Garðabær styrkir Stjörnuna með húsnæði fyrir leikmenn Sigurður Mikael Jónsson skrifar 9. mars 2018 07:00 Þetta 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund er meðal þeirra eigna sem Garðabær leigir Stjörnunni endurgjaldslaust. Bærinn eignaðist húsið stóra fyrir rúmum áratug en upphaflega stóð til að rífa það. Vísir/Vilhelm „Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira
„Við höfum fært þetta sem styrki. Þetta er húsnæði sem við erum ekki að leigja almennt út og er tímabundið. Sumt af þessu er til niðurrifs,“ segir Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Tvær íbúðir og eitt 250 fermetra einbýlishús í eigu bæjarins eru leigð íþróttafélaginu Stjörnunni endurgjaldslaust fyrir atvinnu- og afreksíþróttafólk félagsins. Bæjarfulltrúi í Garðabæ vill vita hvers vegna bærinn leigi eignirnar og ellefu aðrar á almennum markaði á sama tíma og íbúar eru á biðlista eftir félagslegu húsnæði. „Stjarnan hefur farið þarna inn með sitt fólk og tjaslað þessu aðeins til en þetta er yfirleitt tímabundið. Það hefur verið ágætis lausn þannig. Þannig höfum við náð að styrkja félagið og starfsemina þar,“ segir Gunnar aðspurður um íbúðirnar sem Stjarnan fær endurgjaldslaust. Hinar ellefu fasteignirnar sem María Grétarsdóttir, bæjarfulltrúi M-lista fólksins í bænum, spurði um á fundi bæjarráðs á þriðjudag eru leigðar út gegn greiðslu.Gunnar Einarsson, bæjarstjóri Garðabæjar. Vísir/Anton BrinkEin þeirra eigna sem Stjarnan fær til afnota er 254 fermetra einbýlishús við Ránargrund sem Hlynur Bæringsson, landsliðsmaður og leikmaður Stjörnunnar í körfuknattleik, býr í. Húsið keypti bærinn fyrir þó nokkrum árum með það fyrir augum að rífa það. „Við höfum sagt við Stjörnuna að þarna sé húsnæði sem við viljum ekki leigja út vegna þess að það var stefnt að því að rífa það og það er ekki í góðu ásigkomulagi. Við vildum ekki fara í viðgerðir á húsinu til að fara að leigja það út. Stjarnan leit á þetta hús og gerði eitthvað við það. En það er bara tímabundið. Við keyptum það á sínum tíma til niðurrifs. Síðan fékk leikskóli þarna inni þar til heilbrigðiseftirlitið gerði athugasemdir við að það væri ekki nægjanlega gott.“ Aðspurður segir Gunnar að þær íbúðir í eigu bæjarins sem leigðar eru út á almennum markaði henti ekki til félagslegrar útleigu. „Þetta er víkjandi húsnæði. En við erum að fara yfir hverja og eina íbúð með skýringum á hvernig fólk hefur farið þar inn og hvers vegna og það leggjum við fram í bæjarráði á þriðjudag.“ Aðspurður hversu margir bíði eftir félagslegu húsnæði kveðst Gunnar ekki vita nákvæma tölu nú en nýverið hafi það verið rétt rúmlega tuttugu. Þar sé ekki fólk í bráðri neyð. „Það er enginn á götunni, það er fólk sem er að óska eftir öðruvísi húsnæði. Biðlistinn okkar er tiltölulega stuttur miðað við það sem gengur og gerist í nágrannasveitarfélögunum.“ Ljóst er að Stjarnan fær ágæta meðgjöf frá bænum því á sama bæjarráðsfundi var samþykkt að veita félaginu tæpar 1,7 milljónir í styrk til að greiða álögð fasteignagjöld félagsins.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Trump fer mikinn á Truth Social og virðist ætla sér Kanada Erlent Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Innlent Fyrsta árinu af fjórum lokið Erlent Rauð norðurljós vegna kórónugoss Innlent Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Innlent Ingibjörg býður sig fram í formanninn Innlent Fjórar hákarlaárásir á aðeins 48 klukkustundum Erlent Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Innlent Vöruðu við slæmum skilyrðum á brautinni Erlent Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Innlent Fleiri fréttir „Ekki gott að fólk sé endalaust að sulla svona í víni“ Styrkleiki að formaður Framsóknar eigi sæti á þingi Þrjátíu á slysadeild vegna hálku og sjúkrabílar á leiðinni með fleiri Mannréttindaráðið ræðir Íran að frumkvæði Íslands Fimm starfslokasamningar kostað Hafró 35 milljónir Ögranir Trumps halda áfram og tugir leituðu á bráðamóttöku í hálkunni Á þriðja tug á bráðamóttöku vegna hálkuslysa Ingibjörg býður sig fram í formanninn Þrír fullir Íslendingar lausir úr haldi Hrókering hjá Helga og Miðflokknum vex Áss megin Sandra tekin við af Guðbrandi Flughált í höfuðborginni og víðar um land Lamdi konu stuttu eftir að hann var stunginn Sænski herinn með viðbúnað á Íslandi Loðnuvertíð hafin og floti farinn til loðnumælinga Deilt um verðhækkanir Veitna Veita hjúkrunarheimilum ráðgjöf vikulega vegna drykkju eldri borgara Ráðherra hafi gefið veiðileyfi á sig Rauð norðurljós vegna kórónugoss Hljóp á sig Ósanngjarnt að skattgreiðendur borgi framkvæmdaruslið Vegagerðin ræðst í úrbætur á slysstað banaslyss Össur um öryggismálin, vandi vinstrisins og falin fíkn eldri borgara Íslendingur handtekinn á EM Ráðuneytið vill að fleiri bjóði sig fram Ólafur sakar Ingu um að vera sjúka í að láta mynda sig við skóflustungur „Dapurlegt að gera ákvarðanirnar tortryggilegar“ Hundaeigendur hvattir til að vera á varðbergi Hafi brotist inn til föður barnsmóður sinnar og reynt að myrða hann Handtökur, húsleit og haldlögð vopn í lögregluaðgerðum á Akureyri Sjá meira