Hvað varð um þau? Haukur Örn Birgisson skrifar 6. mars 2018 07:00 Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Haukur Örn Birgisson Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Halldór 25.10.2025 Halldór Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Sjá meira
Ég er ekki ratvís maður. Reyndar er ég alveg skelfilega áttavilltur og vel yfirleitt lengstu leiðina til þess að komast á áfangastað. Þetta ætti ég auðvitað helst ekki að viðurkenna og allra síst fyrir konunni minni, sem virðist alltaf vita upp á hár hvar hún er staðsett. Það virðist engu skipta hvar í heiminum við erum stödd, inni í hvað stórborg eða í hvaða verslunarmiðstöð – alltaf virðist hún vita í hvaða átt við eigum að fara og hvar við lögðum bílnum. Ef ég á að segja eins og er, þá fer þetta svolítið í taugarnar á mér, þar sem ég hef það prinsipp (eins og aðrir karlmenn) að spyrja ekki til vegar. Á móti viðurkenni ég, í hljóði, að það getur verið gott að ferðast um heiminn með svona áttavita og hún nennir varla lengur að nudda mér upp úr þessu, blessunin. Eins og gengur og gerist þá verður fólk á vegi mínum sem spyr mig til vegar. Yfirleitt eru þetta ferðamenn sem ætla sér á tiltekinn veitingastað, verslun eða safn. Eins og góður þjóðfélagsþegn þá hika ég ekki við að vísa þeim stystu leiðina á staðinn sem þau eru spennt fyrir að heimsækja næst. Þetta á bæði við hér heima og erlendis, jafnvel þótt ég þekki lítið til staðarins og hafi einungis rambað fram hjá honum eða séð hann á korti. Ég tel mig alltaf þekkja leiðina. Ég leiði stundum hugann að því hvað varð eiginlega um þetta aumingja fólk og hver örlög þess urðu. Í hvers konar vandræðum lenti það eða tókst því að finna staðinn, þrátt fyrir leiðbeiningar mínar? Hversu mikið ætli það hafi blótað mér þegar það rann upp fyrir því að það hefði betur spurt einhvern annan?
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar