Nýir lögreglubílar með nýjar merkingar á göturnar Jóhann K. Jóhannsson skrifar 6. mars 2018 19:00 Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar. Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Ríkislögreglustjóri hefur tekið upp nýjar merkingar fyrir ökutæki lögregluembættanna. Nýju útliti mun á næstu misserum verða skipt út fyrir eldra sem hefur einkennt lögreglutækin frá aldamótum. Tíu nýjir lögreglubílar verða afhentir lögregluembættum um allt land á næstu vikum og til viðbótar bætast í heildina við sautján ný lögreglutæki á þessu ári. Bílarnir sem verða afhentir nú eru af gerðinni Volvo V90 Cross Country og eru sérframleiddir sem lögreglubílar og eiga þola það álag sem notkun þeirra gerir ráð fyrir. Öll ný ökutæki eru tölvuvædd þannig að lögreglumenn geti unnið í öllum kerfum lögreglunnar á vettvangi og þá verður vopnaskápur í hverjum bíl. Samhliða nýjum ökutækjum hefur Ríkislögreglustjórinn tekið upp nýjar merkingar á ökutækin en hönnun þeirra tekur mið af þeim merkingum sem þekkjast á lögreglutækjum í Evrópu. Áhersla er lögð á læsi og hagræðingu með nýjum merkingum. „Við erum að auka sýnileika, meira öryggi fyrir lögregluþjóna og almenning og svo fara inn í nútímann,“ segir Agnar Hannesson, þjónustustjóri í Bílamiðstöð Ríkislögreglustjóra. Merkingar sem þekkjast á lögreglutækjum í dag voru teknar upp í kringum aldamótin. „Þú sérð að þetta eru miklu fleiri litir, einhverjir fimm litir á gömlu merkingunum. Letrið er ekki læsilegt en hérna erum við að breyta þessu yfir í læsilegra letur, færri einingar og skarpari línur fyrir augað,“ segir Agnar. Einnig munu gamlir Ford Econoline bílar heyra sögunni til en keyptir hafa verið nýir bílar í þeim stærðarflokki af gerðinni VW Transporter og þá er verið að endurnýja vélhjólaflotann. „Við erum markvisst að vinna í því hjá Ríkislögreglustjóra að lækka meðal aldur ökutækjanna,“ segir Agnar. Agnar segir að elsti lögreglubílinn sem enn er í notkun er frá árinu 2002, en hann er notaður við öryggisgæslu á Bessastöðum og að hann komi til með að enda á safni í framtíðinni. Hins vegar styttist í á nýir bílar með nýjar merkingar fari að sjást á götum og vegum víða um land. „Við stefnum á í lok mars, byrjun apríl,“ segir Agnar.
Mest lesið Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Innlent Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Innlent Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Innlent Dregur sig í hlé af skömm vegna tengsla við Epstein Erlent Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Innlent Áhugi á Valhöll Innlent Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Innlent Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Innlent Fer ekki í formanninn Innlent Fleiri fréttir „Getum ekki setið undir því að menn séu með ögrandi framgöngu af þessu tagi“ Kæra niðurstöðu lögreglu að loka rannsókn á meintu ofbeldi Sífellt yngra fólk að greinast með heilabilun Slökkvilið við hreinsun vegna áreksturs á Hringbraut Íþróttafélög keyra áfengi heim að dyrum Bilunin hjá Cloudflare óvenjulega löng Guðrún segir Evrópusambandið glæpamenn Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Evrópuólga, handtökur eftir TikTok-myndband og lögregla skoðar bjórsölu Skora á Lilju að bjóða sig fram sem formann Jana vill áfram leiða lista VG á Akureyri Fer ekki í formanninn Óttast að þurfa að loka Berginu fái þau ekki samning Blendin viðbrögð kylfinga við reglum um golfbíla Deila ekkju og stjúpdóttur tekin til skoðunar Ætla ekki að slíta samstarfinu við Anthropic Yfir hringtorg og í undirgöng gangandi vegfarenda Bein útsending: Niðurstöður Íslensku æskulýðsrannsóknarinnar Tekur eina til tvær vikur að ganga yfir Fjöldi vefsíðna lá niðri vegna bilunar Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“ Íslendingar strauja kortin og hverfandi líkur á vaxtalækkun Allt tiltækt lið sent vegna elds á hjúkrunarheimili Myndskeið af vopnaskaki leiddi til húsleitar og handtöku Grindvískum börnum líður verr en jafnöldrum þeirra Flugumferðarstjórar boða til yfirvinnubanns Búið að opna Hvalfjarðargöng á ný Áhugi á Valhöll Tveir ekki í öryggisbelti Ósammála um fyrirhugaðar leiguverðhækkanir Sjá meira
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent
Varar foreldra við að deila myndum af börnunum: „Fullt af ógeðslegu fólki sem vill misnota myndirnar“
Sakborningar undir og yfir tvítugt: „Höfum verið að sjá þetta öðru hvoru á samfélagsmiðlum“ Innlent