Aftur í vagninn! Guðmundur Andri Thorsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðmundur Andri Thorsson Mest lesið Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson Skoðun Kóngar vímuefnaheimsins Lára G. Sigurðardóttir Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir Skoðun Halldór 18.01.2025 Halldór Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Valkyrjur: Ekki falla á prófinu! Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Hvammsvirkjun og meintur orkuskortur Ólafur Páll Jónsson skrifar Skoðun 13,5 milljónir Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Að vera léttvægur fundinn Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Er heimurinn á leið til helvítis? Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Vinnum í lausnum Edda Sif Pind Aradóttir skrifar Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Frelsi til sölu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar Skoðun Leikskólakerfið á krossgötum: Gæði eða hraði? Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hvað með það þótt sérfræðingar að sunnan fari í verkfall? Silja Bára Ómarsdóttir skrifar Skoðun Svar við „Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu“ Rajan Parrikar skrifar Skoðun Dýr eiga skilið samúð og umhyggju Anna Berg Samúelsdóttir skrifar Skoðun Upplýsingaóreiða og rannsóknir á mettaðri fitu Hópur lækna skrifar Skoðun Gervigreind og markþjálfun: Samvinna eða samkeppni? Ásta Guðrún Guðbrandsdóttir skrifar Skoðun Bjarni Ben í þátíð Guðmundur Einarsson skrifar Skoðun Ísland og stórveldin Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Ósvífin olíugjöld kynda undir verðbólgu Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Eru skattar og gjöld verðmætasköpun? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Hvað er græni veggurinn að reyna að segja okkur? Bjarki Gunnar Halldórsson skrifar Skoðun Sorg barna - Sektarkennd og samviskubit Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hvers vegna hafa Svíar ekki tekið upp evruna? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Górillur í postulínsbúð – Nýfrjálshyggjuklíkan tekur völdin Guðröður Atli Jónsson skrifar Skoðun Leikskólakerfið: Samfélagsgildi fram yfir hagnað Svava Björg Mörk skrifar Skoðun Hagræðing í ríkisrekstri: Heilræði fyrir nýja ríkisstjórn Ómar H. Kristmundsson skrifar Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar Sjá meira
Þegar ég var að alast upp í Vogahverfinu í Reykjavík á sjöunda og áttunda áratug síðustu aldar tókum við flestöll strætó til að fara á milli borgarhluta. Við sátum hvert með öðru, krakkar og forstjórar, fiskverkafólk og erindrekar, skósmiðir og fulltrúar, húsmæður og tannlæknar – og borgarfulltrúar: Kristján Benediktsson sá góði fulltrúi Framsóknarflokksins var alltaf í Vogavagninum á morgnana. Í strætó var maður innan um fólk, maður sá fólk, fékk tilfinningu fyrir öðru fólki og sjálfum sér í samhengi við það. Reglulega vorum við beðin af vagnstjóra að gjörasvovelog færa okkur aftar í vagninn, svo að fleiri kæmust fyrir. Það efldi félagsandann og tillitssemina og tilfinninguna fyrir því að búa í borg með öðru fólki. Frá þessum árum hefur höfuðborgarsvæðið færst fjær því að standa undir nafni sem borg, hvað varðar þjónustu og mannlíf í hverfunum, sem eru mörg bara samsafn af svefnherbergjum. Almenningssamgöngur sem hafa um árabil mátt þoka fyrir sífellt aukinni notkun einkabíla, en eins og kunnugt er líta margir Íslendingar á bíla sem nokkurs konar úlpu, skrifstofu á hjólum eða vélknúinn hest sem rati sjálfur meðan bílstjórinn er í símanum, og telja það til marks um meiriháttar ósigur í lífinu að þurfa að deila rými með öðru fólki meðan farið er milli bæjarhluta. Nú stendur til að gera stórátak í almenningssamgöngum með svokallaðri Borgarlínu, sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa sameinast um að byggja upp með atbeina ríkisins. Takist þetta átak er þess jafnvel að vænta að almenningssamgöngur komist í svipað horf og var á uppvaxtarárum mínum. Það er verðugt markmið. Samt virðast sumir frambjóðendur ætla að bjóða fram undir kjörorðinu: Enginn í strætó! Við þurfum öll að færa okkur aftar í vagninn ef við eigum að komast hér öll fyrir. Það er óskiljanlegt að á því herrans ári 2018, sé deilt um það hvort raunhæfar og áreiðanlegar almenningssamgöngur – eins og tíðkast um allan heim – skuli vera hluti grunnþjónustu sveitarfélaganna.Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun
Skoðun Fögnum vopnahléi og krefjumst varanlegs friðar Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Blað brotið í húsnæðismálum: VR Blær afhendir sínar fyrstu íbúðir Halla Gunnarsdóttir,Ragnar Þór Ingólfsson skrifar
Skoðun Loftmengun yfir áramótin og mikilvægi inniloftsgæða allt árið Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir,Árna Benediktsdóttir skrifar
Skoðun Brjóstakrabbamein – náum enn meiri árangri með stóraukinni þátttöku í skimun Halla Þorvaldsdóttir skrifar
Skoðun Í leikskóla er gaman – þegar það má mæta Valentina Tinganelli,Eyjólfur Sigurjónsson,Elísabet Erlendsdóttir,Sigrún Torfadóttir,Daniel Karlsson,Særún Ósk Böðvarsdóttir,Anna Margrét Arthúrsdóttir,,Una Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson skrifar
Skoðun Mikilvægi stöðutöku á stafrænni hæfni fyrir íslensk ferðaþjónustufyrirtæki Ólína Laxdal,Sólveig Nikulásdóttir skrifar
Ísland verði Noregur á sterum: Sannleikurinn er lyginni líkastur- náttúruauðlindir fást gefins Björn Ólafsson Skoðun