Ekki tilbúin að gefa innanlandsflug frá Keflavík upp á bátinn Stefán Ó. Jónsson skrifar 20. febrúar 2018 07:34 Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir segir það vera vonbrigði að innanlandsflugið frá Keflavík falli niður. VÍSIR/EYÞÓR Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent. Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, segir of snemmt að útiloka áframhaldandi innanlandsflug frá Keflavíkurflugvelli. „Ég sé í sjálfu sér ekki hvað hið opinbera getur lagt af mörkum í þeim efnum umfram það sem við höfum þegar gert en ég er sannarlega tilbúin til að eiga samtal við hlutaðeigandi um það,” segir Þórdís Kolbrún í samtali við Túrista. Greint var frá því fyrir helgi að innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verði hætt frá og með 15. maí næstkomandi. Að sögn framkvæmdastjóra Air Iceland Connect, Árna Gunnarssonar, reyndist hreinilega ekki nnægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land.Í samtali við kvöldfréttir Stöðvar 2 sagði Árni að tilraunin hafi verið sú viðamesta til þessa, með fimm flug á viku. Ekki hafi þó verið talið vænlegt til árangurs að gefa þessari tilraun lengri tíma. Þróunin hafi ekki bent til þess að líkur væru á að hún gæti staðið undir sér til framtíðar.Einna helst íslenskir ferðamenn Þórdís Kolbrún segir í viðtali á vef Túrista það vera vonbrigði að þessi flugleið milli Keflavíkur og Akureyrar skuli falla niður. Lagt hafi verið töluvert af mörkum til að gera hana að möguleika, til að mynda með því að breyta reglum flugþróunarsjóðs svo að þær næðu til þessarar leiðar. Sjóðurinn hafi þannig styrkt flugið um næstum 10 milljónir króna á ekki lengri tíma, eða um tveimur árum. Þá hafi að sama skapi verið varið um 80 milljónum í markaðssetningu á fluvöllunum á Akureyri og Egilsstöðum til erlendra ferðamanna. Tengiflugið frá Keflavík hafi þó einna helst verið nýtt af Íslendingum að sögn Þórdísar. Engu að síður hefur erlendum ferðamönnum þó verið að fjölga í innanlandsfluginu út frá Reykjavík. Hlutdeild þeirra í innanlandsfluginu hafi um árabil verið um 5 prósent en er að sögn Árna hjá Air Iceland Connect nú komið í um 20 prósent.
Ferðamennska á Íslandi Tengdar fréttir Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00 Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45 Mest lesið Þriðji KFC-morðinginn fundinn rúmlega fjörutíu árum síðar Erlent Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Innlent Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Innlent Maðurinn sem var næstur í röðinni hjá mormónum látinn Erlent Níu handteknir fyrir að safna pening fyrir Hamas Erlent Einn látinn í óveðrinu í Svíþjóð Erlent Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Innlent Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Innlent Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Innlent Árekstur á Suðurlandsbraut Innlent Fleiri fréttir Dró konu eftir gangstétt og lyfti henni svo upp með hálstaki Reyndi ítrekað að stofna til slagsmála við skemmtistað Sjálfvirkir lyfjaskammtarar borgi sig tvöfalt til baka Tilhæfislaus líkamsárás í annað sinn og enginn kom til aðstoðar Keyptu aðstoð vegna leiðréttingar landsframlags og hringferðar ráðherra Frumkvæðisvinna lögreglu að loka fjórum afhendingarstöðum „Fara þarf í raunverulegar aðgerðir“ Hrindir af stað söfnun fyrir föður drengsins Kjartan sækist ekki eftir endurráðningu sem bæjarstjóri Landeldi í vexti og lögregla lokar áfengisverslunum Árekstur á Suðurlandsbraut Ekki talinn tengjast aukinni eldvirkni Handteknir grunaðir um framleiðslu fíkniefna Jarðskjálfti við Kleifarvatn Lögreglumenn eltu lausa hesta Lögregla lokaði Smáríkinu og Nýju vínbúðinni Stöðvuðu menn í ofbeldishug við landamærin Piltur skilinn eftir ber að ofan og skólaus eftir hrottafengna árás Dæmdur fyrir líkamsárás í matsalnum Engir ælupokar notaðir, þetta var núllpokaflug Hafði komið sér fyrir á háalofti hótels Tap upp á 130 milljónir og neikvætt eigið fé upp á aðrar 26 Umferðin róleg í kirkjugörðunum Töpuðu tæpum hundrað milljónum Milljónir í sekt fyrir að bakka á konu Þörf á að skerpa á verklagi spítalans í heimilisofbeldismálum Engin jólamessa vegna rafmagnsleysis Klæðning fauk af Stjórnsýsluhúsinu og skemmdi bíla Gleðileg jól, kæru lesendur Einn fluttur á sjúkrahús eftir bílslys Sjá meira
Starfshópur mælir með nýjum innanlands- og alþjóðaflugvelli í Hvassahrauni Slíkur flugvöllur gæti þjónað alþjóðlegu tengiflugi sem og innanlandsflugi betur en flugvellirnir í Keflavík og Reykjavík geri og muni kosta á bilinu 140 til 200 milljarða króna fullbúinn. 8. febrúar 2018 20:00
Ferðamenn höfðu ekki áhuga á innanlandsflugi frá Keflavík Innanlandsflugi milli Akureyrar og Keflavíkur verður hætt, þar sem ekki reyndist nægur áhugi hjá erlendum ferðamönnum að fljúga beint út á land. 16. febrúar 2018 20:45