Óvæginn kveðskapur klerks gegn Útvarpi Sögu Jakob Bjarnar skrifar 9. mars 2018 13:00 Jón Knútur trymbill segir að þetta verði eitthvað en hljómsveitin Austurvígstöðvarnar eru á leið í hljóðver þar sem meðal annars verður sunginn bragur Séra Davíðs Þórs um Arnþrúði. Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, hefur samið heldur níðangurslegan brag sem beinist gegn Útvarpi Sögu og útvarpsstjóranum þar, Arnþrúði Karlsdóttur.Endalaust malar hið illgjarna bullFyrsta erindi þessa brags, sem heitir Arnþrúður er full, er svohljóðandi:Þegar útvarpsmennirnir alræmdu og slynguopna fyrir símann ég æli,því boðið er upp á beina útsendingufrá brjálæðingahæli.Þar er hatast við Islam og Evrópusambandiðog aðdáun lýst á fasisma.Öllu skal fórna fyrir föðurlandið,fávitaskap og rasisma.Og áfram mallar hið illgjarna bullþví Arnþrúður er full.Endalaust mallar hið illgjarna bullog Arnþrúður er full. Þetta erindi er hluti 13 pönkópusa Séra Davíðs Þórs sem austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hefur verið að æfa að undanförnu og stefnir í hljóðver með í maí. Þannig að til stendur að gefa þetta út.Pönkformið kallar á að menn gargi„Við treystum á að fólk taki þessu létt,“ segir trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson í viðtali við Vísi.Jón Knútur segir að um sé að ræða ljóðapönk og formið kalli á garg.Hann er spurður hvort hann meðlimir Austurvígstöðvarinnar óttist ekki að kveðskapurinn kunni að kalla fram einhverja kergju; komi jafnvel hljómsveitarmeðlimum í vandræði? „Lífið er of stutt. Þetta er ljóðapönk. En, þetta verður eitthvað. Það verður bara að koma í ljós, eins og sagt er. Um að gera að hafa smá sponk í þessu. Ef ekki er tekin nein áhætta í svona tónlist, þá veit ég ekki af hverju við ættum að vera að brasa í þessu. Pönkformið kallar á að menn gargi,“ segir Jón Knútur brattur. Kveðskapinn allan má finna hér. Þar er auk þess sem sungið er um Arnþrúði til að mynda kveðið um VG, sem eru „gröð í völd“ en í þeim brag eru Bjarna Ben og Sigríði Á. Andersen ekki vandaðar kveðjurnar og talinn heldur ókræsilegur félagsskapur: „En við erum gröð í völd/og viljum þau strax í kvöld,/þó að gera þurfi samninga við glæpalýð/með grútskítugan skjöld.“Væringar Davíðs Þórs og ArnþrúðarSlegið hefur í brýnu milli þeirra Davíðs Þórs og Arnþrúðar Karlsdóttur þá er Davíð Þór gegndi prestskap á Austfjörðum. Hann hefur gagnrýnt Útvarp Sögu harðlega og talað fyrir því að útvarpsstöðin sé beitt viðskiptaþvingunum á þeirri forsendu að þar sé verið að breiða út útlendingahatur. Heyra má viðtal við Séra Davíð Þór þar um hér neðar. (Mínútu 11:53)Hljómsveitin hefur efnt til sérstakrar söfnunar á Karólína Fund til að standa straum af kostnaði við verkefnið.Rotið stjórnvald kveikjan Austurvígstöðvarnar voru stofnaðar á Reyðarfirði sumarið 2016 og eru stofnfélagar Davíð Þór Jónsson, söngvari og laga og textasmiður, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, bassaleikari og Jón Knútur Ásmundsson, trommari. Smám saman bættust fleiri í hópinn, fyrst Jón Hafliði Sigurjónsson, gítarleikari, þá Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari og loks Díana Mjöll Sveinsdóttir, söngkona. Í kynningu á hljómsveitinni segir meðal annars að markmið Austurvígstöðvanna sé að flytja blóðhráa, grimmpólitíska, andfasíska pönktónlist. „Kveikjan að stofnun sveitarinnar var uppsafnað óþol fyrir pólitískri spillingu og misbeitingu valds á Íslandi. Hvert hneykslismálið af öðru varð sveitinni innblástur og mörg laganna eru bein viðbrögð við atburðum sem afhjúpa siðferðislega rotið stjórnvald. Því miður bendir fátt til að sveitin verði uppiskroppa með yrkisefni í fyrirsjáanlegri framtíð. Á meðan félagslegt óréttlæti veður uppi hafa Austurvígstöðvarnar skuldbundið sig til að öskra sannleikann yfir gauðrifna gítara, drynjandi bassatóna og dúndrandi trommuslátt.“Hafnfirskur klerkur pönkvæðir Eskifjörð Vísir innti Jón Knút eftir því hvað í veröldinni ylli því að gamaldags pönk spretti fram nú og á Austfjörðum af öllum stöðum?„Davíð Þór stofnaði bandið þegar hann var prestur eystra. Sennilega leiddist honum. Hann hafði samband við mig og Helgu bassaleikara.“Að klerkur úr Hafnarfirði hafi pönkvætt Austfirði? „Já, ég held að þetta sé nokkuð glögg ályktun. Hann pönkvæddi allavega Eskifjörð. Reyðarfjörður á sér pönksögu. Kristur drepinn hét gamla pönkbandið hans Helga Seljan. Mér finnst engin tilviljun að pönkið eigi rætur á Reyðarfirði. Er ég bjó á Norðfirði fannst mér Reyðarfjörður vera eins og Hlemmur Austfjarða. Og nú bý ég hér.“Búið að bóka stúdíóJón Knútur er sem sagt búsettur á Reyðarfirði og segist fást við eitt og annað en starfi sem skrifstofumaður. Þar hefur hann búið síðan 2009 og undir hag sínum vel. Jón Knútur hefur lagt gjörva hönd á margt og var til að mynda ritstjóri fjölmiðilsins Austurgluggans fyrir margt löngu og var þá völlur á fjölmiðlun eystra.Vígaleg og pönkuð. Óvænt pönkinnrás að austan.Nú stefnir Jón Knútur og hljómsveitin Austurvígstöðvarnar í hljóðver með sín lög og texta. Búið er að bóka stúdíó í Reykjavík um miðjan maí og mun Jón Ólafsson, sem stundum er kallaður „Jón góði“ til aðgreiningar frá alnafna sínum, stjórna upptökum.Norðfirðingum boðið á æfingu Hinir austfirsku pönkarar eru býsna þéttir og Jón Knútur mótmælir því ekki. „Já. Ég veit. Við komum sjálfum okkur á óvart.“ Hann segir að meðlimir hljómsveitarinnar hafi dreifst um landið og því þurfi skipulag að vera gott þegar koma á saman. Þau sem eru fyrir austan eru byrjuð að æfa fyrir hljóðverið. „Við spilum í sumar á vel völdum giggum. Eistnaflug bókað. Svo vonandi í Havarínu hjá Svavari og Berglindi. Og eitthvað í bænum líka. En, fyrst ætlum að bjóða Norðfirðingum að mæta á æfingu hjá okkur einhvern tímann á næstunni. Það er skilyrðið fyrir því að æfa í félagsheimilinu Egilsbúð.“ Eistnaflug Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira
Séra Davíð Þór Jónsson, sóknarprestur í Laugarnesprestakalli í Reykjavíkurprófastsdæmi vestra, hefur samið heldur níðangurslegan brag sem beinist gegn Útvarpi Sögu og útvarpsstjóranum þar, Arnþrúði Karlsdóttur.Endalaust malar hið illgjarna bullFyrsta erindi þessa brags, sem heitir Arnþrúður er full, er svohljóðandi:Þegar útvarpsmennirnir alræmdu og slynguopna fyrir símann ég æli,því boðið er upp á beina útsendingufrá brjálæðingahæli.Þar er hatast við Islam og Evrópusambandiðog aðdáun lýst á fasisma.Öllu skal fórna fyrir föðurlandið,fávitaskap og rasisma.Og áfram mallar hið illgjarna bullþví Arnþrúður er full.Endalaust mallar hið illgjarna bullog Arnþrúður er full. Þetta erindi er hluti 13 pönkópusa Séra Davíðs Þórs sem austfirska pönkhljómsveitin Austurvígstöðvarnar hefur verið að æfa að undanförnu og stefnir í hljóðver með í maí. Þannig að til stendur að gefa þetta út.Pönkformið kallar á að menn gargi„Við treystum á að fólk taki þessu létt,“ segir trymbill hljómsveitarinnar, Jón Knútur Ásmundsson í viðtali