Stjórnvöld enn á „gulu ljósi“ að mati Gylfa Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2018 18:45 Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannafundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. „Ég held að þessi niðurstaða á miðvikudaginn sé ekki syndaaflausn fyrir þessa aðila, þeir eru enn þá á gulu ljósi, gula spjaldið er enn þá uppi og ef það verður ekki einhver breyting á þessu hátterni og ef stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð á þessu þá ætla ég ekki að standa fyrir því að það mun þá koma í næstu lotu til talsverðrar hörku.” Gylfi Arnbjörnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Halldór Benjamín segir að ekki eigi að velja hörku og offors þegar friður er í boði. Eins og títt hefur verið rætt undanfarna daga skall hurð nærri hælum á miðvikudaginn þegar formannafundurinn samþykkti naumlega að segja ekki upp gildandi kjarasamningum við SA og munu kjarasamningar því gilda til ársloka. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Gylfi segir að sú óánægja og gremja sem ríkir núna beinist að mörgu leyti að stjórnvöldum. Hann segir að óánægjan felist að miklu leyti í því að fólk í landinu upplifi mjög aukna misskiptingu og að svokallaðar „ofurlaunagreiðslur“ hleypi illu blóði í fólk. Þá segir hann að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum til að stíga fastar inn. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að það sé erfitt að standa í deilum við ASÍ þegar reiðin beinist ekki að atvinnurekendum nema að mjög litlu leyti. „Frá mínum bæjardyrum séð er grunnurinn og tilgangurinn með þessu bixi okkar öllu saman er sá að bæta lífskjör fólksins í landinu og það hefur tekist á miklu skilvirkari máta heldur en nokkur hefði getað séð fyrir fyrir þremur árum,“ segir Halldór. Hann segir að hann sé þeirrar skoðunar að verkefnið fram undan sé fyrst og fremst að verja þá góðu stöðu sem náðst hefur. „Stundum er besta leiðin að fara rólega fram og reyna að verja það sem þegar hefur áunnist, ég held að það sé eina skynsamlega leiðin á næstunni,” segir Halldór.Málið hefði farið fyrir Félagsdóm Halldór útilokar það ekki að málið hefði farið Félagsdóm ef staðan hefði verið á hinn veginn, það er ef 28 formenn hefðu viljað segja upp samningum og 21 hefði viljað halda þeim.Hefðuð þið þá látið reyna á það fyrir Félagsdómi hvort þeir hefðu leyfi til þess að segja samningnum upp einhliða?„Við töluðum mjög skýrt í aðdraganda þessa og ég ætla ekki að útiloka að það hefði verið raunin. Ég held að það hefði verið misráðin niðurstaða því þá hefði þessi hækkun lágmarkslauna úr 280 í 300 þúsund, sem var ein aðal krafan í síðustu kjarasamningum þá hefði hún fallið niður og að sama skapi þessi þrjú prósent launahækkun sem launþegar mega vænta núna 1. maí hefði einnig fallið niður. Ég les landið þannig að það hefur verið ríkur vilji hjá launþegum að ná fram þessum hækkunum. Við megum ekki gleyma því að verkalýðshreyfingin heilt yfir hefði þá núna í mars þurft að fara að setja saman kröfugerð og undirbúa viðræður við SA og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hópar hringinn í kringum landið hefðu einfaldlega ekki verið tilbúnir í þá vinnu,” segir Halldór og bætir við að mikilvægara sé að nýta næstu mánuði til að undirbúa kjaraviðræður. Gylfi er sammála Halldóri um að málið hefði líklega farið fyrir Félagsdóm. „Við gerðum alveg ráð fyrir því að það gæti komið til þess að þetta mál færi fyrir Félagsdóm og það yrði bara svo að vera því það er eina lausnin á svona, að leita til þess dómstóls sem vinnumarkaðurinn hefur og leita þá álita á því hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér,” segir Gylfi. Þá sagði hann að hann hafi gert sínu baklandi grein fyrir því að það kynni að koma til þess. „Þegar það er þannig að okkar félagsmenn geta ekki byggt upp eðlilegt líf á þeim kjörum sem þeim er skammtað í lægstu launum, þá verður að halda áfram að vinna með það viðfangsefni. Nú kann það vel að vera að lausn á því vandamáli verði kannski meira að sækja á stjórnvöld.” Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
