Byssumaðurinn handtekinn eftir sólarhringsleit Kristín Ólafsdóttir skrifar 3. mars 2018 09:11 James Eric Davis yngri er grunaður um að hafa myrt foreldra sína. Vísir/AFP Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað. Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Lögregla í Michigan-ríki í Bandaríkjunum hefur handtekið karlmann sem grunaður er um að hafa skotið foreldra sína til bana á heimavist Central Michigan-háskólans í gær. Lögregla leitaði árásarmannsins í sólarhring. Lögregla hafði hendur í hári hins 19 ára James Eric Davis Jr. eftir að ábending barst frá farþega í lest sem átti leið í gegnum svæðið við háskólann, að því er fram kemur í frétt Reuters. Davis Jr. er grunaður um að hafa skotið foreldra sína, þau James Eric Davis eldri og Diva Davis, til bana á fjórðu hæð Campbell Hall-heimavistarinnar í gærmorgun að bandarískum tíma. Þingmaðurinn Emanuel Chris Welch birti mynd af Davis eldri, sem hafði starfað sem lögreglumaður, og vottaði aðstandendum hjónanna samúð sína. Í tístinu sagði að Davis-hjónin hefðu verið til heimilis í grennd við Chicago-borg í Illinois-ríki.The shooting at Central Michigan University today strikes close to home. A sad day in Bellwood and across the 7th District. My sincerest condolences go out to the family of Bellwood Police Officer James Davis Sr. and his wife who were shot and killed this morning. May they RIP. pic.twitter.com/B0cykAxFVv— Emanuel Chris Welch (@RepChrisWelch) March 2, 2018 Í frétt BBC kom fram að lögreglan hafði einhver afskipti af James Eric yngri kvöldið fyrir árásina og var hann í kjölfarið lagður inn á sjúkrahús. Innlögnin er talin hafa tengst fíkniefnum. Hann útskrifaðist af sjúkrahúsinu nokkrum klukkustundum fyrir skotárásina en foreldrar hans voru á heimavistinni í gær að sækja hann þar sem vorfrí nemenda var að hefjast. Byssur eru ekki leyfðar á skólasvæðinu og fékk almenningur á svæðinu þau tilmæli að halda sig innandyra á meðan byssumannsins var leitað.
Bandaríkin Skotárásir í Bandaríkjunum Tengdar fréttir Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38 Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23 Mest lesið „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Innlent Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Innlent Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Innlent Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Innlent Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Erlent Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Innlent Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Innlent Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Innlent Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum Innlent Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Innlent Fleiri fréttir Kynna umfangsmiklar breytingar á stuðningi við hælisleitendur Bílstjóri strætisvagnsins laus úr haldi Um hundrað slösuðust og tuttugu voru handtekin á mótmælum í Mexíkó Segist hafa fengið fjölda hótana eftir að Trump hætti að styðja hana Ætlar að lögsækja BBC þrátt fyrir afsökunarbeiðni Árekstur rútu rannsakaður sem manndráp af gáleysi Árásir á lestarkerfi Úkraínu hafi þrefaldast Hætta notkun metanhemjandi íblöndunarefnis Rannsaka tengsl Epstein við Clinton Þrír látnir eftir að rútu var ekið á biðskýli Sprengdu næst stærstu olíudælustöð Rússlands Sautján ára og í leit að peningum fyrir spöngum „Þeir sem leika sér að eldinum munu brenna upp til agna“ Rufu einangrun jaðarhægrisins til að afnema umhverfisreglur Enginn ákærður eftir umdeilt þrjú hundruð manna áhlaup Átján ára látnir svara spurningalista um hæfni þeirra til herþjónustu Vilja ekki feita innflytjendur Embættismenn hafa áhyggjur af sölu F-35 herþota til Sádi Arabíu BBC biður Trump afsökunar en hafnar bótakröfu Eldar í nær öllum hverfum eftir árásir Rússa á Kænugarð Óttast að Úkraínumenn verji Pokrovsk of lengi „Áratugur er ekki langur tími fyrir þá sem lifðu af“ „Ég er sá sem getur fellt hann“ Leiðtogi AfD segir Rússa ekki ógna Þýskalandi en varar við Pólverjum Minnast þess að tíu ár eru frá hryllingnum í París Lætur ráðherra fjúka vegna umfangsmikils spillingarmáls Alríki fjármagnað út janúar 2026 Stríð Trumps við fjölmiðla teygir sig yfir Atlantshafið Vörpuðu milljörðum erfðabreyttra fræja yfir akra Afganistan Sagði Trump hafa varið klukkustundum með fórnarlambi sínu Sjá meira
Byssumaðurinn skaut foreldra sína til bana á heimavistinni Tveir létust eftir skotárás í Michigan í dag. 2. mars 2018 20:38
Tveir látnir í skotárás í Michigan Tveir eru látnir eftir að árásarmaður hóf skothríð við Central Michigan-háskólann í Michigan-ríki í Bandaríkjunum. 2. mars 2018 16:23