Félagsbústaðir kaupa íbúðir og stefna að hækkun leiguverðs Jón Hákon Halldórsson skrifar 8. mars 2018 06:00 Framkvæmdastjóri Félagsbústaða segir rekstur fasteignafélaga erfiðan þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað sem hefur áhrif á reksturinn. Vísir/ernir Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra. Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira
Áformað er að leiga á húsnæði Félagsbústaða hækki um allt að fimm prósent á miðju ári. Hagnaður félagsins nam í fyrra 7,55 milljörðum króna. Það skýrist að stærstum hluta af matshækkun á eignum sem nemur 7,6 milljörðum króna. Hagnaður fyrir fjármagnsliði nemur 1,68 milljörðum króna. Auðunn Freyr Ingvarsson, framkvæmdastjóri Félagsbústaða, segir þó að sjóðstreymið sýni einungis þriggja milljóna króna hagnað á milli ára. „Þegar maður skoðar sjóðstreymið hjá okkur þá er þessi hagnaður, sem er 1,68 milljarðar, eitthvað sem dugar akkúrat til að borga vexti og afborganir lána,“ útskýrir Auðunn. „Við erum bara eins og hvert annað heimili. Við þurfum að geta staðið við skuldbindingar okkar eins og aðrir. Þetta er svolítið erfitt þegar húsnæðisverð hækkar svona mikið. Þá hækka fasteignagjöldin og það hækkar ýmislegt annað í okkar umhverfi sem hefur áhrif á reksturinn. Það verður dýrara að fá iðnaðarmenn,“ segir Auðunn og bendir á að á sama tíma hafi vísitalan sem hefur áhrif á leiguverðið ekkert hækkað. „Það gerir það að verkum að við náum ekki endum saman nema að hækka leiguverðið eins og við gerðum á síðasta ári og sjáum fram á, ef allt fer sem horfir, að gera það aftur á þessu ári,“ segir hann og bendir á að samkvæmt áætlunum félagsins sé gert ráð fyrir fimm prósenta hækkun á þessu ári en hugsanlega fari það niður í 2,5 prósent ef eitthvað þróast ekki á þann hátt sem reiknað er með. Þá er áformað að Félagsbústaðir kaupi 124 íbúðir í ár. „Um þessar mundir erum við aðallega að kaupa notaðar íbúðir, en það er að breytast af því að við erum að fara inn í verkefni með Búseta og Bjargi, sem eru að byggja mikið,“ útskýrir Auðunn. Hann segir að Félagsbústaðir taki þátt í þeim verkefnum. Til að mynda munu Félagsbústaðir eiga 20 prósent þeirra fasteigna sem Bjarg er byrjað að byggja í Spönginni. „Við erum með í öllum þeim verkefnum sem Bjarg er að fá lóðir í á næstunni og við erum með í verkefnum Búseta á þremur reitum,“ segir Auðunn og tekur fram að það sé nauðsynlegt fyrir Félagsbústaði að eignast nýjar íbúðir í bland við þær gömlu sem verið er að kaupa. Auðunn segir að leiga á þriggja herbergja íbúð, sem er um 75 fermetrar að stærð, sé á bilinu 115-120 þúsund krónur. Hún skiptist í grunnleigu sem er um 40 þúsund krónur og svo bætast við þúsund krónur á hvern fermetra.
Birtist í Fréttablaðinu Húsnæðismál Mest lesið Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Innlent Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Innlent Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Innlent Handtökuskipun gefin út á hendur þingmönnum Demókrataflokksins Erlent Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Innlent Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Innlent Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Innlent Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Innlent Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Innlent Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Innlent Fleiri fréttir „Samstaða skapar samfélag“ er þema Hinsegin daga Strangari reglur og ný gjaldskrá til að „tempra kraftmikla fólksfjölgun“ Neyddur til að taka ketamín og sjónvarpi kastað í höfuð hans Tollar Trumps muni hafa tilætluð áhrif Sendir „dylgjur“ Haralds aftur til föðurhúsanna Allt bendir til þess að eldgosinu sé lokið Vörubifreið ekið á vegfarandann Útlendingamálin, Reynisfjara og Hinsegin dagar Ferðamenn gangi á eigin ábyrgð til leiks við náttúru Íslands Ekið á gangandi vegfaranda við Kaplakrika Boðar „norsku leiðina“ í útlendingamálum Mjög lítil virkni en mallar enn Reyndist ekki borgunarmaður fyrir vikudvölinni Ekki stóra málið hvað við köllum „leyniþjónustuna“ Þýskir klettaklifrarar slógust í hóp með björgunarmönnum Vill að maðurinn viðurkenni að hann sé ekki faðir drengsins Íbúar á gömlum og fallegum dráttarvélum í Hrísey Þrettán kærðir fyrir ölvunarakstur og hundruð stöðvuð vegna hraðaksturs „Þá hafa þau aðgang að öllum gögnum íslenska ríkisins meira og minna“ Óróinn hríðfellur og goslok líklega í aðsigi Sigurður Björnsson óperusöngvari látinn Viðkvæm gögn í höndum Bandaríkjamanna og eftirlit lögreglu „Fólk er reitt, sárt og finnst það ekki geta treyst sveitarfélaginu“ Öryggi á ferðamannastöðum: Ríkið geti talist brotlegt við mannréttindasáttmála Mikill kraftur í íslensku atvinnulífi Harma að upplýsingar um mengað vatnsból hafi ekki borist strax til íbúa Fagna frestun framkvæmda í Heiðmörk Umdeildum framkvæmdum frestað og mengun í drykkjarvatni Fimm líkamsárásir í Vestmannaeyjum Allir blása í Landeyjahöfn Sjá meira