Öryggisvörður talinn hafa aðstoðað við innbrot í gagnaver Kjartan Kjartansson skrifar 21. febrúar 2018 20:15 Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega. Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Starfsmaður Öryggismiðstöðvarinnar er talinn hafa aðstoðað þjófa við að athafna sig þegar þeir brutust inn í gagnaver Advania í síðasta mánuði. Þetta kom fram í kvöldfréttum RÚV í kvöld og var staðfest að hluta í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni. Lögregla útilokar ekki að hundruð tölva sem var stolið í þremur gagnaverum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Lögreglan á Suðurnesjum greindi frá því í dag að tveir íslenskir karlmenn sitji nú í gæsluvarðhaldi í tengslum við þrjú innbrot í gagnaverum í Reykjanesbæ og Borgarbyggð í desember og janúar. Um sex hundruð tölvum sem eru sérbúnar til að grafa eftir rafmyntinni Bitcoin var stolið og telur lögregla að verðmæti búnaðarins nemi rúmum tvö hundruð milljónum króna. Advania greindi svo frá því síðdegis að gagnaver fyrirtækisins á Fitjum í Reykjanesbæ hafi verið eitt þeirra sem varð fyrir barðinu á þjófunum. Eyjólfur Magnús Kristinsson, forstjóri gagnavera Advania, sagði Vísi í dag að innbrotið hefði náðst á öryggismyndavélum á svæðinu.Rekinn en átti „flekklausan“ feril að bakiÍ fréttum Stöðvar 2 í kvöld kom fram að búnaðurinn hafi ekki komið í leitirnar. Lögreglan útilokar ekki að honum hafi verið komið fyrir í ólöglegu gagnaveri hér á landi. Innbrotin eru rannsökuð sem hluti af skipulagðri glæpastarfsemi. Níu voru handteknir í tengslum við rannsóknina, þar á meðal öryggisvörður hjá Öryggismiðstöðinni en fyrirtækið annast öryggismál fyrir Advania, að sögn RÚV. Fjórir voru úrskurðaðir í gæsluvarðhald en tveimur var sleppt, þar á meðal öryggisverðinum. Í tilkynningu frá Öryggismiðstöðinni í kjölfar fréttar RÚV kom fram að öryggisverðinum hefði verið sagt upp störfum. RÚV hafði þá greint frá því að maðurinn hefði verið settur í ótímabundið leyfi og mál hans væri í ferli hjá fyrirtækinu. Öryggisvörðurinn er sagður hafa unnið fyrir Öryggismiðstöðina um árabil og hafa átt flekklausan feril að baki fram að þessu. „Það er því afar sárt að sjá viðkomandi aðila taka svo alvarlegar og rangar ákvarðanir. Öryggismiðstöðin hefur veitt lögreglu alla mögulega aðstoð við rannsókn málsins. Mikilvægt er að aðkoma viðkomandi aðila að málinu telst nú upplýst,“ segir í yfirlýsingu Öryggismiðstöðvarinnar. Mikið hefur verið fjallað um Bitcoin nýlega. Gengi rafmyntarinnar hækkaði mikið á seinni hluta síðasta árs en sérfræðingar hafa varað við rafmyntarbólu.Fréttin var uppfærð eftir að tilkynning Öryggismiðstöðvarinnar barst skömmu eftir að fréttin birtist upphaflega.
Umfangsmikill þjófnaður úr gagnaverum Tengdar fréttir Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00 Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33 Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55 Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42 Mest lesið Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Innlent Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Innlent Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Innlent Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Innlent Endurheimtu verðmætt hálsmenið úr þörmum þjófsins Erlent Annað hvort hörfi Úkraínumenn eða verði hraktir burt með valdi Erlent Óþekktir drónar stefndu á vél Selenskí við Írland Erlent Dagar Úffa mögulega taldir Innlent Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Innlent Ferðabannið útvíkkað frá tólf ríkjum í yfir þrjátíu Erlent Fleiri fréttir „Það er verið að setja Austurland í frost“ Boðar tuttugu aðgerðir í málefnum fjölmiðla Einfaldlega tilviljun að Ársæll sé fyrstur í röðinni Önnur mesta rýrnun Hofsjökuls frá upphafi mælinga Vill leiða ráðherra og aðstoðarmannaskarann fyrir dóm Vill Kristrúnu fyrir dóm og óvissa um Eurovision Gervigreindin sé enn einn pensillinn í höndum listamanna Tímamót og bylting í nýju Konukoti Setja sjálf upp umferðarljós og gagnrýna ráðaleysi borgarinnar Mölvuð rúða snemmbúin og leiðinleg jólagjöf Fékk „útdrátt“ úr skýrslunni sem hann vísaði í Mjófirðingar í skýjunum og sjá fjörðinn sinn rísa á ný Dagar Úffa mögulega taldir Handtekinn eftir slagsmál á Laugavegi Eftiráskýringar ráðherra haldi engu vatni Yfir 120 stórfelld fíkniefnamál hjá tollinum Hafi engin afskipti haft af málinu Ráðherra hafnar afskiptum af málinu Útilokar ekki að fara í pólitík og bjóða sig fram í borginni Skólameisturum brugðið og þeir krefjast fundar með ráðherra Vonar að „eitt skemmt epli“ skemmi ekki fyrir hinum Ákvörðunin varði gagnrýni Ársæls ekki að neinu leyti Vænir ráðherra um valdníðslu og óskar skýringa Arftaki Sigríðar Bjarkar þarf að uppfylla þessi skilyrði Ábati Fjarðarheiðarganga metinn neikvæður um 37 milljarða króna Kristrún bað forseta um að stöðva umræður Karlaklefunum lokað í Sundhöllinni vegna rakaskemmda Samþykktu friðlýsingu Grafarvogs en tillaga um stækkun verndarsvæðis felld Manna þurfi átta stöðugildi til að halda óbreyttri starfsemi Fleiri en Seyðfirðingar óánægðir með samgönguáætlun Sjá meira
Stórfelldur þjófnaður í Borgarnesi óupplýstur Búnaðnum var stolið aðfaranótt 15. desember síðastliðinn. 28. desember 2017 16:00
Innbrotið náðist á mynd í gagnaveri Advania Advania var eitt þeirra fyrirtækja sem urðu fyrir barðinu á þjófum sem brutust inn í gagnaver í desember og janúar. 21. febrúar 2018 17:33
Tugmilljóna tölvubúnaði stolið úr gagnaveri Tölvubúnaði að verðmæti um 20 milljónir króna var stolið úr húsnæði að Heiðartröð í Ásbrú í Reykjanesbæ aðfaranótt 6. desember. 16. desember 2017 11:55
Rannsaka þjófnað á 600 tölvum Tveir íslenskir karlmenn sitja nú í gæsluvarðhaldi vegna umfangsmikillar rannsóknar lögreglunnar á Suðurnesjum á þremur innbrotum í gagnaver í Reykjanesbæ og Borgarbyggð 21. febrúar 2018 14:42