Vilja Hildi Björnsdóttur við hlið Eyþórs Birgir Olgeirsson og Jakob Bjarnar skrifa 20. febrúar 2018 11:25 Hildur Björnsdóttir lögfræðingur í forgrunni, Eyþór Arnalds ásamt Áslaugu Maríu Friðriksdóttur og Kjartani Magnússyni sem fylgdu Eyþóri fast á hæla í kosningu um fyrsta sæti listans. Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52. Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira
Uppstillingarnefnd leggur til að Hildur Björnsdóttir lögfræðingur taki annað sætið á lista Sjálfstæðisflokksins fyrir komandi borgarstjórnakosningar. Þetta herma heimildir Vísis. Eyþór Arnalds mun leiða listann eftir að hafa unnið leiðtogaprófkjör Sjálfstæðisflokksins í janúar síðastliðnum. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins, þau Áslaug Friðriksdóttir og Kjartan Magnússon, höfnuðu í sætunum fyrir neðan Eyþór í prófkjörinu en þeim mun ekki vera boðið sæti á lista samkvæmt heimildum Vísis. „Við afgreiddum þetta frá okkur en nú tekur við að hringja í fólk og kanna hvort það tekur sæti,“ sagði Sveinn H. Skúlason formaður nefndarinnar í Fréttablaðinu í dag. „Þegar búið er að tala við fólk verður listinn lagður fyrir fulltrúaráðið á fimmtudag.“ Samkvæmt heimildum Vísis eru bundnar miklar vonir við Hildi sem framtíðarleiðtoga innan flokksins. Hún þykir afar frambærileg en óvíst er þó að hún muni tala eindregið á þeim nótum sem Eyþór hefur lagt upp s.s. í flugvallarmálinu og því sem snýr að borgarlínunni. Hildur tók virkan þátt í háskólapólitík með Vöku og var formaður Stúdentaráðs árið 2009. Hún var til umfjöllunar í þáttum Sindra Sindrasonar á uppleið í febrúar fyrir þremur árum. Sýnishorn úr þættinum má sjá hér að neðan.Þá hefur hún skrifað bakþanka í Fréttablaðið en Kristín Þorsteinsdóttir, ritstjóri Fréttablaðsins, er tengdamóðir hennar.Egill Þór og Valgerður nefnd Eftir því sem Vísir kemst næst er nú verið að bera listann undir þá aðila sem uppstillingarnefnd vill sjá á lista. Önnur nöfn sem Vísir hefur heyrt nefnd í þessu samhengi eru Egill Þór Jónsson, formaður hverfafélags flokksins í Breiðholti, og Valgerður Sigurðardóttir, fyrrverandi forseti bæjarstjórnar í Hafnarfirði. Að því er stefnt að af tíu efstu verði sex konur á listanum. Í samtali við Sjálfstæðismenn í morgun er rætt um hreinsanir, að gamli borgarstjórnarflokkurinn verði hvergi nærri. Þá er jafnframt nefnt að rekja megi þessar vendingar til undirliggjandi átaka í flokknum milli tveggja arma sem kenndir eru annars vegar við Guðlaug Þór Þórðarson utanríkisráðherra og hins vegar formann flokksins, Bjarna Benediktsson fjármálaráðherra.Eyþór Arnalds er borgarstjóraefni Sjálfstæðisflokksins.Vísir/EyþórYfirburður Eyþórs í prófkjöri Eyþór fékk 60 prósent atkvæða í prófkjörinu, eða 2.320 talsins, en næst á eftir honum var Áslaug María Friðriksdóttir með 788 greiddra atkvæða. Kjartan Magnússon fékk 460 atkvæði, Vilhjálmur Bjarnason fékk 193 atkvæði og Viðar Guðjohnsen fékk 65 atkvæði. Sveitarstjórnarkosningar fara fram 26. maí næstkomandi en ljóst er að ásýnd Sjálfstæðisflokksins mun verða talsvert breytt í borginni. Halldór Halldórsson, oddviti flokksins í borgarstjórn, gaf ekki kost á sér í prófkjörinu og ljóst er að Áslaug og Kjartan munu ekki eiga afturkvæmt í borgarstjórn að loknum kosningum. Uppfært klukkan 11:52.
Sveitarstjórnarkosningar Mest lesið Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Innlent Fundu mögulega eitt af 67 fórnarlömbum hálfri öld síðar Erlent Pirraður yfir því hvað friður er langt utan seilingar Erlent Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Innlent Kínverskir verktakar fá ekki að bora skipagöng í Noregi Erlent Átökin ná nýjum hæðum Erlent Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Innlent Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Innlent „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Innlent Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Innlent Fleiri fréttir Icelandair hættir rekstri stærstu flugvéla sinna Veittu eftirför í Árbæ Nýtt íslenskt hundanammi slær í gegn „Hreint og tært málþóf í sinni skýrustu mynd“ Veiðigjöld, vopnahlé og veðurblíða í bakgarðshlaupi Lengstu fyrstu umræðu í sögu Alþingis lokið Fundu, lögðu hald á og drápu snáka Efnahags- og viðskiptanefnd taki fyrir „tvöföldun á skatti“ Samningurinn nauðsynlegur og ekkert athugavert við hann Samningur saksóknara, þras á Alþingi og bakgarðshlaup í blíðunni Lögreglan á Suðurlandi rannsakar gagnastuldinn Tók málin í eigin hendur og opnar dagforeldravef Skjálfti upp á 3,1 við Herðubreið Sérstakur saksóknari gerði samning við PPP Íslenskur morðingi í Bandaríkjunum: „Gerðu það pabbi, ekki gleyma mér“ Þjófar réðust á starfsmann verslunar Blasi illa við að það eigi að troða áformunum í gegnum kerfið Metfjöldi sjálfsvígssímtala og hætt við þjónustuskerðingu Hópsmit á Mánagarði ein „alvarlegasta uppákoma af þessu tagi“ Ökumaðurinn hefur gefið sig fram Gagnaþjófnaður til rannsóknar á þremur stöðum Íbúasamtök vilja láta endurskoða rafrænt eftirlit Bílastæðasjóðs Víðfeðm rannsókn, baunað á skólaþorp á bílastæði og stórvirki Mál Margrétar fyrir opnum tjöldum Útilokað að þeir hafi ekki vitað af efnunum og fá þunga dóma „Enn sem er komið er staðan óbreytt og orð Sönnu ósönn“ Munu geta aðgreint fanga eftir alvarleika brota í nýju fangelsi Nótt innbrota í Laugardal: „Ömurlegt að það sé verið að fara inn í bílana en vandamálið er stærra“ Ólafur Þór segir ekki tilefni til afsagnar Túnin aftur rennandi blaut en spáð hlýindum í næstu viku Sjá meira