við Vísi.Jón Knútur segir að um sé að ræða ljóðapönk og formið kalli á garg.Hann er spurður hvort hann meðlimir Austurvígstöðvarinnar óttist ekki að kveðskapurinn kunni að kalla fram einhverja kergju; komi jafnvel hljómsveitarmeðlimum í vandræði? „Lífið er of stutt. Þetta er ljóðapönk. En, þetta verður eitthvað. Það verður bara að koma í ljós, eins og sagt er. Um að gera að hafa smá sponk í þessu. Ef ekki er tekin nein áhætta í svona tónlist, þá veit ég ekki af hverju við ættum að vera að brasa í þessu. Pönkformið kallar á að menn gargi,“ segir Jón Knútur brattur. Kveðskapinn allan má finna hér. Þar er auk þess sem sungið er um Arnþrúði til að mynda kveðið um VG, sem eru „gröð í völd“ en í þeim brag eru Bjarna Ben og Sigríði Á. Andersen ekki vandaðar kveðjurnar og talinn heldur ókræsilegur félagsskapur: „En við erum gröð í völd/og viljum þau strax í kvöld,/þó að gera þurfi samninga við glæpalýð/með grútskítugan skjöld.“Væringar Davíðs Þórs og ArnþrúðarSlegið hefur í brýnu milli þeirra Davíðs Þórs og Arnþrúðar Karlsdóttur þá er Davíð Þór gegndi prestskap á Austfjörðum. Hann hefur gagnrýnt Útvarp Sögu harðlega og talað fyrir því að útvarpsstöðin sé beitt viðskiptaþvingunum á þeirri forsendu að þar sé verið að breiða út útlendingahatur. Heyra má viðtal við Séra Davíð Þór þar um hér neðar. (Mínútu 11:53)Hljómsveitin hefur efnt til sérstakrar söfnunar á Karólína Fund til að standa straum af kostnaði við verkefnið.Rotið stjórnvald kveikjan Austurvígstöðvarnar voru stofnaðar á Reyðarfirði sumarið 2016 og eru stofnfélagar Davíð Þór Jónsson, söngvari og laga og textasmiður, Helga Elísabet Beck Guðlaugsdóttir, bassaleikari og Jón Knútur Ásmundsson, trommari. Smám saman bættust fleiri í hópinn, fyrst Jón Hafliði Sigurjónsson, gítarleikari, þá Þórunn Gréta Sigurðardóttir, hljómborðsleikari og loks Díana Mjöll Sveinsdóttir, söngkona. Í kynningu á hljómsveitinni segir meðal annars að markmið Austurvígstöðvanna sé að flytja blóðhráa, grimmpólitíska, andfasíska pönktónlist. „Kveikjan að stofnun sveitarinnar var uppsafnað óþol fyrir pólitískri spillingu og misbeitingu valds á Íslandi. Hvert hneykslismálið af öðru varð sveitinni innblástur og mörg laganna eru bein viðbrögð við atburðum sem afhjúpa siðferðislega rotið stjórnvald. Því miður bendir fátt til að sveitin verði uppiskroppa með yrkisefni í fyrirsjáanlegri framtíð. Á meðan félagslegt óréttlæti veður uppi hafa Austurvígstöðvarnar skuldbundið sig til að öskra sannleikann yfir gauðrifna gítara, drynjandi bassatóna og dúndrandi trommuslátt.“Hafnfirskur klerkur pönkvæðir Eskifjörð Vísir innti Jón Knút eftir því hvað í veröldinni ylli því að gamaldags pönk spretti fram nú og á Austfjörðum af öllum stöðum?„Davíð Þór stofnaði bandið þegar hann var prestur eystra. Sennilega leiddist honum. Hann hafði samband við mig og Helgu bassaleikara.“Að klerkur úr Hafnarfirði hafi pönkvætt Austfirði? „Já, ég held að þetta sé nokkuð glögg ályktun. Hann pönkvæddi allavega Eskifjörð. Reyðarfjörður á sér pönksögu. Kristur drepinn hét gamla pönkbandið hans Helga Seljan. Mér finnst engin tilviljun að pönkið eigi rætur á Reyðarfirði. Er ég bjó á Norðfirði fannst mér Reyðarfjörður vera eins og Hlemmur Austfjarða. Og nú bý ég hér.