Pisa og Reykjavík Skúli Helgason skrifar 8. mars 2018 07:00 Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson Skoðun Og ári síðar er málið enn „í ferli“ Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Íbúar í Reykjavík skipta máli ‒ endurreisum íbúaráðin Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Breytt heimsmynd kallar á endurmat á öryggi raforkuinnviða Halldór Halldórsson skrifar Skoðun Í gamla daga voru allir læsir Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Kvartanir eru ekki vandamál – viðbrögðin eru það Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Vatnsmýrin rís Birkir Ingibjartsson skrifar Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ung til athafna Hildur Rós Guðbjargardóttir,Eyrún Fríða Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað með Thorvaldsen börnin á árunum 1967 til 1974? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Tjáningarfrelsi: Hvers vegna skiptir það máli? Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Loftslagsmál: að lifa vel innan marka jarðar Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Við getum ekki breytt sólinni - en við getum breytt klukkunni! Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Steinunni í 2. sæti Bjarki Bragason skrifar Skoðun 764 – landamæralaus tala skelfilegs ofbeldis Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Harkaleg viðbrögð við friðsamlegum mótmælum Kristín Vala Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Hraðbraut við fjöruna í Kópavogi - Kársnesstígur Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar Skoðun Ekki eina ríkisleið í skólamálum, takk! Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Kynþáttahyggja forseta Bandaríkjanna og Grænland Þorsteinn Gunnarsson skrifar Skoðun Kynslóðaskipti í landbúnaði – áskorun framtíðarinnar Jódís Helga Káradóttir skrifar Skoðun Orðin innantóm um rekstur Hveragerðisbæjar Friðrik Sigurbjörnsson,Alda Pálsdóttir skrifar Skoðun Reykjavík er okkar Viðar Gunnarsson skrifar Skoðun Lýðheilsa og lífsgæði í Reykjavík Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Eru bara slæmar fréttir af loftslagsmálum? Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Nýtt byggingarland á Blikastöðum Regína Ásvaldsdóttir skrifar Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Er B minna en 8? Thelma Rut Haukdal skrifar Skoðun Endurskoðun áfengislöggjafarinnar er verkefni stjórnmálanna Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Skattagrýla lifir Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Fleiprað um finnska leið Rúnar Sigþórsson skrifar Sjá meira
Mikil umræða hefur verið um skýrslu norrænu ráðherranefndarinnar um vinnumarkaðs- og menntamál á Norðurlöndum þar sem m.a. er borinn saman árangur í PISA-könnunum. Þar kemur fram að staða íslenskra nemenda sé lakari en jafnaldra þeirra á Norðurlöndunum. Sumir hafa beint sjónum að Reykjavík í þessu sambandi án þess að vitna í réttar upplýsingar. Því er mikilvægt að varpa ljósi á stöðuna í Reykjavík. Þá kemur í ljós að í síðustu PISA-könnun sem reyndar er þriggja ára gömul kom fram að reykvískir nemendur standa betur en nemendur víðast hvar á landinu og eru ýmist í 1. eða 2. sæti í samanburði nemenda milli landshluta. Staða reykvískra nemenda er í öllum tilvikum yfir meðaltali nemenda á Íslandi. Í náttúruvísindum koma nemendur í Reykjavík best út á landinu öllu en árangurinn er þó nokkuð undir meðaltali nemenda í OECD-ríkjunum. Árangur nemenda á landsbyggðinni er að meðaltali 13 stigum undir árangri nemenda í Reykjavík. Íslenskir