Innkalla jafnréttisáætlanir fyrirtækja vegna jafnlaunavottana Sylvía Rut Sigfúsdóttir skrifar 23. febrúar 2018 15:16 Fyrirtæki með 250 starfsmenn og fleiri eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Vísir/Getty Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu. Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Jafnréttisstofa hefur hafið innköllun á jafnréttisáætlunum hjá fyrirtækjum með 250 starfsmenn og fleiri. Þessi fyrirtæki eiga lögum samkvæmt að hafa öðlast jafnlaunavottun í lok þessa árs. Aðgerðabundin jafnréttisáætlun á grundvelli 18. grein laga um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla er ein forsenda þess að fyrirtæki og stofnanir fái jafnlaunavottun. Lög um jafnlaunavottun tóku gildi 1. janúar á þessu ári. „Samkvæmt 2. mgr. 18. gr. laga nr. 10/2008 skulu fyrirtæki og stofnanir þar sem starfa 25 starfsmenn eða fleiri setja sér jafnréttisáætlun eða samþætta jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu sína. Sérstaklega skal þar kveðið á um markmið og gerð áætlun um hvernig starfsfólki eru tryggð þau réttindi sem kveðið er á um í 19.-22. gr. laganna. Jafnréttisáætlun og jafnréttissjónarmið í starfsmannastefnu skal endurskoða á þriggja ára fresti. Í 1. mgr. 18. gr. koma jafnframt fram ýmsar skyldur sem á atvinnurekendur eru lagðar og taka þarf á í jafnréttisáætlun. Þar segir m.a. að atvinnurekendur skuli sérstaklega vinna að því að jafna stöðu kynjanna innan fyrirtækis síns og stuðla að því að störf flokkist ekki í sérstök kvenna- og karlastörf. Ennfremur skal sérstök áhersla lögð á að jafna hlut kynjanna í stjórnunar- og áhrifastöðum,” segir í frétt á vef Jafnréttisstofu. Jafnréttisstofa hefur eftirlit með því að lögum nr. 10/2008 um jafna stöðu og jafnan rétt kvenna og karla sé framfylgt. Í ljósi þess kallar Jafnréttisstofa reglulega eftir jafnréttisáætlunum og skýrslum um stöðu og þróun jafnréttismála frá fyrirtækjum og stofnunum með 25 starfsmenn eða fleiri. Í byrjun þessa árs lauk innköllun Jafnréttisstofu á jafnréttisáætlunum hjá opinberum stofnunum og kemur fram í fréttinni að rúmlega 90 prósent stofnana hafi skilað umbeðnum gögnum til Jafnréttisstofu.
Alþingi Tengdar fréttir Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00 Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15 Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00 Mest lesið Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn Innlent Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Innlent Elon Musk stofnar nýjan stjórnmálaflokk Erlent Fjörutíu og þrír látnir og umfangsmiklar leitarðagerðir standa yfir Erlent Leynileg neyðarfjárveiting Dana til flugvallagerðar á Grænlandi Erlent Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Innlent „Býsna margt orðið grænmerkt“ Innlent Konan er fundin Innlent Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Innlent Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Innlent Fleiri fréttir Skæður hakkarahópur herjar á framlínustarfsmenn „Býsna margt orðið grænmerkt“ Fjarlægðu sprengju við Keflavíkurflugvöll Leitar að eiganda trúlofunarhrings sem fannst í fjöru Á þriðja tug látnir í Texas og netþrjótar herja á flugfélög Nikkurnar þandar á Reyðarfirði alla helgina Íbúðin í rúst eftir Airbnb-gesti Konan er fundin Þriggja leitað vegna stunguárásar í miðbænum Björguðu göngukonu í sjálfheldu við Hrafntinnusker Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir að hafa fipast við akstur Tuttugu þingmenn mættu ekki á þingfund Vilja að nemendur borgi allt að 180 þúsund til að skrá sig Búið að boða til nýs fundar Kerecis bjargaði lífi skallaarnar í tæka tíð fyrir fjórða júlí Lögregla hleypti manni inn sem hafði læst sig úti Lítill munur á bitum bitmýs og lúsmýs Sex fluttir á sjúkrahús eftir umferðarslys í Hörgársveit Inga mundaði skófluna við Sóltún „Þá fylgir það börnum í gegnum skólakerfið og út í samfélagið“ Nýtt bankaráð Seðlabankans skipað Sósíalistum bolað úr Bolholti Sýknaður af kæru Samtakanna 78 um hatursorðræðu Lokametrar, bútasaumur og Starbucks Veiðigjaldið aftur í nefnd og viðræður komnar á lokametra Lára snýr sér að kynningarstörfum fyrir HR Bætti þúsund tonnum í strandveiðipottinn Skellt upp úr í þingsal þegar ráðherra reyndi að mynda hjarta Rúv vildi Ísraelsmenn burt en þeir sluppu með skrekkinn í bili Lögðu hald á mikið magn fíkniefna og fleiri milljónir Sjá meira
Jafnlaunavottun gæti frestast til næsta hausts Varaformaður allsherjar- og menntamálanefndar segir frumvarp um jafnlaunavottun ekki geta verið í forgangi. Nefndin hefur einungis fengið tvö erindi. Staðlaráð segir ekki rétt að þvinga fyrirtæki til að nota jafnlaunastaðal. 9. maí 2017 08:00
Einn stjórnarþingmaður greiddi ekki atkvæði með jafnlaunavottun Óli Björn Kárason, þingmaður Sjálfstæðisflokksins, var eini stjórnarliðinn sem ekki greiddi atkvæði með frumvarpi Þorsteins Víglundssonar, jafnréttismálaráðherra, á þingfundi í kvöld en frumvarpið var samþykkt með þó nokkrum breytingum og hefur gengið til þriðju umræðu. 31. maí 2017 22:15
Nefndin ræðir jafnlaunavottun Fulltrúar velferðarráðuneytisins mæta fyrir nefndina og aðilar sem hafa skilað umsögnum um frumvarpið. 16. maí 2017 07:00