Gylfi Arnbjörnsson forseti ASÍ segir að stjórnvöld séu enn á „gulu ljósi“ þrátt fyrir niðurstöðu atkvæðagreiðslu formannafundar aðildarfélaga ASÍ á miðvikudag. „Ég held að þessi niðurstaða á miðvikudaginn sé ekki syndaaflausn fyrir þessa aðila, þeir eru enn þá á gulu ljósi, gula spjaldið er enn þá uppi og ef það verður ekki einhver breyting á þessu hátterni og ef stjórnvöld axla ekki sína ábyrgð á þessu þá ætla ég ekki að standa fyrir því að það mun þá koma í næstu lotu til talsverðrar hörku.” Gylfi Arnbjörnsson og Halldór Benjamín Þorbergsson framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins voru gestir Heimis Más Péturssonar í Víglínunni í dag. Halldór Benjamín segir að ekki eigi að velja hörku og offors þegar friður er í boði. Eins og títt hefur verið rætt undanfarna daga skall hurð nærri hælum á miðvikudaginn þegar formannafundurinn samþykkti naumlega að segja ekki upp gildandi kjarasamningum við SA og munu kjarasamningar því gilda til ársloka. 49 formenn greiddu atkvæði á fundinum þar sem 21 formaður vildi segja upp samningunum gegn 28 atkvæðum. Gylfi segir að sú óánægja og gremja sem ríkir núna beinist að mörgu leyti að stjórnvöldum. Hann segir að óánægjan felist að miklu leyti í því að fólk í landinu upplifi mjög aukna misskiptingu og að svokallaðar „ofurlaunagreiðslur“ hleypi illu blóði í fólk. Þá segir hann að ekki sé nægur vilji hjá stjórnvöldum til að stíga fastar inn. Halldór Benjamín Þorbergsson segir að það sé erfitt að standa í deilum við ASÍ þegar reiðin beinist ekki að atvinnurekendum nema að mjög litlu leyti. „Frá mínum bæjardyrum séð er grunnurinn og tilgangurinn með þessu bixi okkar öllu saman er sá að bæta lífskjör fólksins í landinu og það hefur tekist á miklu skilvirkari máta heldur en nokkur hefði getað séð fyrir fyrir þremur árum,“ segir Halldór. Hann segir að hann sé þeirrar skoðunar að verkefnið fram undan sé fyrst og fremst að verja þá góðu stöðu sem náðst hefur. „Stundum er besta leiðin að fara rólega fram og reyna að verja það sem þegar hefur áunnist, ég held að það sé eina skynsamlega leiðin á næstunni,” segir Halldór.Málið hefði farið fyrir Félagsdóm Halldór útilokar það ekki að málið hefði farið Félagsdóm ef staðan hefði verið á hinn veginn, það er ef 28 formenn hefðu viljað segja upp samningum og 21 hefði viljað halda þeim.Hefðuð þið þá látið reyna á það fyrir Félagsdómi hvort þeir hefðu leyfi til þess að segja samningnum upp einhliða?„Við töluðum mjög skýrt í aðdraganda þessa og ég ætla ekki að útiloka að það hefði verið raunin. Ég held að það hefði verið misráðin niðurstaða því þá hefði þessi hækkun lágmarkslauna úr 280 í 300 þúsund, sem var ein aðal krafan í síðustu kjarasamningum þá hefði hún fallið niður og að sama skapi þessi þrjú prósent launahækkun sem launþegar mega vænta núna 1. maí hefði einnig fallið niður. Ég les landið þannig að það hefur verið ríkur vilji hjá launþegum að ná fram þessum hækkunum. Við megum ekki gleyma því að verkalýðshreyfingin heilt yfir hefði þá núna í mars þurft að fara að setja saman kröfugerð og undirbúa viðræður við SA og ég ætla að leyfa mér að fullyrða að hópar hringinn í kringum landið hefðu einfaldlega ekki verið tilbúnir í þá vinnu,” segir Halldór og bætir við að mikilvægara sé að nýta næstu mánuði til að undirbúa kjaraviðræður. Gylfi er sammála Halldóri um að málið hefði líklega farið fyrir Félagsdóm. „Við gerðum alveg ráð fyrir því að það gæti komið til þess að þetta mál færi fyrir Félagsdóm og það yrði bara svo að vera því það er eina lausnin á svona, að leita til þess dómstóls sem vinnumarkaðurinn hefur og leita þá álita á því hvor aðilinn hafi rétt fyrir sér,” segir Gylfi. Þá sagði hann að hann hafi gert sínu baklandi grein fyrir því að það kynni að koma til þess. „Þegar það er þannig að okkar félagsmenn geta ekki byggt upp eðlilegt líf á þeim kjörum sem þeim er skammtað í lægstu launum, þá verður að halda áfram að vinna með það viðfangsefni. Nú kann það vel að vera að lausn á því vandamáli verði kannski meira að sækja á stjórnvöld.”
