Segir umskurð drengja ekki eins sársaukafullan og af er látið Jóhann K. Jóhannsson skrifar 4. mars 2018 19:30 Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir. Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Erlendur kvensjúkdómalæknir sem framkvæmt hefur umskurð á drengjum í hundruð skipta hvetur til upplýsandi umræðu um þessi mál hér á landi. Hann segir umskurðinn ekki sársaukafullan og að flest börn hafi verið sofandi á meðan framkvæmdin átti sér stað. Frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur, þingmanns Framsóknarflokksins um bann við umskurði drengja liggur nú fyrir til annarrar umræðu í allsherjar- og menntamálanefnd. Málið þykir afar umdeilt en verði frumvarpið að lögum verður umskurður á drengjum gerður refsiverður. Ty Erickson er sérfræðilæknir frá Bandaríkjunum og hefur framkvæmt hundruð umskurða í heimalandi sínu. Honum finnst áhugavert hversu mikil umræða er um þessi mál hér á landi. Hann segir að á engan hátt sé hægt að bera saman umskurð drengja og umskurð stúlkna. „Við tölum ekki lengur um "umskurð kvenna" því þetta var ekki umskurður, þetta var afskræming á kynfærum kvenna. Ég er algerlega á móti hvers konar löskun á kynfærum kvenna“, segir Ty Erickson, kvensjúkdómalæknir. Sú aðgerð hafi verið ofbeldisfull og meiðandi en svo sé ekki með umskurð drengja.Ty Erickson segir að umskurður drengja sé alls ekki eins sársaukafullur og af er látið.Stöð 2„Ég hef framkvæmt hundruð umskurða á barnungum drengjum með deyfingu og í dauðhreinsuðu umhverfi. Þarna er um það að ræða að fjarlægja dálitla húð en ekki karlkyns kynfæri, sem er allt annar handleggur,“ segir Ty. Hann segir umskurð drengja alls ekki eins sársaukafullan og af er látið. „Flest börnin sem ég hef gert þetta við hafa sofið, bókstaflega sofið á meðan á aðgerðinni stóð. Svo þetta er ekki sársaukafull aðgerð. Ég hef gert hundruð aðgerða. Ef þetta er gert rétt, með deyfingu, þá er þetta ekki kvalafull aðgerð,“ segir Ty. Ty hvetur áfram til upplýsandi umræðu í þjóðfélaginu en segir að ekki sé rétt að glæpavæða framkvæmdina. Hann segir læknisfræðina hafa margsannað að umskurður drengja sé af hinu góða. „Það er tíföld fækkun reðurkrabbameinstilfella, það er fjórföld fækkun þvagfærasýkinga, það dregur úr hættunni á útbreiðslu kynsjúkdóma. Af þessum ástæðum og öðrum er mikill læknisfræðilegur ávinningur. Ég er ekki að segja að það ætti að umskera alla en þar sem það er ávinningur af þessu ætti að taka foreldrana inn í jöfnuna þegar ákveðið er hver menningin er og hvernig best sé að þjóna barninu,“ segir Ty Erickson kvensjúkdómalæknir.
Umskurðsfrumvarp Tengdar fréttir Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20 Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48 Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30 Mest lesið Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Innlent Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Innlent Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Innlent „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Innlent „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Innlent Tilgangurinn að ná í „easy money“ Innlent Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Erlent „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Innlent Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris Innlent Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Innlent Fleiri fréttir Loka Bröttubrekku í tvo daga „Tesla er ekki málið til að standa í svona“ Minntust Jesse í Vesturbænum: „Það er mikill söknuður af virkilega góðum dreng“ Skýr mynd dregin upp í dómsal og minningarstund Hækkar frítekjumark vegna hækkunar örorkulífeyris „Hann var hræddur, eiginlega alveg skíthræddur“ Kjaraviðræður Sinfó „stefni í rétta átt“ Stöðupróf verði skylda í öllum skólum strax í vor „Ég er fimmtíu kíló, ég get ekki stoppað hann“ Núverandi staða ekki talin vera alvarleg Vön því að hringja í fullorðna karlmenn á fölskum forsendum Opna Vesturbæjarlaug á morgun en Sundhallargestir þurfa að bíða Tilgangurinn að ná í „easy money“ Jökulhlaupið í rénun Í beinni frá héraðsdómi, unglingadrykkja og áheitakóngur Aldrei kynnst neinum sem harkaði jafnmikið af sér Hættir sem ritstjóri Kveiks Hættir hjá borgarstjóra og aðstoðar nú ráðherra Meirihluti hefur áhyggjur af laxastofninum nema í fjörðunum Jóhann tekur við af Gunnari hjá Landssambandi veiðifélaga Skýrslur teknar af tíu börnum undir sex ára á síðustu 20 árum Lögregla kölluð til vegna einstaklinga sem tjölduðu í skógarrjóðri Betra að borga tryggingarnar en að sitja uppi með allsherjartjón Játa frelsisviptingu og rán en hafna manndrápi Metaðsókn og söfnunarmet slegið 13,3 milljarðar frá Íslandi til Úkraínu: Danska leiðin „ein sú besta“ til að styrkja varnir Evrópu Steindór Örn endurkjörinn formaður Hallveigar Það logaði glatt í Bergþórshvoli á Njáluhátíð í Rangárþingi Skiptar skoðanir um stækkun Þjóðleikhússins Myndskeið af rallýslysi, sjálfstæð Úkraína og brennan á Bergþórshvoli Sjá meira
Á fimmta hundrað íslenskra lækna fagna umskurðarfrumvarpi Hafa margir neitað að taka þátt í verknaðinum samvisku sinnar vegna, við mismikinn skilning. 21. febrúar 2018 13:20
Hrafn er umskorinn og hefur liðið sálarkvalir vegna þess Silja Dögg Gunnarsdóttir öðlast óvæntan bandamann við umskurðarfrumvarp sitt. 21. febrúar 2018 09:48
Almennur stuðningur við umskurðarfrumvarpið á þingi Aðeins einn þingmaður lýsti afgerandi andstöðu við frumvarp Silju Daggar Gunnarsdóttur um bann við umskurði drengja í fyrstu umræðu um frumvarpið sem lauk á Alþingi í gær. 2. mars 2018 14:30