Mikil áhætta í fundi Trump og Kim Samúel Karl Ólason skrifar 9. mars 2018 23:30 Kim Jong-un og Donald Trump. Vísir/AFP Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun. Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Þjóðarleiðtogar víða um heim hafa tekið vel í mögulegan fund Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, og Kim Jong-un, einræðisherra Norður-Kóreu en þó sýnt varkárni. Ljóst þykir að um mikið áhættuspil er að ræða fyrir Trump og ansi margt gæti komið í veg fyrir fundinn eða að hann skili nokkrum árangri. Viðræður á milli Bandaríkjanna og Norður-Kóreu á þessu stigi hafa ekki átt sér stað um langt skeið og ef fundinum verður mun það verða í fyrsta sinn sem forseti Bandaríkjanna ræðir við leiðtoga Norður-Kóreu. Þar að auki yrði Trump fyrsti þjóðarleiðtoginn sem Kim myndi ræða við. Embættismenn frá Suður-Kóreu segja Trump hafa samþykkt að funda með Kim nánast samstundis þegar beiðni einræðisherrans var lögð fyrir forsetann. Til stendur að halda fundinn fyrir maí en til þess þarf mikil undirbúningsvinna að eiga sér stað.Vilja viðurkenningu Yfirvöld Norður-Kóreu hafa lengi sóst eftir fundi með leiðtogum Bandaríkjanna, samkvæmt sérfræðingum sem Reuters ræddi við, og hefur markmið þeirra verið að öðlast viðurkenningu á alþjóðasviðinu.Sérfræðingar sem AP ræddi við voru sammála því og veltu upp þeirri spurningu hvort að Trump væri tilbúinn að standa við hlið Kim, sem hann hefur lýst sem grimmum einræðisherra sem ekki sé hægt að treysta og hvaða skilaboð það sendi til heimsins.Opinber stjórnmálatengsl Bandaríkjanna og Norður-Kóreu eru engin og eru ríkin tæknilega í stríði sem hófst árið 1950. Fundurinn gæti leitt af sér friðarsamkomulag sem myndi einnig fela í sér viðurkenningu á einræðisstjórn Kim.Árangur ólíklegur „Kim er ekki að bjóða Trump til fundar svo hann geti látið af kjarnorkuvopnaáætlun sinni. Hann er að bjóða honum til fundar svo hann verði á sama palli og forseti Bandaríkjanna,“ sagði Vipin Narang frá MIT. Það að veita Norður-Kóreu ekki viðurkenningu er einmitt það sem hefur komið í veg fyrir að fyrrverandi forsetar og aðrir háttsettir embættismenn hafi rætt við embættismenn Norður-Kóreu. Hann sagði einnig að þrátt fyrir að mögulega sé ekki erfitt að undirbúa fundinn sé erfitt að meta á svo stuttum tíma hvaða árangur fundurinn gæti borið. „Trump mun krefjast þess að Norður-Kórea láti af kjarnorkuvopnaáætlun sinni þá og þegar og hleypi eftirlitsmönnum inn í landið. Þeir munu ekki gera það. Norður-Kórea mun krefjast þess að Bandaríkin láti alfarið af harðri stefnu sinni gegn ríkinu. Þeir munu ekki gera það. Þannig munu báðir aðilar ganga frá fundinum með ekki neitt í höndunum.“ Verði engin niðurstaða á fundinum og verði báðir aðilar ósáttir gæti það fækkað mögulegum lausnum á deilunni á Kóreuskaganum.Reynsluleysið mikilvægt Meðal þess sem sérfræðingar óttast einnig er að reynsluleysi í ríkisstjórn Trump gæti komið niður á viðræðunum og mögulega gæti Norður-Kórea nýtt sér það reynsluleysi. Trump hefur ekki enn skipað sendiherra í Suður-Kóreu og helsti samningamaður Bandaríkjanna gagnvart Norður-Kóreu og einn mesti sérfræðingur ríkisins um einræðisríkið hætti nýlega í starfi sínu. Ein afleiðing þessa reynsluleysis gæti verið að Norður-Kórea myndi setja ásættanlegan samning á borðið sem Trump og starfsfólk hans væru ekki tilbúin til að samþykkja. Það gæti gæti leitt til þess að nágrannaríki Norður-Kóreu kæmust að þeirri niðurstöðu að einræðisríkið væri ekki vandamálið. Heldur væru það Bandaríkin. Sérfræðingar segja mikilvægt að embættismenn Bandaríkjanna undirbúi sig vel fyrir fundinn.Ætla ekki að slaka á þrýstingi yfirvöld Bandaríkjanna lýstu því yfir í dag að þrýstingnum yrðu ekki létt á Norður-Kóreu í aðdraganda fundarins og hafa forsvarsmenn annarra ríkja sagt það sama. Mike Pence, varaforseti, sagði það að Norður-Kórea væri tilbúin til viðræðna og að hætta kjarnorkuvopna- og eldflaugatilraunum, í bili, væri til marks um árangur stefnu ríkisstjórnar Trump í að einangra Norður-Kóreu og beita þá þrýstingi.Hann sagði að Norður-Kórea væri að setjast við borðið án þess að hafa fengið nokkurs konar tilslökun.