“Búið að bóka stúdíóJón Knútur er sem sagt búsettur á Reyðarfirði og segist fást við eitt og annað en starfi sem skrifstofumaður. Þar hefur hann búið síðan 2009 og undir hag sínum vel. Jón Knútur hefur lagt gjörva hönd á margt og var til að mynda ritstjóri fjölmiðilsins Austurgluggans fyrir margt löngu og var þá völlur á fjölmiðlun eystra.Vígaleg og pönkuð. Óvænt pönkinnrás að austan.Nú stefnir Jón Knútur og hljómsveitin Austurvígstöðvarnar í hljóðver með sín lög og texta. Búið er að bóka stúdíó í Reykjavík um miðjan maí og mun Jón Ólafsson, sem stundum er kallaður „Jón góði“ til aðgreiningar frá alnafna sínum, stjórna upptökum.Norðfirðingum boðið á æfingu Hinir austfirsku pönkarar eru býsna þéttir og Jón Knútur mótmælir því ekki. „Já. Ég veit. Við komum sjálfum okkur á óvart.“ Hann segir að meðlimir hljómsveitarinnar hafi dreifst um landið og því þurfi skipulag að vera gott þegar koma á saman. Þau sem eru fyrir austan eru byrjuð að æfa fyrir hljóðverið. „Við spilum í sumar á vel völdum giggum. Eistnaflug bókað. Svo vonandi í Havarínu hjá Svavari og Berglindi. Og eitthvað í bænum líka. En, fyrst ætlum að bjóða Norðfirðingum að mæta á æfingu hjá okkur einhvern tímann á næstunni. Það er skilyrðið fyrir því að æfa í félagsheimilinu Egilsbúð.“
Eistnaflug Mest lesið „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Innlent Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Innlent Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Innlent Segir Fallon og Meyers næsta: „Gerið þetta NBC!!!“ Erlent „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Innlent Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Innlent Munu leggja fram vísindalegar sannanir fyrir því að Brigitte sé líffræðilega kona Erlent „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Innlent Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum Innlent „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé Innlent Fleiri fréttir Biðla til fólks að taka vel á móti sölumönnum þó svikahrappar séu á ferð Kimmel tekinn af dagskrá: Donald Trump grafi undan lýðræðinu Bókun 35 fór hnökralaust í gegnum fyrstu umræðu en gæti reynt á í næstu Hundruð milljóna vanti: „Þetta er hreint misrétti“ „Hver ætlar að fylgjast með því að hann komi ekki til baka?“ Vítamínmarkaðurinn á Íslandi eins og villta vestrið Tjáir sig um brottvísun Kourani og tekist á um Jimmy Kimmel Tóku fyrstu skóflustungu að næsta áfanga miðbæjarins á Selfossi „Ýtnir og frekir“ útlendingar þykjist heyrnarlausir til að svíkja af fólki fé BSRB fordæmir áform ríkisstjórnar um að skerða réttindi starfsfólks Piltur stakk mann ítrekað en var sýknaður af tilraun til manndráps Hafnir landsins þurfa hátt í hundrað milljarða næstu fimmtán árin Harma áform stjórnvalda sem heimila hækkun gjalda Innan við helmingur segist trúaður Guðjón Ragnar skipaður skólameistari „Ég er bara eins og ég er og tala bara eins og ég tala“ Inga á móti neitunarvaldi sveitarfélaga „Ævintýralegur ávinningur“ og ráðherra segir auðvelt að sækja um Kjósa um sameiningu sveitarfélaganna í lok nóvember og desember Gísli Marteinn „alls ekki“ á leið í framboð Vilja að átján ára fái að kaupa áfengi Ráðherra boðar stórtækar breytingar og Viðskiptaráð vill finna olíu Hafnar kröfu um ógildingu ákvörðunar Skipulagsstofnunar Svona gæti Sundabraut litið út: Brú eða göng meðal valkosta Stefnir í að forystan verði óbreytt Gekk fram á dauða seli: „Svona á enginn að gera“ Vilja byggja nýtt geðsvið við hlið Landspítalans í Fossvogi Íbúar þurfa ekki lengur að sjóða neysluvatn Ráðast á fangaverði og skvetta á þá ýmsum líkamsvessum „Það er erfitt að setja sig í hermannagalla í litlu sveitarfélagi” Sjá meira