Sport

Það er vel hægt að eignast börn og vinna til verðlauna á ÓL

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
Martinod með dóttur sinni eftir að silfrið var í höfn.
Martinod með dóttur sinni eftir að silfrið var í höfn. vísir/getty
Franska móðirin Marie Martinod vann til silfurverðlauna á ÓL í nótt og vildi með því senda skýr skilaboð til annarra kvenna.

„Það er vel hægt að vera kona, eignast börn og vinna svo til verðlauna á Ólympíuleikum,“ sagði hin 33 ára gamla Martinod sem varð önnur í half pipe skíðafimi.

Hún eignaðist barn árið 2009 og sér ekki eftir því að hafa ákveðið að halda áfram í íþróttinni eftir það.

„Ég hef lagt verulega hart að mér og get nú yfirgefið þennan vettvang með jákvæð skilaboð til allra kvenna. Að það sé allt hægt með því að leggja mikið á sig. Jafnvel þó maður sé 33 ára móðir.“

Hin 25 ára gamla Cassie Sharpe frá Kanada tók gullið í greininni.


Tengdar fréttir

Besti og lélegasti keppandinn á Vetrarólympíuleikunum

Hin bandaríska Elizabeth Swaney er ein af óvæntu stjörnunum á Vetrarólympíuleikunum. Ástæðan er sú að hún gerði nákvæmlega ekki neitt í sinni grein sem þó gengur út á að sýna alls konar listir.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×