nemendur standa verst að vígi í náttúruvísindum í norrænum samanburði og þar er brýnast að gripið verði til aðgerða af hálfu mennta- og menningarmálaráðuneytis. Mikill skortur er á faggreinakennurum í náttúruvísindum, alltof fáir velja þær greinar í kennaranáminu og þarf verulegt átak til að snúa þeirri þróun við. Stærðfræði og lesskilningur Árangur reykvískra nemenda í stærðfræði er ágætur, vel yfir meðaltali OECD-ríkjanna, yfir meðaltali nemenda í Svíþjóð og sjónarmun undir meðaltali nemenda í Noregi. Nemendur í Reykjavík og öðrum sveitarfélögum á höfuðborgarsvæðinu komu best út í stærðfræði. Það er hins vegar áhyggjuefni að árangur nemenda í öðrum landshlutum er að meðaltali rúmlega 20 stigum lægri sem undirstrikar verulegan mun á árangri nemenda eftir búsetu á landsbyggðinni í óhag. Mikilvægt er að menntamálayfirvöld bregðist sérstaklega við þeirri stöðu. Árangur reykvískra nemenda er næstbestur á landinu þegar kemur að lesskilningi og að meðaltali er árangurinn í Reykjavík 17 stigum hærri en í landshlutum utan höfuðborgarsvæðisins. Reykvískir nemendur eru rétt undir meðaltali OECD-ríkjanna og ekki hafa orðið marktækar breytingar á árangri þeirra frá 2012 en hins vegar er marktæk niðursveifla í nágrannasveitarfélögunum: Kópavogi, Garðabæ og Mosfellsbæ.Samræmd próf Eðlilegt er að taka niðurstöður PISA alvarlega og það gerum við í Reykjavík en við viljum horfa til fleiri mælikvarða jafnframt. Þar má helst nefna samræmdu prófin sem sýna í megindráttum sömu niðurstöður og PISA, þ.e. sterka stöðu nemenda úr Reykjavík og af höfuðborgarsvæðinu borið saman við stöðu nemenda á landsbyggðinni. Þetta á bæði við um samræmd próf í íslensku og stærðfræði hvort sem litið er á niðurstöður úr 7. eða 10. bekk á árinu 2017. Reykvískir nemendur raða sér í 1. eða 2. sæti í samanburði milli níu landshluta í öllum þessum prófum.Gripið til aðgerða Læsi og málefni barna með annað móðurmál en íslensku hafa verið í sérstökum forgangi á þessu kjörtímabili og frá því síðasta PISA-könnun var gerð í mars 2015 hefur verið gripið til fjölmargra aðgerða í læsismálum, þ.m.t. er stóraukin kennsluráðgjöf við leikskóla og grunnskóla á vegum Miðju máls og læsis, tvöfölduð framlög til íslenskukennslu barna af erlendum uppruna á síðasta ári og rúmlega tvöfölduð framlög til fjölmenningarlegs leikskólastarfs á þesssu ári. Þá er nú tryggt að stuðningur sé mestur við þau börn sem koma lægst út á málkönnunarprófi og að leikskólar með hæst hlutfall barna af erlendum uppruna fái hæstu framlögin af fjárveitingum til fjölmenningar. Fjölmenningarstefnan Heimurinn er hér sem samþykkt var 2014 er leiðarljós vinnunnar en hún hefur hlotið lof innlendra og erlendra sérfræðinga sem framsækin og heildstæð stefna sem mæti vel þörfum barnanna.Höfundur er formaður Skóla- og frístundaráðs Reykjavíkur og borgarfulltrúi Samfylkingarinnar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun
Skoðun Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen skrifar
Skoðun Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson skrifar
Skoðun Er ákveðin stétt sérfræðinga ekki lengur mikilvæg? Sædís Ósk Harðardóttir,Helga Þórey Júlíudóttir skrifar
Skoðun 6 fríar klukkustundir og tæmdir biðlistar á leikskólum í Hveragerði Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Njörður Sigurðsson skrifar
Sjávarútvegur framtíðarinnar – friðun, vistvænni veiðar og réttlátara kvótakerfi Arnar Helgi Lárusson Skoðun
Er betra að fólk sé sett á sakamannabekk en að stjórnmálamenn vinni vinnuna sína? Ólafur Stephensen Skoðun