Ótuktarlýður Frosti Logason skrifar 22. febrúar 2018 07:00 Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Frosti Logason Mest lesið Halldór 23.8.2025 Halldór Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Skoðun Skoðun Heildstætt heilbrigðiskerfi – hagur okkar allra Alma D. Möller skrifar Skoðun Vanþekking eða vísvitandi blekkingar? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „I believe the children are our future…“ Karen Rúnarsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi félagasamtaka og magnað maraþon Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Allt sem ég þarf að gera Dagbjartur Kristjánsson skrifar Skoðun Eldri borgarar – áhrif aðildar að Evrópusambandinu (ESB) Þorvaldur Ingi Jónsson skrifar Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Sjá meira
Bæjarstjórn Akureyrarbæjar samþykkti nýverið að auglýsa tillögu sem miðaði að því að fólki sem býr við fjölþættan vanda, geðsjúkdóma og vímuefnafíkn, yrði tryggt húsnæði í sérstökum þjónustuíbúðum í nýju hverfi bæjarins. Samkvæmt minnisblaði búsetu- og húsnæðissviðs Akureyrar var ekki talið forsvaranlegt að hafa umrædda einstaklinga í venjulegum fjölbýlishúsum eins og það var orðað. Með þessu fylgdi svo rökstuðningur um mögulega hættu á ónæði og ógnunum sem nágrönnum gæti stafað af fólkinu og voru þá nefnd sérstaklega hugsanleg óþrif, hávaði og sérstök hætta á íkveikjum eða annars konar skemmdum. Skemmst er frá því að segja að ofangreint orðalag virðist hafa lagst illa í tilvonandi nágranna sem risu upp á afturlappirnar og mótmæltu áformunum harðlega. Íbúðir fyrir vímuefnaneytendur og ótuktarlýð, nei takk, sagði einn íbúinn í umræðum um málið. Bærinn hefur nú fallið frá þessari hugmynd. Eftir stendur, að hópur sem stendur höllum fæti í samfélaginu vegna andlegs ástands síns á ekki í nein hús að venda. Það er auðvitað þyngra en tárum taki en fyrst og fremst lýsir þetta hinum miklu hörmungum alkóhólismans og allra þeirra sem í kringum hann búa. Það óskar sér nefnilega enginn að verða að ótuktarlýð. Vímuefnavandinn er samfélagslegt vandamál sem nauðsynlegt er að mæta með samfélagslegum úrræðum. Áherslur á refsingar en ekki betrun í þeim málaflokki eru ekki til að bæta vandann og lokun göngudeildar SÁÁ fyrir norðan hlýtur að flokkast sem hrapallegt óheillaskref í þessu samhengi.
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar