„Svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi“ Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 6. mars 2018 13:15 Serena Williams. Vísir/Getty Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena. Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira
Serena Williams, besta tenniskonan allra tíma, er að koma sér aftur af stað eftir að hafa eignast sitt fyrsta barn. Fæðing dóttur hennar reyndi mikið á hana og hún viðurkennir að það hafi verið mjög erfitt að komast sér aftur af stað í tennisinum. Serena Williams mun keppa á Indian Wells WTA mótinu í Kaliforníu í þessari viku en um tíma leit út fyrir að hún kæmi ekki aftur í tennis. Þetta verður fyrsta mótið hennar í endurkomunni. „Þetta er búið að vera erfitt,“ sagði Serena Williams í viðtali við BBC."As long as I'm moving forward, even if it's at a turtle's pace, then I'm OK with that." Serena Williams is back More from her here: https://t.co/LuaNMVaKC6pic.twitter.com/Ac2CZ6rit1 — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 „Það hafa verið svo margir dagar þar sem ég átti erfitt með að halda mér gangandi,“ sagði Serena. Serena er 36 ára gömul og eignaðist dóttur sína Alexis Olympia Ohanian 1.september síðastliðinn. Hún hafði áður sett nýtt met með því að vinna 23 risamót á sigursælum ferli sínum. „Það hefur því verið mjög erfitt um að halda sér gangandi og ég veit að ég er ekki komin í mitt besta form en ég nálgast það. Hver dagur er nýr dagur og og á hverjum degi ætti ég að geta orðið betri,“ sagði Serena. „Svo framarlega sem ég er á leiðinni áfram og að bæta mig þá er mér sama þótt að ég fari á skjaldbökuhraða,“ sagði Serena.WTA beware... Serena is back! pic.twitter.com/njCUjsVIXO — BBC Sport (@BBCSport) March 6, 2018 Serena tók þátt í sýningarleik í Abú Dabí í lok desember og spilaði tvíliðaleik fyrir bandaríska landsliðið í Fed bikarnum í síðasta mánuði. Í þessari viku reynir hún hinsvegar við fyrsta mótið. „Ég er tilbúin því annars væri ég ekki hérna. Ef ég er ekki tilbúin núna þá verð ég aldrei tilbúin. Ég verð samt miklu betri eftir tvo mánuði en einhvers staðar verður maður að byrja. Ég er búin að fá nóg af því að fylgjast með á hliðarlínunni og hugsa um það að byrja aftur,“ sagði Serena.
Tennis Mest lesið Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Sport „Ísland er eini óvinur okkar“ Fótbolti Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Fótbolti Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar Fótbolti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Fótbolti Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Fótbolti Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Fótbolti Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Fótbolti „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fótbolti Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana Körfubolti Fleiri fréttir Arftaki Ten Hag ekki stýrt félagsliði síðan 2019 Man City og úrvalsdeildin náð sáttum varðandi auglýsingasamninga Benóný Breki bjargaði stigi í Eistlandi Þeir eiga ekki að sjá eftir neinu Liðsfélagi Elíasar sagður ljúga til um aldur Bestu mörkin: Getur reynslumesti þjálfarinn ekki leyst úr þessu? „Kann nokkur orð sem ég get ekki sagt hérna“ Fær líklega inn aðra týpu en Albert í liðið Sjáðu fundinn í heild: Arnar sat fyrir svörum í Frakklandi Leiðin á HM: Daðraði við Deschamps fyrir viðtalið Njarðvíkingar semja við öðruvísi Kana „Við munum þurfa að leggja okkur alla fram“ Dúettinn sem er að taka yfir tennisheiminn „Ísland er eini óvinur okkar“ Sjáðu FHL sækja stig gegn Þrótti Tíu mánaða bann fyrir að taka lyf við hárlosi Onana græðir á skiptunum til Tyrklands Þjálfari tilbúinn að hætta og tyrkneska þjóðin beðin afsökunar „Ætlum að keyra inn í þetta“ „Tottenham Hotspur er ekki til sölu“ Áhorfandi sló leikmann og missti af ótrúlegri endurkomu Alcaraz tekur toppsætið af Sinner eftir sigur á Opna bandaríska „Maður er í þessu fyrir svona leiki“ Segir Eið Smára ekki fá það hrós sem hann á skilið Dagskráin í dag: Íslenska U21 landsliðið mætir Eistum Íbúð landsliðsmanns Úkraínu í rúst eftir sprengjuárás Rússa Forráðamenn PSG ósáttir við læknateymi landsliðsins Doncic náði allskonar tölfræðiáföngum í kvöld Víkingar á fleygiferð eftir EM pásuna Spánverjar og Belgar skoruðu sex Sjá meira