Körfubolti

Washington stöðvaði hið nýja lið Cleveland | Sjáðu flautukörfu Westbrook

Henry Birgir Gunnarsson skrifar
LeBron James á ferðinni í leiknum í nótt.
LeBron James á ferðinni í leiknum í nótt. vísir/getty
NBA-deildin rúllaði aftur af stað í nótt eftir frí vegna stjörnuleiksins. Óvæntustu úrslitin komu í Cleveland þar sem Washington stöðvaði fjögurra leikja sigurgöngu Cavaliers.

Það var enginn John Wall í liði Washington en Bradley Beal leysti hann vel af hólmi með 18 stigum og 9 stoðsendingum. Alls skoruðu fimm leikmenn Washington yfir tíu stig í leiknum.

LeBron James átti enn einn stórleikinn fyrir Cleveland. Skoraði 32 stig, tók 9 fráköst og gaf 8 stoðsendingar. Hann var næstum því búinn að draga liðið að landi í leiknum en það gekk ekki eftir.

Russell Westbrook var hetja Oklahoma einu sinni sem oftar en hann skoraði þriggja stiga flautukörfu gegn Sacramento til þess að tryggja Oklahoma sigur þar. Hana má sjá hér að neðan. Geggjuð.

Úrslitin í leik Golden State og LA Clippers voru ótrúleg en það var litlu minna skorað þar en í stjörnuleiknum um síðustu helgi. Steph Curry með 44 stig, takk fyrir.

Úrslit:

Charlotte-Brooklyn  111-96

Orlando-NY Knicks  113-120

Cleveland-Washington  103-110

Chicago-Philadelphia  115-116

Sacramento-Oklahoma City  107-110

Golden State-LA Clippers  134-127

NBA



Fleiri fréttir

Sjá meira


×