Minister Magnús Guðmundsson skrifar 7. mars 2018 07:00 „Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Magnús Guðmundsson Mest lesið Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar við ætluðum að hitta Farage - Á Ísland að ganga í ESB? Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Sama steypan Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Ofbeldi gagnvart eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að taka ekki mark á sjálfum sér Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Betri borg Alexandra Briem skrifar Skoðun Að eiga sæti við borðið Grímur Grímsson skrifar Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Íþróttir eru lykilinn Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Framtíð safna í ferðaþjónustu Guðrún D. Whitehead skrifar Skoðun Munu Ísraelsmenn sprengja bifreið páfa í loft upp? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Að skapa framtíð úr fortíð Anna Hildur Hildibrandsdóttir skrifar Skoðun Tími til umbóta í byggingareftirliti Sigurður Ingi Jóhannsson skrifar Skoðun Stærð er ekki mæld í sentimetrum Sigmar Guðmundsson skrifar Skoðun Áður en íslenskan leysist upp Gamithra Marga skrifar Skoðun Lögfræðingurinn sem gleymdi tilgangi laga Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Þétting byggðar – nokkur mistök gjaldfella ekki stefnuna Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar Skoðun Hverjum þjónar nýsköpunin? Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Heilbrigðisráðherra og stjórn VIRK hafa brugðist okkur Eden Frost Kjartansbur skrifar Skoðun Þegar ríkið fer á sjóinn Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Íbúðarhúsnæði sem heimili fólks Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Íslenskumælandi hjúkrunarfræðingar Guðbjörg Pálsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar Skoðun Leiðrétting veiðigjalda og varðstaðan um sérhagsmuni Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Þjóðminjasafn án fornleifafræðinga Snædís Sunna Thorlacius,Ingibjörg Áskelsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnmálafólks um málefni Palestínu og Ísraels Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Í lífshættu eftir ofbeldi Jokka G Birnudóttir skrifar Skoðun Verið er að umbreyta borginni en hvað viljum við? Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Gróður, einmanaleiki og samfélagsleg samheldni Auður Kjartansdóttir skrifar Sjá meira
„Hvað varðar traust mitt til hæstvirts dómsmálaráðherra þá ber ég fullt traust til allra ráðherra í þessari ríkisstjórn.“ Þetta var svar Katrínar Jakobsdóttur forsætisráðherra við fyrirspurn Helgu Völu Helgadóttur, þingkonu Samfylkingarinnar, um traust til Sigríðar Andersen dómsmálaráðherra. Svarið er eins skýrt og vænta má í stjórnmálum og felur í sér skilaboð um að í þessari ríkisstjórn eru allir fyrir einn. Án Sigríðar, engin ríkisstjórn. Þingflokkar Pírata og Samfylkingar lögðu í gær fram vantrauststillögu á Sigríði vegna Landsréttarmálsins sem of langt mál væri að tíunda hér. Það sem upp úr stendur er að Hæstiréttur dæmdi Sigríði fyrir að fylgja ekki stjórnsýslulögum og að talsverð óvissa ríkir nú um hið nýja dómsstig. Réttaróvissa sem á eftir að kosta kjósendur fjármuni og hefur skapað vantraust á störf ráðherrans innan dómskerfisins og hjá þjóðinni. Það er löngu ljóst að Sigríður telur að hún hafi ekki gert neitt rangt og að það sé best að hún sitji sem fastast og ráði ríkjum í dómsmálaráðuneytinu. Sú skoðun ríflega 70% þjóðarinnar að það fari best á að hún víki breytir þar engu um. Hvað þá að dómur Hæstaréttar og niðurstaða Umboðsmanns Alþingis hafi hrakið meira og minna öll haldreipi dómsmálaráðherra í málinu. Af því tilefni er ekki úr vegi að minna Sigríði á orð Katrínar í stefnuræðu forsætisráðherra í desember síðastliðnum: „Við megum aldrei gleyma því að orðið minister þýðir þjónn á latínu en ekki herra eins og innlend hefð er fyrir að láta okkur sem skipum ríkisstjórn heita.“ Það eru ekki liðnir þrír mánuðir en annaðhvort eru orðin gleymd mælandanum eða hlutverk þjónsins einfaldlega óljóst í huga meirihlutans. Í umræðu gærdagsins hafði Katrín á orði að réttaróvissunni yrði ekki eytt þótt Sigríður viki úr embætti og það er eflaust rétt. Skaðinn er skeður. En það breytir því ekki að rangt var að málum staðið að mati Hæstaréttar og það að taka ábyrgð með því að víkja getur verið ómetanlegur hluti af þeirri vegferð að endurheimta traust og virðingu þjóðarinnar á valdamestu þjónum hennar. Vantrauststillagan snerist ekki síst um að minna á þjónustuhlutverk ráðherra og þá staðreynd að það þarf að ríkja viðunandi sátt um hver fer með ráðherravald og hvernig. Slík sátt er forsenda þess að íslensk stjórnmál öðlist traust almennings en til þess þarf þingheimur allur að leggjast á árarnar eða eins og Katrín hafði á orði í áðurnefndri stefnuræðu: „En traust á stjórnmálum og Alþingi getur aldrei einungis verið á ábyrgð meirihlutans – það þekkjum við sem hvað lengstum tíma höfum eytt í stjórnarandstöðu á Alþingi – það er verkefni okkar allra, allra þingmanna á Alþingi Íslendinga.“ Þrátt fyrir þessi orð Katrínar frá því í desember voru það ekki allir á Alþingi heldur meirihlutinn sem lét traustið lönd og leið í gær. Meirihlutinn valdi að þjóna einstaklingi, flokkslínum, sérhagsmunum og sjálfum sér. Þar við situr að öll orð um traust eru orðin ein.
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun
Skoðun Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Breyta lífum til hins betra eða dvelja áfram í hýðum síns vetra? Tómas Ellert Tómasson skrifar
Skoðun Heilbrigðisstarfsfólk eru ekki skotmörk Elísabet Herdísar Brynjarsdóttir,Hildur Harðardóttir,Tryggvi Egilsson,Sunna Snædal,Yousef Tamimi,Örvar Gunnarsson skrifar
Skoðun Hvers vegna skiptir máli hvernig talað er um velferð dýra? Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar
Hagnaðurinn sem við afsölum okkur: Af hverju salan á Íslandsbanka er samfélagslegt glapræði Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun