Ferðir Pawels vöktu athygli á Beauty tips: „Reykvískar mæður geta verið óhræddar“ Hulda Hólmkelsdóttir skrifar 5. mars 2018 20:35 Pawel sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Skjáskot/Snapchat Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“ Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Ferðir „stórskrýtins gæja“ sem gekk um Grafarvog í dag og tók Snapchat myndbönd af leikskólum vöktu athygli meðlima Facebook hópsins Beauty tips. Hinn stórskrýtni gæi reyndist vera Pawel Bartoszek, fyrrverandi þingmaður Viðreisnar, sem sækist eftir sæti á lista Viðreisnar í Reykjavík fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Hann hefur undanfarna daga ferðast um hverfi borgarinnar á hjóli og kynnt sér legu leikskóla í borginni. „Ég hef verið að stunda það að ganga um bæinn og skoða ýmis atriði,“ segir Pawel í samtali við Vísi. Hann segist til að mynda hafa farið um alla þéttingarreiti borgarinnar. „Nú er ég með það verkefni að ganga fram hjá öllum leikskólum borgarinnar til að átta mig á legu þeirra. Svo kynnir maður sér aðeins hvað leikskólarnir standa fyrir, hvernig stefnu þeir hafa, og reyni að fjalla um það í stuttum snap sögum.“ Reykjavíkurborg rekur 62 leikskóla og til viðbótar eru 17 sjálfstætt starfandi leikskólar í borginni. Því er alls um að ræða tæplega 80 leikskóla. „Þetta gengur nú bara vel skal ég segja þér. Ég er búinn með bróðurpart af Vesturbænum og Hlíðum, allt norðan Hringbrautar er komið. Svo var ég að klára Grafarvoginn, Grafarholtið og Úlfarsárdalinn í dag. Næst liggur leið mín upp í Árbæ og Breiðholt. Þá eru bara Fossvogur og suðurhluti Hlíða eftir og svo Kjalarnesið þangað sem ég mun taka strætóferð sem verður rúsínan í pylsuendanum í þessari ferð minni.“Ekkert sem heitir „bad publicity“ Pawel tilkynnti fyrir um tveimur vikum síðan að hann sækist eftir sæti ofarlega á lista Viðreisnar fyrir komandi borgarstjórnarkosningar. „Þetta er liður í því. Þetta er leið mín til að kynnast borgarlandinu. Talandi nú ekki um það að kynnast menntakerfinu,“ segir Pawel. „Ég geri þetta allt á hjóli og það er svona líka útaf því að stundum þegar maður er að skoða sérstaklega aðbúnaðinn í kringum skóla þá náttúrulega eru mikið af krökkum að fara labbandi þá er oft gott að sjá hvernig hlutirnir liggja. Til dæmis þegar verið er að sameina skóla, meikar það sens út frá því hvernig þeir liggja. Meikar það sens út frá gönguleiðum barnanna.“ Umræða um ferðir „stórskrýtins gæja“ um Grafarvog spratt upp í Facebook hópnum Beauty tips fyrr í dag og segist Pawel hafa fengið veður af þeirri umræðu. „Ég var búinn að fá smjörþefinn af þessu. Það er svona eins og það er. Það er stundum sagt að það sé ekkert sem heitir bad publicity sko en takmarkið er ekki að hrella neinn,“ segir Pawel. „Reykvískar mæður geta verið óhræddar um það að það sé ekkert annað á ferðinni.“
Sveitarstjórnarkosningar Tengdar fréttir Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00 Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29 Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
Viðreisn leitar að forystukonu fyrir framboð sitt í Reykjavíkurborg Stærðfræðingurinn Pawel Bartoszek gefur kost á sér í framboð til borgarstjórnarkosninga. Viðreisn leitar að forystukonu í framboðið. Horft til fyrrverandi formanns FKA og reynslumikillar fyrrverandi Sjálfstæðiskonu. 23. febrúar 2018 07:00
Pawel fer fram í borginni Pawel Bartoszek sækist eftir sæti á lista Viðreisnar. 22. febrúar 2018 14:29