Harpa og Sigur Rós skiptu með sér stórkostlegu fjárhagstjóni Sigurður Mikael Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:00 Miðasölumálið varpaði dökkum skugga á viðburð Sigur Rósar í Hörpu í desember. Tekist var á um frávísunarkröfu í málinu fyrir dómi í gær. Vísir/Getty Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það. Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Meðlimir hljómsveitarinnar Sigur Rósar höfðu miklar áhyggjur af því þegar ljóst varð að 35 milljónir af miðasölutekjum tónleika þeirra í Hörpu í desember síðastliðnum væru horfnar og um tíma stefndi í að þeir færu jafnvel ekki fram. Þetta kom fram í máli Baldvins Björns Haraldssonar, lögmanns Hörpu ohf., við munnlegan málflutning í Héraðsdómi Reykjavíkur í gær. Í dómsal í gær var hart tekist á um frávísunarkröfu Kára Sturlusonar og félags hans, KS Productions slf., í málinu. Líkt og greint hefur verið frá stefndi Harpa tónleikahaldaranum Kára og félagi hans til endurgreiðslu á 35 milljóna fyrirframgreiðslu sem hann fékk af miðasölutekjunum og fékk kyrrsetningu á eignir hans.Sjá einnig: Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Kári var ekki viðstaddur í dómsal í gær en lögmaður hans, Steinbergur Finnbogason, fór þar í löngu máli fram á frávísun með vísan í vanreifun, óskýrðar kröfur og gekk svo langt að segja málatilbúnað stefnanda allan í „skötulíki.“Hljómsveitarmeðlimum Sigur Rósar leist ekkert á blikuna.Vísir/gettyBaldvin Björn furðaði sig á frávísunarkröfunni og má segja að hann hafi tætt hana í sig lið fyrir lið í dómsal í gær. Í dómsal kom fram að tekjur af tónleikunum hafi í heildina numið um 80-90 milljónum króna og af þeim fjármunum hafi að sögn Baldvins Björns Harpa leyft sér á sínum tíma að greiða Kára fyrirfram 35 milljónir króna í trausti þess að hann myndi nota þá fjármuni í að undirbúa tónleikana. Svo fór, líkt og fram hefur komið í tilkynningu Hörpu og Sigur Rósar, að samningi við Kára var rift vegna meintra vanefnda og trúnaðarbrests og hann því ekki aðili að tónleikunum lengur. Baldvin Björn lagði áherslu á að ekki væri um bótakröfu að ræða í málinu, einungis endurgreiðslu á fyrirframgreiðslunni með vísan í samning Hörpu og Kára. Lögmaðurinn sagði málið snúast um 35 milljónir sem virtust hafa „gufað upp“ sem ekki sé gott fyrir eigendur Hörpu, ríki og borg. Málshöfðunin og kyrrsetning eigna hafi því verið til að tryggja endurgreiðslu enda áhöld um að Kári væri borgunarmaður. Baldvin Björn sagði Kára hafa vikist undan áskorunum um endurgreiðslu, en lögmaður hans vildi meina að engin gögn væru lögð fram því til staðfestingar að slíkt hafi ítrekað verið reynt.Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu.Vísir/ValliBaldvin Björn sagði Kára hafa lofað því í vitna viðurvist að endurgreiða upphæðina og því verið fyllilega meðvitaður um hana. Hvort Kári og KS Productions ættu síðan kröfu vegna útlagðrar vinnu við undirbúning tónleikanna áður en kom til riftunar væri annar handleggur. Þetta tiltekna mál snerist um endurgreiðslu á hinni háu fyrirframgreiðslu. Fram kom í dómsal að greiðslur Hörpu ohf. til Kára hafi verið gerðar í nokkrum millifærslum frá júní til ágúst í fyrra. Þó tónleikarnir hafi farið fram og þeir væru vissulega yfirstaðnir lagði Baldvin Björn áherslu á að enn vantaði 35 milljónir í uppgjörið.Sjá einnig: Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Um þetta gat hafi Harpa og Sigur Rós þurft að semja sérstaklega. Lögmaðurinn sagði ekki hafa verið auðvelt að ákveða hvernig menn skiptu með sér 35 milljóna króna „tapi“ og um væri að ræða „stórkostlegt tjón sem væntanlega er orðið“. Forstjóri Hörpu, Svanhildur Konráðsdóttir, hefur hingað til ekki viljað tala um þessa upphæð sem tapaða og forsvarsmenn Hörpu og Sigur Rósar treysti því að fjármunirnir fáist endurgreiddir. Miðað við það sem fram kom í málflutningnum í gær hefur nokkur efi verið um það.
