Hún var þá að taka þátt í alpatvíkeppni leikanna. Vonn var með besta tímann eftir brunið og því í góðri stöðu fyrir svigið. Þar gerði hún aftur á móti mistök og fékk því engin verðlaun.
Vonn er orðin 33 ára gömul og segir að líkaminn muni ekki leyfa henni að keppa á skíðum í fjögur ár í viðbót. Því var þetta hennar svanasöngur á Ólympíuleikum.
Það var hin 24 ára gamla Michelle Gisin frá Sviss sem gerði sér lítið fyrir og vann gullið en Mikaela Shiffrin frá Bandaríkjunum varð að gera sér silfrið að góðu.
Wendy Holdener frá Sviss varð svo í þriðja sæti.