Kjaramál Víglínan Tengdar fréttir Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00 Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00 SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00 Mest lesið Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Innlent Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Innlent Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Innlent Fljótagöng sett í forgang Innlent Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Innlent Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Innlent Ekkert verður af áttafréttum Innlent Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Innlent Vill alla Sómala á brott: „Landið ykkar er glatað og við viljum þá ekki í okkar landi“ Erlent Þorgerður mætt en söguleg fjarvera Rubio vekur furðu Erlent Fleiri fréttir Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Lýsa eftir átján ára Gauta Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Forsætisráðherra segir breytt plan ekki hygla neinum Fær ekki framlengingu í Borgó „þvert á allar hefðir“ Fjórir handteknir fyrir að smygla gríðarlegu magni fíkniefna Samgönguáætlun „gífurleg vonbrigði“ fyrir Múlaþing Skíthræddum unglingum ógnað af grímuklæddum gengjum Fljótagöng í forgang og Seðlabanki endurmetur greiðslubyrði Fangar fái von eftir afplánun Breytingar á Kristnesi: Þyngir róðurinn sem sé nú þegar verulega þungur Bein útsending: Hvatningarverðlaun ÖBÍ Fljótagöng sett í forgang Bein útsending: Kynna samgönguáætlun og stofnun innviðafélags Gervigreindin hughreysti ferðamann sem björgunarsveit kom til bjargar Sakar ráðherra um svik og kjördæmapot í samgönguáætlun Á fjórða hundrað erlendra fanga frá 56 löndum afplánað á Íslandi frá 2020 Tveir lokið störfum, tveir að hætta og tvö störf auglýst í dag Gera ráð fyrir 3,4 milljarða rekstrarafgangi A-hluta Handteknir við að sýsla með þýfi Vilja koma á óhollustuskatti Fjárlaganefnd upplýsir um næstu verkefni í vegagerð Þota hreinsaði nánast upp biðlista í Egilsstaðafluginu Lengsta goshléið frá upphafi hrinunnar Sjá meira
Ögurstund runnin upp á vinnumarkaði Kjarasamningar um 100 þúsund manns gætu orðið lausir í dag. Formannafundur ASÍ hefur lokaorðið í þeim efnum. 28. febrúar 2018 07:00
Ragnar segir niðurstöðuna skrifast á Gylfa Arnbjörnsson Formaður VR skýtur fast á forseta ASÍ í kjölfar niðurstöðu formannafundar í gær um að fella tillögu um að segja upp kjarasamningum. Niðurstaðan sé vantraust á forsetann sem hafi viljað sjá samninga halda þrátt fyrir atkvæði hans um 1. mars 2018 07:00
SA segir brýnast að standa vörð um kaupmátt Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir að nú sé mikilvægast að viðhalda þeirri kaupmáttaraukningu sem náðst hafi með núgildandi kjarasamningum. 28. febrúar 2018 19:00