Birtist í Fréttablaðinu Dómsmál Tengdar fréttir Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00 Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00 Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24 Mest lesið „En við munum sjá til þess að allt fari vel“ Erlent Trans hermenn leitaðir uppi og látnir fjúka innan 60 daga Erlent Segja Tate bræður á leið til Bandaríkjanna í einkaþotu Erlent „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Innlent Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Innlent Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Innlent Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Innlent Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Innlent Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ Innlent Fleiri fréttir Þjónusta fólk sem reykir ópíóíða og vímuefni í ómerktum bíl Með tuttugu kíló af hassi og marijuana í farangrinum Ölvaður, réttindalaus og með barn í bílnum Ný þrjátíu milljarða króna álma bætist við Leifsstöð Spyr sig hvort eftirlitsnefnd hafi unnið hratt í „þágu tiltekinnar niðurstöðu“ „Við þurfum einhvers staðar að draga saman á móti“ Hefur ekki áhyggjur af því að launahækkanir valdi óróa Vonar að áfanginn leiði til þess að kennarar treysti stjórnvöldum á ný „Að gera þetta svona rétt fyrir sauðburð þykir okkur mjög grimmilegt“ Skoðaði staðsetningu stúlkunnar hátt í 150 sinnum fyrir árásina Flokkur fólksins á niðurleið Flugbrautin opnuð á ný Þjófurinn reyndist sofandi inn á baði Sögulegur samningur og Flokkur fólksins á niðurleið Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Bein útsending: Öryggismál í öndvegi Bæjarskrifstofan snýr aftur til Grindavíkur Brugðist við biðlaunum Ragnars Þórs: „Mesta bull sem ég hef heyrt“ Furðu lostin yfir bílaplani í grænmetisparadís Tekur varaformannsslaginn Jakob Reynir Aftur reyndi aftur og fær að reyna aftur Ráðist í skipulagsbreytingar og þremur sagt upp Hugsi yfir ríflegum launahækkunum kennara Kátt á hjalla í Karphúsinu í gærkvöldi Leggjast aftur yfir myndefnið Leggur til íslenskan her, leyniþjónustu og herskyldu Vilja hvalkjöt af matseðlinum Lítil huggun í svörum sendiráðsins og íþróttafólki hótað lífstíðarbanni Handtökur vegna nágrannaerja og slagsmála í miðbænum Nágranni vill banna kylfingum að nota veginn að Bakkakotsvelli Sjá meira
Sakna tuga milljóna úr miðasölu hjá Sigur Rós Ríflega 30 milljónir króna af miðasölu tónleikaraðar Sigur Rósar í Hörpu í desember eru horfnar. Ábyrgðarmaður tónleikanna fékk fyrirframgreiðslu hjá Hörpu. 13. september 2017 05:00
Forstjóri Hörpu sver af sér aðkomu að tug milljóna máli Sigur Rósar Svanhildur Konráðsdóttir, forstjóri Hörpu, segist enga persónulega aðkomu hafa átt að málum er varða tugmilljóna greiðslu sem tónleikahaldarinn Kári Sturluson fékk af miðasölu á tónleika Sigur Rósar sem eiga að fara fram í desember. 14. september 2017 06:00
Fara fram á kyrrsetningu á eignum Kára vegna skuldar við Hörpu og Sigur Rós Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Hörpu og Sigur Rós en ástæðan er sögð trúnaðarbrestur Kára vegna ráðstöfunar hans á hluta af miðasölutekjum, sem hann óskaði eftir að yrðu leystar út m.a. vegna meints kostnaðar við undirbúning verkefnisins. 2. nóvember 2017 19:24
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent
Ragnar um biðlaun annars formanns: „Hvað gerir þessa gæðinga að svo miklu betri mönnum en okkur?“ Innlent