Heilablóðfall stendur ekki í vegi fyrir því að Ómar fari á HM Jakob Bjarnar skrifar 8. mars 2018 10:56 Ómar lenti heldur betur í hremmingum í Rússlandi hvar hann var að huga að aðstæðum ásamt öðrum í sendinefnd KSÍ. visir/gva „Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund. HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira
„Já, ég lenti í smá veseni,“ segir Ómar Smárason, starfsmaður KSÍ í samtali við Vísi. Fæstir myndu reyndar flokka þetta sem „smá vesen“ því Ómar fékk á dögunum heilablóðfall þá er hann var staddur í Rússlandi ásamt sendinefnd KSÍ í aðdraganda HM í knattspyrnu sem fram fer þar í landi í sumar. Okkar strákar verða í fyrsta skipti meðal keppnisþjóða og að mörgu að hyggja fyrir starfsfólk KSÍ. „Þetta var ráðstefna og vinnuferð – við vorum að skoða hótel og æfingasvæðið. Þegar þangað var komið, en við vorum búin með vinnustofuna í Sochi og fórum þaðan niður eftir til Gelendzhik, þar sem æfingabúðirnar eru, þegar ég lenti í þessu.“Ætlar alls ekki að missa af HMÓmar segist hafa verið fluttur með þyrlu frá Gelendzhik á hátæknisjúkrahúsið í Krasnodar, þar sem hann eyddi nokkrum dögum á gjörgæsludeild. „Já, ég var aðeins lengur í Rússlandi en ég ætlaði mér.“Ómar í Rússlandi. Hann gefur rússneskri heilbrigðisþjónustu toppeinkunn.Ómar er brattur. Hann er nú í endurhæfingu, segist fílhraustur ungur maður, 45 ára gamall og þetta sé vissulega nokkuð sem hann hafði ekki reiknað með. Né hafi hann af þessu reynslu. Hann er þrekaður og orkulítill en það er allt að koma.En, þýðir þetta ekki óhjákvæmilega það að þú munir missa af HM í Rússlandi í sumar? „Nei,“ segir Ómar harðákveðinn. Og lýsir því yfir að það þurfi mannskap í það ef það á að halda honum frá HM. „Ég fer á HM. Þetta tekur mig nokkrar vikur að ná fullum styrk. Maður verður að vera skynsamur.“Rússnesk heilbrigðisþjónusta fær topp einkunnEitt er að fá heilablóðfall, annað er að fá heilablóðfall og vera staddur í Rússlandi. „Já, það var svolítið langt heim. Þetta var erfiðast fyrir konuna mína. En ég var í góðum höndum, góðum félagsskap og ég gef rússneskri heilbrigðisþjónustu topp einkunn. Ekki undan neinu að kvarta. Rússarnir hugsuðu vel um mig og þeim fannst stórmerkilegt að vera með Íslending hjá sér. Frændi minn og starfsfélagi Víðir Reynisson var mér svo til halds og trausts,“ segir Ómar. Og heldur áfram: „Bara vera með Google translate í símanum og tryggingaskírteini út prentað, þá eru manni allir vegir færir,“ segir Ómar og má líta á þetta sem ráðleggingu frá honum til handa öllum þeim Íslendingum sem eru á leið til Rússlands í sumar. Þar sem Ómar og auðvitað landsmenn allir, gera ráð fyrir að íslenska liðið sé að fara að gera góða hluti. Og styttist nú óðum í þá stóru stund.
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Innlent Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Innlent Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Innlent Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Innlent Stór lögregluaðgerð í Laugardal Innlent Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Innlent Engin árangur af símtalinu og fjórtán látnir eftir árás á Kænugarð Erlent Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Innlent Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Innlent Þingflokksformenn semja inn í nóttina Innlent Fleiri fréttir Sambýliskonan sem sá allt og bróðirinn sem þekkti ekki fjölskylduna Engar fréttir af þinglokum en veiðigjöldin ekki á dagskrá í dag Hagsmunir barnanna hafi ekki áhrif á afstöðuna til veiðigjalda Fjöldi ökumanna stöðvaður í umferðinni Þingflokksformenn semja inn í nóttina Krefjast bóta á umferðaröryggi í kjölfar alvarlegs slyss sjö ára drengs Vill palestínska fánann niður við ráðhúsið Segir mögulegt að hundurinn sé á lífi Minnihluti verði að sætta sig við að hann sé ekki við völd Ætla að synda frá Elliðaey til Heimaeyjar Taldi ekki ástæðu til að kalla inn varamann á meðan hún fór í frí „Börnin útskrifast með bókstaf hjá okkur en tölur í framhaldsskóla“ Stór lögregluaðgerð í Laugardal Verði svo gott sem heimilislaus í Kópavogi Gæsluvarðhald frönsku konunnar framlengt Málþóf, hætta í umferðinni og umdeildur fáni Birna tekur sæti Áslaugar á þingi Afkomanda Trampe greifa hleypt inn í Alþingishúsið Hafnaði lægstu tilboðum í smíði brúa á Vestfjörðum Þyrlan sækir slasaðan göngumann í Patreksfjörð „Mun koma í ljós“ hvort kennarar eða Tripical þurfi að endurgreiða Björgunarbátur Ormsins langa blés ekki út Fjórtán fengu úthlutað fræðimannadvöl í Jónshúsi Væri hræddari við loftárásir en Palestínumenn væri hún í Palestínu Sýklalyfjaónæmar bakteríur greindust í íslenskum svínum Þrýst á flugmenn Landhelgisgæslunnar meðan samningar tefjist „Mjög óeðlileg nálgun“ Óvenjulegt málþóf og lítill pólitískur ávinningur Palestínski fáninn dreginn að húni við Ráðhúsið Hefði stoppað Magga Mix á punktinum Sjá meira