Kína og Evrópa vara Trump við afleiðingum viðskiptastríðs Kjartan Kjartansson skrifar 8. mars 2018 14:44 Stáliðnaðarmaður í Kína. Verndartollunum er meðal annars ætlað að rétta af ójöfnuð í vöruskiptum Bandaríkjanna við Kína. Vísir/AFP Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti formlega í dag um verndartolla á stál og ál sem hann boðaði í síðustu viku. Ráðamenn í Evrópusambandinu og í Kína vara Trump við því að þeir muni bregðast hart við tollunum og svara í sömu mynt. Trump lýsti því skyndilega yfir í síðustu viku að hann ætlaði að leggja 25% toll á innflutt stál og 10% á ál. Grundvöllur tollana er niðurstaða skoðunar viðskiptaráðuneytisins um að innflutningurinn ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fulltrúar stál- og áliðnaðarins í Bandaríkjumum hafa verið boðaðir í Hvíta húsið í dag fyrir tilkynningu um verndartollana. Enn er þó mjög á reyki hvort tollarnir verði þeir sömu og Trump hefur áður lýst eða hvort að náin viðskiptalönd eins og Kanada og Mexíkó fái undanþágur frá þeim. Boðaðir tollar hafa ekki farið vel í leiðtoga annarra þjóða og jafnvel ekki innanlands hjá mörgum félögum Trump í Repúblikanaflokknum. Innan Evrópusambandsins hefur meðal annars verið rætt um toll á bandarískar vörur sem yrði sérsniðnir til að koma illa við heimaríki leiðtoga repúblikana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ef Donald Trump grípur til þessara aðgerða í kvöld erum við með heilt vopnabúr sem við getum notað til að svara,“ segir Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins. Wang Yi, fjármálaráðherra Kína, segir að sagan sýni að viðskiptastríð séu ekki rétta leiðin til að leysa vandamál. Bandaríkjamenn og Kínverjar þurfi ekki vera andstæðingar. „Afleiðingin verður aðeins skaðleg,“ segir Yi.Kröfu Trump skeikaði um 99 milljarða dollara Trump hefur sakað Kínverjar um að grafa undan bandarískum iðnaði og störfum. Því vill hann takmarka innflutning á ódýrum vörum frá Kína. Í gær krafðist hann þess í tísti að kínversk stjórnvöld settu saman áætlun um hvernig viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína gæti minnkað um milljarð dollara. Sú upphæð kom sérfræðingum nokkuð á óvart enda er hún afar lágt hlutfall af vöruskiptajöfnuði sem var neikvæður um 375 milljarðara dollara fyrir Bandaríkin í fyrra. Bandarískir embættismenn segja Wall Street Journal að Trump hafi í raun átt við 100 milljarða dollara. Gary Cohn, viðskiptaráðgjafi Trump, tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir að Trump ákvað að leggja verndartollana á. Mikil ringulreið ríkti í Hvíta húsinu áður en Trump tilkynnti um ákvörðun sína í síðustu viku. Embættismenn vissu ekki hvort af tilkynningunni yrði eða af efni hennar. Þá var Trump sagður hafa ákveðið að leggja tollana á vegna þess að hann var reiður yfir röð neikvæðra frétta um ríkisstjórn hans. Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Búist er við því að Donald Trump Bandaríkjaforseti tilkynnti formlega í dag um verndartolla á stál og ál sem hann boðaði í síðustu viku. Ráðamenn í Evrópusambandinu og í Kína vara Trump við því að þeir muni bregðast hart við tollunum og svara í sömu mynt. Trump lýsti því skyndilega yfir í síðustu viku að hann ætlaði að leggja 25% toll á innflutt stál og 10% á ál. Grundvöllur tollana er niðurstaða skoðunar viðskiptaráðuneytisins um að innflutningurinn ógni þjóðaröryggi Bandaríkjanna. Fulltrúar stál- og áliðnaðarins í Bandaríkjumum hafa verið boðaðir í Hvíta húsið í dag fyrir tilkynningu um verndartollana. Enn er þó mjög á reyki hvort tollarnir verði þeir sömu og Trump hefur áður lýst eða hvort að náin viðskiptalönd eins og Kanada og Mexíkó fái undanþágur frá þeim. Boðaðir tollar hafa ekki farið vel í leiðtoga annarra þjóða og jafnvel ekki innanlands hjá mörgum félögum Trump í