Bandaríkin Donald Trump Tengdar fréttir Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55 Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46 Mest lesið Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Erlent Ísland gæti orðið leiðandi í notkun hugvíkkandi efna Innlent Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Erlent Icelandair hættir flugi til Ísafjarðar Innlent Þungt haldinn eftir að hafa farið í sjóinn Innlent Telur einnar nætur virði að reyna að fá Spasskí Innlent Kennari mun ekki hlýða snjallsímabanni í skólum Innlent „Steinhissa“ þegar honum var birt ákæra Innlent Kona féll fram af svölum fjölbýlishúss í Breiðholti Innlent Slegin óhug vegna eyðileggingarmáttar náttúruaflanna Innlent Fleiri fréttir Tollaákvarðanir Trump tóku gildi á miðnætti og Kína svarar fyrir sig Bandaríkjamenn setja vopnasendingar á bið Páfinn glímir við mikil öndunarvandræði en þó með meðvitund Tveir látnir í Mannheim Einn látinn í Mannheim eftir að bíl var ekið á fólk „Maðurinn með gullarminn“ látinn Cuomo býður sig fram til borgarstjóra New York Erfitt að sjá aðila ná saman um annan fasa vopnahlésins Hegseth fyrirskipar hlé á netaðgerðum gegn Rússum Starmer segir tíma aðgerða til kominn Hundruð Bandaríkjamanna mótmæltu í nafni Úkraínu Stöðva allan vöruinnflutning inn á Gasa Skrifuðu undir 400 milljarða króna lán til vopnaframleiðslu Kastaðist í kekki milli sendiherrans og öldungadeildarþingmanns Vonast til að geta átt gott samband við Trump Fyrsti fasi vopnahlésins á enda og framtíðin óljós Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Heilsu páfans hrakar skyndilega Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Ríkisútvarpið leggur niður störf í miðri kosningabaráttu Selenskí þakkar fjórum sinnum fyrir sig Segir Selenskí vanþakklátan og hætta á heimsstyrjöld Trump afturkallar styrki til 5.800 þróunarverkefna Mexíkóar framselja 29 stórglæpamenn til Bandaríkjanna Mynduðu stjórn án stærsta flokksins Herinn gerir upp mistökin í aðdraganda árásarinnar 7. október „Breskir hermenn geta séð um sig sjálfir“ Boris Spassky er látinn Sjá meira
Fréttirnar um fund Trump og Kim líkt og „kraftaverk“ Leiðtogar Kína, Japans og Suður-Kóreu fagna fyrirhuguðum fundi Bandaríkjaforseta og leiðtoga Norður-Kóreu. 9. mars 2018 08:55
Trump ætlar að hitta Kim Forseta Bandaríkjanna barst í dag bréf frá einræðisherra Norður-Kóreu og beiðni um fund sem halda á fyrir maí. 9. mars 2018 00:46