Fasta Jóna Hrönn Bolladóttir skrifar 21. febrúar 2018 07:00 Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóna Hrönn Bolladóttir Mest lesið Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Halldór 27.12.2025 Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Skoðun Skoðun Ljósadýrð loftin gyllir Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Halldór 27.12.2025 skrifar Skoðun Þegar reglugerðir og raunveruleiki rekast á Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hugmyndafræðilegur hornsteinn ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Sjá meira
Ég er alveg hræðilegur seggur og þarf alltaf að vera að taka sjálfa mig í gegn. Stundum þarf ég að glíma við annað fólk en glíman við sjálfa mig varir alla daga. Ég man þegar ég var krakki og fór í margar fermingarveislur af því að ég var prestsbarn í sveit. Einu sinni fórum við í sjö veislur sama daginn og ég var veik af ofáti þegar ég kom heim. Ég var svona krakki sem sat og borðaði augun og hnakkaspikið á sviðakjammanum með alveg sérstökum hátíðar- og gleðisvip. Ég er ekki manneskjan sem myndi velja hungurverkfall í mótmælaskyni, kysi frekar að skrifa greinar og þess háttar. Í gegnum árin hef ég kynnst allskyns föstum í viðleitni til að ná tökum á seggnum í sjálfri mér. Ég hef fastað á sykur, kjöt og hveiti og nú í nokkurn tíma hef ég fastað 17 tíma á sólarhring til að ná niður blóðsykri sem að sjálfsögðu var kominn í uppnám. Þetta er ömurlegt fyrst og því fylgir nokkur depurð í upphafi og maður þolir ekki frasana „livva og njodda“, „live a little“. En svo kemur vellíðan, hugsunin verður skýrari, sköpunarkrafturinn eykst, liðirnir mýkjast, maginn hjaðnar og virkni magnast. Það er ekki svo lítið. Núna er föstutíminn í kristinni kirkju, fjörutíu daga fyrir páska. Föstur eru raunar virkur þáttur í öllum trúarbrögðum heims vegna þess að fastan skapar nánd hið innra, við Guð, eigið sjálf og við náungann. Er ekki góð áskorun að fasta á það sem lyktar af stjórnleysi í okkar eigin lífi? Til dæmis að sniðganga óhollan mat, tempra snjallsíma- og tölvunotkun eða sjónvarpsgláp, sleppa vímuneyslu, neikvæðum fésbókarstatusum, vondum tengslum og hreyfingarleysi svo eitthvað sé nefnt. Ég skal lofa að gera mitt besta, svo ég sé ekki eins og varðan sem vísar bara veginn en fer hann ekki sjálf.
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar