Allt bendir til að Haukur hafi fallið í loftárásum Tyrkja Heimir Már Pétursson skrifar 7. mars 2018 19:00 Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim. Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Kúrdi búsettur hér á landi hefur fengið upplýsingar sem renna stoðum undir fréttir af því að Haukur Hilmarsson hafi fallið í loftárásum Tyrkja á búðir Kúrda í Afrin í Sýrlandi. Móðir Hauks hefur biðlað til allra þeirra sem kunna að hafa upplýsingar um ferðir hans undanfarið ár að koma þeim upplýsingum til sín. Vefur á vegum YPG, sem á ensku er sagt standa fyrir „People's Protection Units“ og útleggja mætti á íslensku sem Varnarsveitir alþýðu, greindi fyrst frá því að Haukur Hilmarsson hefði fallið í átökum í Afrin héraði í Sýrlandi hinn 24. febrúar. Hann er sagður hafa verið liðsforingi í útlendingahersveit sem lýtur boðvaldi Varnarsveitanna, sem eru hersveitir Kúrda. Þessar fréttir hafa ekki fengist staðfestar né hefur verið upplýst hvar líkamsleifar Hauks væri að finna, reynist það rétt að hann sé látinn. Salah Karim er Kúrdi frá Írak sem búið hefur á Íslandi í um tuttugu ár og hefur hann reynt að grennslast fyrir um afdrif Hauks. „Það gekk ekki auðveldlega að hafa samband. Þeir vilja ekki gefa (upplýsingar) strax. En á endanum fékk ég svar og þá var sagt; this is true dear comrade. Og þeir senda link á heimasíðu sem ég get ekki opnað hér á Íslandi. Það er eitthvað bann (á síðuna),“ segir Salah. Hann sendi einnig fyrirspurn á mann sem hugsanlega er talsmaður YPG sem ekki hafi viljað staðfesta að Haukur sé meðal fallina. „En hann vill meina að þetta sé mannfall í röðum yebeka, þeir séu Íslendingur, Arabar og fleiri séu þeirra á meðal. Því miður er ekki fyrir hendi núna, hvoru megin megi lenda þar sem loftárásir eru stanslausar,“ segir Salah. Eva Hauksdóttir, móðir Hauks, segir á heimasíðu sinni að hún viti ekki meira um afdrif sonar síns en fram hafi komið í fjölmiðlum en það líti út fyrir að Haukur sé látinn. Óskar hún eftir því að þeir sem kunni að búa yfir upplýsingum um ferðir Hauks undanfarið ár komi þeim upplýsingum til hennar. Haukur dregur Bónusfánann að húni á Alþingishúsinu 8. nóvember 2008. Lýst sem hetju Haukur var mjög virkur í margs konar mótmælum og áberandi í búsáhaldabyltingunni. Það var hann sem fór upp á þak Alþingis í nóvember 2008 og dró Bónus fánann að húni. Hann var handtekinn skömmu síðar vegna eldra máls og urðu mikil mótmæli við lögreglustöðina á Hlemmi vegna þess. Að lokum var hann leystur úr haldi gegn eigin vilja eftir að sekt hans hafði verið greidd. Haukur er sagður hafa tekið þátt í frelsun hersveita Kúrda á Raqqa úr höndum ISIS í fyrra og þótti standa sig það vel að hann fékk liðsforingjatign. Fréttasíður Kúrda lýsa honum sem hetju og að hann hafi fallið sem píslarvottur. Þeir birtu myndband af Hauki í dag þar sem hann lýsir ánægju sinni með að berjast við hlið félaga sinna. Milljónir Kúrda búa í Sýrlandi. Þeir hafa nú flutt hundruð hermanna sinna frá Raqqa til Afrin héraðs til að berjast þar við hersveitir Tyrkja. Salah segir um 40 þúsund Kúrda, álíka marga og búa í Kópavogi, sitja þar undir stöðugum loftárásum frá öflugum og fullkomnum hersveitum Tyrkja. „Þetta eru karlmenn, konur og börn og unga fólkið og jafnvel þeir sem eru veikir og særðir. Þau geta ekki barist endalaust. Þess vegna þarf Afrin aðstoð,“ segir Salah Karim.
Mál Hauks Hilmarssonar Tengdar fréttir Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00 Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00 Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03 Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42 Mest lesið Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Innlent Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Innlent Sólrún fundin á Spáni Innlent Enn skjálftahrina við Trölladyngju Innlent Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Innlent Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Innlent Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga Innlent Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Innlent Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Innlent Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Innlent Fleiri fréttir Það sem við vitum og vitum ekki um manndrápið hrottalega Vaka jók við meirihlutann í stúdentaráði Dregur úr skjálftavirkni í kvikugangi en hrina í Trölladyngju fannst víða Prestur sakar oddvita um ólýðræðislega hallarbyltingu í veiðifélagi Enn skjálftahrina við Trölladyngju Tólf mánaða fangelsi fyrir að bera sig og áreita börn Segir borgstjórn ekki bjóða neinar lausnir - bara óvissu Sólrún fundin á Spáni Viðbúnaður í Vesturbæ vegna leitar Airbus var lengi búið að ganga á eftir Icelandair Stoppaður af vegfaranda sem spurði: „Hvað er þetta?“ Fresta umræðu um fjármálaáætlun eftir athugasemdir stjórnarandstöðunnar Sendiherra, lektor og sviðsstjórar sækja um embætti skrifstofustjóra Sorgmæddur og hissa vegna ásakana um njósnir Forseti féllst á kröfu stjórnarandstöðunnar um hlé vegna athugasemda við fjármálaáætlun Tuttugu og átta sóttu um stöðu dagskrárstjóra Hrina gikkskjálfta við Trölladyngju Tollar Trumps, njósnir og Ungfrú Ísland Þyngdu refsingu karlmanns fyrir vændiskaup af barni Leggur 380 milljónir í nýtt félag um samgöngur Töflurnar tuttugu þúsund falsaðar og innihéldu annað hættulegt efni Tekur við starfi þingmanns í leyfi frá borginni Veðurstofan ekki búin að afskrifa gosið með öllu Bein útsending: Evrópsk öryggis- og varnarmál í breytilegum heimi Ekkert spurst til Sólrúnar á Spáni í nokkra daga „Af hverju var það sem var sagt á fimmtudegi svikið á mánudegi?“ Rafrettur hafi langvarandi afleiðingar á lungu, heila og hjarta Trjám úr Öskjuhlíð skipað frá Hafnarfirði Býst við kolsvartri skýrslu Frumvarp um gæludýrahald skerði sjálfsögð réttindi fólks til heilsu Sjá meira
Íslendingur sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi Haukur Hilmarsson barðist með her sýrlenskra Kúrda í Afrin-héraði. 7. mars 2018 06:00
Reyna að afla upplýsinga um Hauk Haukur er sagður hafa fallið í stríðsátökum í Sýrlandi. 7. mars 2018 16:00
Eva Hauksdóttir kallar eftir upplýsingum um son sinn Hauks Hilmarssonar er saknað og aðstandendur hans hafa ekki fengið neinar upplýsingar. 7. mars 2018 11:03
Sagðist vilja sýna samstöðu með baráttufélögunum Stutt myndband sem sagt er vera af Hauki Hilmarssyni hefur verið birt á YouTube. 7. mars 2018 16:42