Serena var hætt komin eftir fæðingu dóttur sinnar Anton Ingi Leifsson skrifar 20. febrúar 2018 23:00 Serena er mætt aftur sem eru góðar fréttir fyrir íþróttaheiminn. vísir/afp Serena Williams, tenniskonan frábæra, segir að hún hafi verið nær dauða en lífi þegar hún fæddi dóttur sína, Olympiu, fyrir tæplega ári síðan. Fyrr í mánuðinum sneri Serena aftur á tennisvöllinn og segist hún heppin að hafa lifað eftir að hafa fengið lungnablóðtappa skömmu eftir fæðinguna. „Meðgangan var nokkuð auðveld en þegar samdrættir hófust féll hjartsláttur hennar skyndilega niður. Hún fæddist eftir keisaraskurð og gekk aðgerðin vel. Áður en ég vissi af var ég komin með Olympia í fangið. Það er ótrúlegasta tilfinning sem ég hef kynnst. En svo tók við mikið óvissutímabil,” segir hún og lýsir því að næstu sex dagar hafi verið afar erfiðir. „Þetta byrjaði með lungnablóðtappa og ég vissi vegna sögu minnar að það væri hætta á honum. Ég hikaði því ekki að kalla á hjúkrunarfræðingana þegar ég fann að ég var orðin andstutt,” segir hún en ekki mikið betra tók við. Skurðurinn eftir aðgerðina opnaðist á ný vegna tíðra hóstakasta sem hún fékk. Síðar uppgötvaðist að hún var með blóðsöfnum í kviði sem hefðu getað leitt af sér fleiri blóðtappa. Williams þurfti því að fara aftur í aðgerð áður en hún gat loksins farið heim til sín, en þá tók við sex vikna rúmlega. „Þegar ég loks kom heim til fjölskyldunnar þá þurfti ég að eyða sex vikum af tíma mínum sem móðir í rúminu. Ég er svo ánægð að hafa aðgengi að svona stórkostlegum læknum og hjúkrunarfræðingum.” „Þau vissu nákvæmlega hvernig ætti að takast á við þessi vandamál og ef það væri ekki fyrir þeirra fagmennsku þá væri ég ekki hér í dag,” sagði þessi magnaða tenniskona að lokum. Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira
Serena Williams, tenniskonan frábæra, segir að hún hafi verið nær dauða en lífi þegar hún fæddi dóttur sína, Olympiu, fyrir tæplega ári síðan. Fyrr í mánuðinum sneri Serena aftur á tennisvöllinn og segist hún heppin að hafa lifað eftir að hafa fengið lungnablóðtappa skömmu eftir fæðinguna. „Meðgangan var nokkuð auðveld en þegar samdrættir hófust féll hjartsláttur hennar skyndilega niður. Hún fæddist eftir keisaraskurð og gekk aðgerðin vel. Áður en ég vissi af var ég komin með Olympia í fangið. Það er ótrúlegasta tilfinning sem ég hef kynnst. En svo tók við mikið óvissutímabil,” segir hún og lýsir því að næstu sex dagar hafi verið afar erfiðir. „Þetta byrjaði með lungnablóðtappa og ég vissi vegna sögu minnar að það væri hætta á honum. Ég hikaði því ekki að kalla á hjúkrunarfræðingana þegar ég fann að ég var orðin andstutt,” segir hún en ekki mikið betra tók við. Skurðurinn eftir aðgerðina opnaðist á ný vegna tíðra hóstakasta sem hún fékk. Síðar uppgötvaðist að hún var með blóðsöfnum í kviði sem hefðu getað leitt af sér fleiri blóðtappa. Williams þurfti því að fara aftur í aðgerð áður en hún gat loksins farið heim til sín, en þá tók við sex vikna rúmlega. „Þegar ég loks kom heim til fjölskyldunnar þá þurfti ég að eyða sex vikum af tíma mínum sem móðir í rúminu. Ég er svo ánægð að hafa aðgengi að svona stórkostlegum læknum og hjúkrunarfræðingum.” „Þau vissu nákvæmlega hvernig ætti að takast á við þessi vandamál og ef það væri ekki fyrir þeirra fagmennsku þá væri ég ekki hér í dag,” sagði þessi magnaða tenniskona að lokum.
Tennis Mest lesið Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Segjast ekki eiga pening og konunum fórnað Handbolti Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Enski boltinn Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Handbolti Segja Bandaríkin ekki tilbúin fyrir HM og Ólympíuleika Sport Liverpool væri á sömu slóðum og Man. Utd án Mo Salah Enski boltinn „Við þurfum annan titil“ Enski boltinn Fyrsta íslenska tvennan í frönsku deildinni í meira en 42 ár Fótbolti Íslendingur meðal yngstu markaskorara í sögu Evrópukeppnanna Fótbolti Fleiri fréttir „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Góður útisigur hjá lærisveinum Guðmundar „Við þurfum annan titil“ Átján íslensk mörk í stórsigri Kolstad Uppgjörið: Slavia Prag - Valur 22-22 | Valskonur í undanúrslit EHF-bikarsins Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum „Við vorum yfirspenntar“ Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Óðinn öflugur í sigri og Magdeburg með í toppbaráttunni Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Skoruðu fjögur mörk á ellefu mínútna kafla Haaland ekki í hópnum á móti Liverpool Dana markahæst í tólfta sigrinum í röð Haukur markahæstur þegar Dinamo náði níu stiga forskoti Mikael með Mo Salah frammistöðu í sigri Ísak tryggði jafntefli á síðustu stundu Vann Arsenal og tók síðan bara lestina heim Áfall fyrir Napoli í titilbaráttunni Sjá meira