Bylting innan ASÍ hafin Erla Björg Gunnarsdóttir skrifar 7. mars 2018 20:00 Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór. Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Sólveig Anna Jónsdóttir, verðandi formaður Eflingar sem vann yfirburðasigur í kosningum í gærkvöldi, boðar breytta tíma í verkalýðsbaráttunni með nýju blóði í stjórninni. „Ég held að við munum alfarið hafna þessari ömurlegu láglaunastefnu sem hefur verið samið um fyrir okkar hönd sem gerir að verkum að við þurfum að vera í tveimur vinnum og getum ekki átt okkar eigið húsnæði. Við höfnum því alfarið," segir hún. „Ég held að verkalýðsleiðtogar þurfi að horfast í augu við að við munum ekki feta þessa sömu slóð," segir Sólveig Anna og segir ekki gefið að Efling fylgi þeim sameiginlega fronti stéttarfélaga sem forseti ASÍ hefur boðað í kjaraviðræðum um næstu áramót. „Við förum í sameiginlegan front með þeim sem fara í sameiginlegan front með okkur, sjáðu til." Sólveig Anna segir kosningasigurinn vera til vitnis um að fólk vilji aukna hörku í verkalýðsbaráttuna. „Það er svo augljóst að fólk vildi nýja forystu, nýjar áherslur og nýjar leiðir.“ Sólveig Anna naut stuðnings Verkalýðsfélags Akraness, Framsýnar á Húsavík og VR. Þessi þrjú félög ásamt Eflingu mynda 53% meirihluta innan ASÍ.Ragnar Þór Ingólfsson er formaður VR.Vísir/StefánRagnar Þór Ingólfsson, formaður VR, segir nýjan tón vera kominn í hreyfinguna. „Og hugsanlega nýtt umboð til að leiða næstu kjarasamninga," segir hann. En hvað þýðir það fyrir stöðu Gylfa Arnbjörnssonar, forseta ASÍ? „Þetta þýðir að staða forseta hefur veikst gríðarlega og var hún ekki sterk fyrir. En það mun koma í ljós.“ Með nýjum tón segir Ragnar nýja stjórn Eflingar vera líklegri til að sameina ASÍ í komandi baráttu, en sundra. „Það er bylting innan stjórnkerfis hreyfingarinnar, það er ljóst. Ekki bara vegna VR og Eflingar. Það eru líka önnur stéttarfélög sem hafa endurnýjað stjórnir sínar og grasrótin er öflug. Og svo eru hræringar í öðrum félögum. Byltingin er hafin, það er verið að bylta ákveðnum valdastrúktúr,“ segir Ragnar Þór.
Tengdar fréttir Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30 Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00 „Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31 Mest lesið „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Innlent Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Erlent Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni Erlent Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Erlent Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Innlent Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Erlent Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Innlent Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Erlent Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Innlent „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Erlent Fleiri fréttir Breyta eftirliti með hraða í Fáskrúðsfjarðargöngum Algengast að fólk láni eða fái lánuð verkja- og róandi lyf Skjálfti upp á 4,0 í Bárðarbungu „Ísland fyrst, svo allt hitt“ Flugnördar heims kveðja fegurstu flugvél Íslands Þakklátur og væntir góðs árangurs í kosningum í vor 430 sunnlenskir grunnskólakennarar funduðu á Flúðum Flóðgáttir þurfi að opnast í Gasa Oddvitinn ætlar ekki aftur fram Nýr varaformaður, bílalestir á Gasa og síðasta flugferðin Vinnuslys í bakaríi Íbúar í Laugardal uggandi: Vegagerðin hafi hlaupið á sig vegna Sundabrautar „Ég hef aldrei skorast undan neinu“ Sjö milljarða framlög frá aldamótum: Vill endurskoða rekstur Húsdýragarðsins Snorri Másson nýr varaformaður Miðflokksins Trans kona á landsþingi Miðflokksins: Sagt að hún væri skömm við kvenþjóðina Fornbílar og þjóðbúningar á Eyrarbakka í dag Sigmundur endurkjörinn formaður Viðskiptaþvinganir, vopnahlé og leikskólamál Líkamsárás við skemmtistað Smáskjálftahrina minni á atburði fyrir eldgos Hekla Aurora kveður með útsýnisflugi frá Reykjavík Barneignir og sauðfjárrækt á sviðinu í Aratungu Kínverskir bílar gætu verið notaðir til njósna „Pólitík hjá ríkisstofnun sem á bara að vinna fyrir borgarana“ Mætti með hníf í sund og var vísað út Biden í geislameðferð við krabbameini Fann fyrir ákalli um ferska forystu Frambjóðendum fækkar og kínverskir bílar njósna um Norðurlandabúa Sendir Svein Andra í mál við ríkið Sjá meira
Sólveig Anna nýr formaður Eflingar Sólveig Anna Jónsdóttir er nýr formaður Eflingar stéttarfélags eftir að B-listinn hafði betur gegn A-listanum í kosningum til stjórnar félagsins. 7. mars 2018 00:30
Segjast vilja breytingar fyrir verkafólk á Íslandi Jöfn kosningaþátttaka hefur verið í formanns- og stjórnarkjöri í Eflingu sem stendur til kl. 20 í kvöld. Kjósendur sem Fréttablaðið ræddi við vilja breytingar. 6. mars 2018 06:00
„Það eina sem þetta B-listafólk vill er verkfall, verkfall og aftur verkfall“ B-listi hyggst kæra kosningar í Eflingu vegna áróðurs á kjörstað. 5. mars 2018 10:31