Repúblikanaflokknum. Innan Evrópusambandsins hefur meðal annars verið rætt um toll á bandarískar vörur sem yrði sérsniðnir til að koma illa við heimaríki leiðtoga repúblikana, að sögn Reuters-fréttastofunnar. „Ef Donald Trump grípur til þessara aðgerða í kvöld erum við með heilt vopnabúr sem við getum notað til að svara,“ segir Pierre Moscovici, efnahagsmálastjóri Evrópusambandsins. Wang Yi, fjármálaráðherra Kína, segir að sagan sýni að viðskiptastríð séu ekki rétta leiðin til að leysa vandamál. Bandaríkjamenn og Kínverjar þurfi ekki vera andstæðingar. „Afleiðingin verður aðeins skaðleg,“ segir Yi.Kröfu Trump skeikaði um 99 milljarða dollara Trump hefur sakað Kínverjar um að grafa undan bandarískum iðnaði og störfum. Því vill hann takmarka innflutning á ódýrum vörum frá Kína. Í gær krafðist hann þess í tísti að kínversk stjórnvöld settu saman áætlun um hvernig viðskiptahalli Bandaríkjanna við Kína gæti minnkað um milljarð dollara. Sú upphæð kom sérfræðingum nokkuð á óvart enda er hún afar lágt hlutfall af vöruskiptajöfnuði sem var neikvæður um 375 milljarðara dollara fyrir Bandaríkin í fyrra. Bandarískir embættismenn segja Wall Street Journal að Trump hafi í raun átt við 100 milljarða dollara. Gary Cohn, viðskiptaráðgjafi Trump, tilkynnti að hann myndi láta af störfum eftir að Trump ákvað að leggja verndartollana á. Mikil ringulreið ríkti í Hvíta húsinu áður en Trump tilkynnti um ákvörðun sína í síðustu viku. Embættismenn vissu ekki hvort af tilkynningunni yrði eða af efni hennar. Þá var Trump sagður hafa ákveðið að leggja tollana á vegna þess að hann var reiður yfir röð neikvæðra frétta um ríkisstjórn hans.
Bandaríkin Donald Trump Mexíkó Tengdar fréttir Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12 Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51 Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14 ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58 Mest lesið Ólafur Ingi: „Ég er kostuð eiginkona“ Atvinnulíf Einróma niðurstaða að Hörður sé eins og Kristján í Frozen Atvinnulíf Nýr flugrekstrarstjóri Icelandair Viðskipti innlent Óábyrgt að afskrifa kílómetragjaldið Neytendur Kílómetragjaldið mögulega fórnarlamb stjórnarslita Neytendur Þurfti ekki að sýna fram á að greitt hafi verið fyrir duldar auglýsingar Neytendur Engin endurgreiðsla þrátt fyrir rifbeinsbrot Neytendur Brá sér frá í sauðburð og kvíðinn ferðamaður flúði Neytendur „Reglugerðin tekur gildi hvort sem menn hafa þetta hugrekki eða ekki“ Atvinnulíf Máttu rukka íslenska konu um 1,2 milljónir fyrir dvöl á spítalanum Neytendur Fleiri fréttir Linkedin sektað um tugi milljarða Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Sekta Google um meira en allan pening heimsins Adidas og Ye sættast Bjóða upp á veðmál um leiki barna og styrkja knattspyrnurisa Bein útsending: Hver hlýtur hagfræðiverðlaun sænska seðlabankans? United Airlines hefur flug milli New York og Nuuk Viðskiptavinir gjaldþrota rafmyntakauphallar endurheimta milljarða Samþykktu allt að 45 prósent toll á kínverska rafbíla Samið um lok umfangsmikils verkfalls hafnarverkamanna Sjá meira
Bandaríkjastjórn gæti tilkynnt um verndartolla á stál og ál Harðar deilur eru sagðar geisa innan Hvíta hússins um verndartollana sem hafa enn ekki verið fullmótaðir. 1. mars 2018 12:12
Efnahagsráðgjafi Trump segir af sér Samkvæmt tilkynningunni er engin ein ástæða fyrir því að Cohn hverfur frá störfum 6. mars 2018 22:51
Trump vill skattleggja innflutta bíla frá ESB-ríkjum Donald Trump bandaríkjaforseti hótar því að leggja sérstakan skatt á bíla sem fluttir eru til Bandaríkjanna frá ríkjum innan Evrópusambandsins. 3. mars 2018 22:14
ESB ætlar að svara verndartollum Trump af hörku Á sama tíma tísti Bandaríkjaforseti um að viðskiptastríð séu auðvinnanleg og af hinu góða. 2. mars 2018 11:58