður en hann lyfti titlinum Fótbolti Markasúpa í Mjólkurbikarnum Fótbolti Lét dóttur sína hlaupa þrátt fyrir að hún ætti erfitt með að anda Sport Breiðablik Lengjubikarmeistari eftir öruggan sigur á Þór/KA Fótbolti Segir að Schumacher sé ófær um að tala: „Staðan er mjög sorgleg“ Formúla 1 Andri Már markahæstur en Ýmir hafði betur í Íslendingaslagnum Handbolti Aldís Ásta og félagar í lykilstöðu eftir stórsigur Handbolti Þóra og Ægir best en engin verðlaun í Skagafjörð Körfubolti Fleiri fréttir Frumraun Gylfa í beinni í kvöld „Mér finnst þeir geta farið í báðar áttir“ Besta-spáin 2025: Meðvindur þrátt fyrir mótbyr Sænska stórveldið keypti Ísabellu Söru Grindvíkingar sækja um í hamfarasjóð UEFA Heimi finnst aldursumræðan algjörlega galin Ný treyja KR kynnt með pompi og prakt „Þetta er veikara lið“ Besta-spáin 2025: Leiðin orðin grýttari „Mjög krefjandi tímabil framundan“ „Lærir með hverju árinu hvað maður á að hlusta á og hvað ekki“ Besta-spáin 2025: Ætla að brosa aftur í mótslok Aftur hefur KR leik í Laugardalnum Nýi markvörður KA kom snemma inn af bekknum í fyrsta leik Ísabella Sara sögð á leið til Rosengård Besta auglýsing Aftureldingar: „Þetta er enginn helvítis Pizzabær“ „Veturinn eins og best verður á kosið“ Besta-spáin 2025: Í túninu heima Víkingar framlengja við „besta markmanninn í Bestu deildinni“ Þór/KA vann í vítaspyrnukeppni og mætir Breiðabliki í úrslitaleik LUÍH: Heimir var um 90 mörkum frá 100 marka veggnum Strákar á Selfossi söfnuðu fé fyrir jafnaldra sinn í HK „Búnir að missa of marga af þessum heimastrákum“ Besta-spáin 2025: Drepþreyttir á deildaflakkinu Gísli Laxdal snýr heim á Skagann „Ég lét menn aðeins heyra það í hálfleik“ Sjáðu mörkin sem tryggðu Val Lengjubikarinn Uppgjörið: Fylkir - Valur 2-3 | Endurkoma og Valur vann Lengjubikarinn Andrea skaut Blikum áfram í úrslitaleikinn Pedersen framlengir við Val Sjá meira
Víkingur R. kvartaði til KSÍ yfir ummælum Óla Jó Víkingur R. hefur lagt inn kvörtun til Knattspyrnusambands Íslands vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar um leik Víkings R. og Völsungs í 1. deildinni árið 2013. 1. mars 2018 17:35
Hrannar svarar Óla Jó: „Þetta er kjaftæði“ Hrannar Björn Steingrímsson segir Ólaf Jóhannesson vera að fara með algjöra þvælu þegar hann heldur því fram að eitthvað gruggugt hafi verið á baki sigri Víkings R. á Völsungi árið 2013. 1. mars 2018 17:23
Víkingar senda frá sér yfirlýsingu Knattspyrnudeild Víkings sendi í kvöld frá sér yfirlýsingu vegna ummæla Ólafs Jóhannessonar í hlaðvarpsþættinum Návígi á Fótbolta.net í dag. 1. mars 2018 20:39
Ólafur um 16-0 leikinn: Það var samið um úrslit leiksins Segir að það hafi verið óeðlileg úrslit í næstefstu deild þegar Víkingur vann Völsung, 16-0. 1. mars 2018 15:15