Sjö sækjast eftir sæti í stjórn Icelandair Group Þórdís Valsdóttir skrifar 3. mars 2018 22:42 Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn. Vísir/Anton Brink Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group en kosið verður um stjórn félagsins á aðalfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn og fer kjörið fram með margfeldiskosningu. Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ómar Benediktsson forstjóri Farice, Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Viðskiptaráðs og Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel gefa kost ár sér, en þau eiga öll nú þegar sæti í stjórn félagsins. Þau þrjú sem ekki eiga sæti í stjórninni en gefa kost á sér fyrir komandi aðalfund eru Guðmundur Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir og Helga Viðarsdóttir. Guðmundur hefur starfað fyrir Google og er búsettur í Kaliforníu, Heiðrún er héraðsdómslögmaður og situr í stjórn Íslandsbanka, Olís og Símans. Helga Viðarsdóttir er stofnandi fyrirtækisins Spakurs, hún var áður framkvæmdastjóri IMIC Ísland og sat einnig í stjórn Vodafone.Tapaði 4,1 milljarði á síðasta ársfjórðungi Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta ársfjórðungi 2017 en tap félagsins var 4,1 milljarði króna á ársfjórðungnum. Þá var hagnaður félagsins árið 2017 3,9 milljarðar króna. Í kynningu sem send var Kauphöllinni í febrúar kemur fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi 2017 megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala. Icelandair Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Leggja til 750 milljóna króna arðgreiðslur hjá Icelandair 12. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Sjö einstaklingar gefa kost á sér til stjórnar Icelandair Group en kosið verður um stjórn félagsins á aðalfundi sem haldinn verður fimmtudaginn 8. mars næstkomandi. Samkvæmt samþykktum félagsins skal kjósa fimm í stjórn og fer kjörið fram með margfeldiskosningu. Úlfar Steindórsson forstjóri Toyota, Ómar Benediktsson forstjóri Farice, Katrín Olga Jóhannesdóttir stjórnarformaður Viðskiptaráðs og Ásthildur Margrét Otharsdóttir stjórnarformaður Marel gefa kost ár sér, en þau eiga öll nú þegar sæti í stjórn félagsins. Þau þrjú sem ekki eiga sæti í stjórninni en gefa kost á sér fyrir komandi aðalfund eru Guðmundur Hafsteinsson, Heiðrún Jónsdóttir og Helga Viðarsdóttir. Guðmundur hefur starfað fyrir Google og er búsettur í Kaliforníu, Heiðrún er héraðsdómslögmaður og situr í stjórn Íslandsbanka, Olís og Símans. Helga Viðarsdóttir er stofnandi fyrirtækisins Spakurs, hún var áður framkvæmdastjóri IMIC Ísland og sat einnig í stjórn Vodafone.Tapaði 4,1 milljarði á síðasta ársfjórðungi Afkoma Icelandair Group versnaði á síðasta ársfjórðungi 2017 en tap félagsins var 4,1 milljarði króna á ársfjórðungnum. Þá var hagnaður félagsins árið 2017 3,9 milljarðar króna. Í kynningu sem send var Kauphöllinni í febrúar kemur fram að tap á rekstri á síðasta ársfjórðungi 2017 megi meðal annars rekja til hækkunar á eldsneytisverði. EBITDA 2017 var 170,2 milljónir Bandaríkjadala, rúmir 17 milljarðar króna, samanborið við 219,8 milljónir Bandaríkjadala árið á undan. Um er að ræða um 23% lækkun á milli ára. EBITDA spá fyrir ári 2018 nemur 170-190 milljónum Bandaríkjadala.
Icelandair Tengdar fréttir Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00 Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00 Leggja til 750 milljóna króna arðgreiðslur hjá Icelandair 12. febrúar 2018 14:19 Mest lesið Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila Viðskipti innlent Þarf stundum að kalla á eiginkonuna „komdu að sofa ástin“ Atvinnulíf „Biðröðin er löng“ Viðskipti innlent Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Viðskipti innlent Bein útsending: Skattadagurinn 2026 Viðskipti innlent Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Viðskipti innlent Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Viðskipti innlent Vera sem varð til eftir gott vinkonuspjall á sunnudegi Atvinnulíf Gjöfult samstarf Arion banka og íslenska karlalandsliðsins í yfir tuttugu ár Samstarf Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Viðskipti innlent Fleiri fréttir Kolefnisgjöld gætu bætt sex þúsund kalli við flugkostnað heimila „Biðröðin er löng“ Hætta flugi til Istanbúl eftir að flugmenn drógu undanþágu til baka Grillhúsinu á Sprengisandi lokað Spá blússandi verðbólgu næstu mánuði Bein útsending: Skattadagurinn 2026 „Þennan vítahring þarf að rjúfa“ Of mikið A-vítamín í barnavítamíninu Veitti Vélfagi leyfi til að greiða laun Leggja til að Heiðar verði stjórnarformaður Íslandsbanka Skrá Styrkás í Kauphöllina á næsta ári Eigandinn greiddi sér hundruð milljóna í arð Leita að nafni á farþegamiðstöð fyrir skemmtiferðaskip Kappahl og Newbie opna á Íslandi Verðbólguaukning vegna vörugjalda: „Þetta er nú nokkuð meira en við gerðum ráð fyrir“ Vélfagsmálið beint í Hæstarétt Hulda til Basalt arkitekta Hvernig bæti ég fjárhagslegt öryggi þegar ég verð eldri? Úr útvarpinu í orkumálin Spá verulega aukinni verðbólgu vegna breytinga Skipta um forstjóra hjá Origo Segir komið í veg fyrir að starfsmenn Vélfags fái greitt Úthluta rúmlega þrjátíu þúsund tonna loðnukvóta Íslendingar aldrei farið í fleiri utanlandsferðir Eldur segir Bandaríkjastjórn íhuga fjárfestingu og Amaroq tekur stökk S4S-veldið tekur við Lindex Nýr íslenskur rekstraraðili tekur við Lindex Eldur og Amaroq í sviðsljósi erlendra fjölmiðla Bíllinn þremur milljónum dýrari Lindex lokað á Íslandi Sjá meira
Fyrsta Boeing 737 MAX þotan afhent Icelandair Icelandair hefur tekið við fyrstu Boeing 737 MAX þotunni, af þeim sextán, sem félagið hefur keypt. 2. mars 2018 14:00
Segja launakostnað Icelandair Group vera fílinn í stofunni Ef flugfélagið Icelandair lækkar ekki launakostnað gæti félagið orðið undir í verðsamkeppni við önnur flugfélög, að mati greinenda Capacent. 28. febrúar 2018 06:00