Evrópskir stjórnmálamenn blandast inn í Rússarannsóknina Kjartan Kjartansson skrifar 23. febrúar 2018 23:00 Manafort hélt störfum sínum og greiðslum frá úkraínskum stjórnvöldum leyndum fyrir bandarískum yfirvöldum. Vísir/AFP Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum. Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Paul Manafort, fyrrverandi kosningastjóri Donalds Trump, er sagður hafa greitt evrópskum fyrrverandi háttsettum stjórnmálamönnum á laun fyrir að halda uppi málstað ríkisstjórnar Úkraínu sem var hliðholl Rússum árin 2012 og 2013. Þetta kemur fram í ákæru Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins. Evrópsku stjórnmálamennirnir eru ekki nafngreindir í ákæruliðunum sem bætt var við í dag, að sögn Reuters-fréttastofunnar. Manafort er sakaður um að hafa millifært meira en tvær milljónir dollara til ónefndu stjórnmálamannanna fyrrverandi. Reuters segir að Manafort hafi stofnað „Hapsborgarhópinn“ þar sem fyrrverandi stjórnmálamenn komu fram og gáfu álit sitt á aðgerðum úkraínsku ríkisstjórnarinnar. Fyrrverandi „kanslari“ í Evrópu fór fyrir hópnum. Hann er nefndur „erlendur stjórnmálamaður A“ í ákærunni. Fréttastofa NBC-sjónvarpsstöðvarinnar segir að embættisheitið kanslari sé aðeins notað í fáum Evrópulöndum, þar á meðal Þýskalandi og Austurríki. Vitnar hún í frétt AP-fréttastofunnar frá því í fyrra um að fyrirtæki sem tengdist erindrekstri Manafort fyrir erlend ríki hafi haft Alfred Gusenbauer, fyrrverandi kanslara Austurríkis, á launum sem sérfræðing.Chicago Tribune sagði frá því í apríl í fyrra að Romano Prodi, fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, hafi einnig unnið fyrir sama fyrirtæki, Mercury LLC.Sporin falin með því að stofna félögÍ frétt AP-fréttastofunnar kemur fram að Manafort hafi greitt stjórnmálamönnunum til að virðast vera „sjálfstæðir“ stjórnmálaskýrendur þegar þeir voru í raun launaðir talsmenn úkraínskra stjórnvalda. Félagasamtök voru stofnuð til þess að fela tengslin við úkraínsk stjórnvöld og notaði Manafort aflandsfélag til að greiða þeim fyrir þátttöku sína. Manafort vann meðal annars fyrir Viktor Janúkovitsj, fyrrverandi forseta Úkraínu, sem var hallur undir stjórnvöld í Kreml. Janúkovitsj hrökklaðist frá völdum eftir mikil mótmæli í landinu árið 2014. Hann flúði til Rússlands í kjölfarið. Ástæðan fyrir því að Manafort steig til hliðar sem kosningastjóri Trump í ágúst 2016 var sú að ásakanir höfðu komið fram um að hann hefði þegið milljónir dollara frá stjórmálaflokki Janúkovitsj. Þegar Manafort var ákærður í tengslum við rannsókn Mueller í október var það meðal annars fyrir peningaþvætti á tekjum sem hann hafði af erindrekstri fyrir erlend ríki og að hafa ekki skráð sig sem málafylgjumaður fyrir erlend ríki hjá bandarískum yfirvöldum eins og honum var skylt að gera. Fyrr í kvöld var greint frá því að Rick Gates, aðstoðarkosningastjóri Trump og viðskiptafélagi Manafort til fleiri ára, sem Mueller ákærði á sama tíma og Manafort hefði játað sök. Hann hafi náð samkomulagi um að vinna með rannsakendunum.
Bandaríkin Donald Trump Rússarannsóknin Tengdar fréttir Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38 Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15 Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55 Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12 Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02 Mest lesið Hrakfarir á heimleið frá Tene: „Ferðumst innanlands á næstunni og engar jólagjafir í ár“ Innlent Vilja nýja leið fyrir strætó í Fossvogi í gegnum tvo botnlanga Innlent Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Erlent Enn verið að slökkva í síðustu glæðunum Innlent Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Erlent Slagorð í anda erlendra flokka sem setja þjóðernishyggju á oddinn Innlent Heimferðin frá Tenerife algjör martröð Innlent Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Erlent Eldur logar á Siglufirði Innlent „Enn einn hundur dáinn“ og kallað eftir úrbótum hjá borginni Innlent Fleiri fréttir Persónuleg símanúmer þekktra einstaklinga birt á vefnum Sarkozy hefur afplánun í næstu viku Aðeins fjórum líkum af 28 skilað og óvíst um afvopnun Loka sendiráðinu örfáum dögum eftir veitingu Nóbelsverðlauna Hvað svo? Trump segir næsta fasa friðaráætlunar hafinn Tugir látnir eftir úrhelli í Mexíkó Dóttir bæjarstjórans grunuð um árásina Bein útsending: Mikil fagnaðarlæti í Palestínu og Ísrael Bein útsending: Trump ávarpar ísraelska þingið Gert að vara við sjaldgæfum fylgikvilla Halda æfingu fyrir finnska þingmenn í neyðarskýli Andrés við Epstein árið 2011: „Við erum saman í þessu“ Rússar uggandi vegna tals um Tomahawk flaugar fyrir Úkraínu Allir lifandi gíslarnir lausir úr prísund sinni „Hafið engar áhyggjur af Kína, það verður allt í góðu lagi“ Fágætar bækur hurfu í tugatali úr bókasöfnum og reyndust allar rússneskar Neyðaraðstoð flæðir inn í Gasa Ian Watkins myrtur af samföngum Lögreglan í Ósló beitti mótmælendur táragasi Funda um friðarsáttmála í Egyptalandi á mánudag Átján saknað eftir harmleikinn í Tennessee Hafa frest til mánudags til að sleppa gíslunum Hundrað prósenta tollaaukning á allar vörur frá Kína Nóbelsnefndin rannsakar mögulegan leka og óvenjuleg veðmál Gengst við því að hafa grandað farþegaþotunni Fjöldi látinn eftir að verksmiðja sprakk í loft upp Norska ríkisstjórnin slær skipagöngin út af borðinu Hótar að beita Hamas hörðu afvopnist samtökin ekki Nóbelsnefndin hafi valið pólitík fram yfir frið Settu forsetann af vegna glæpaöldu í Perú Sjá meira
Þrettán Rússar ákærðir vegna rannsóknar Muellers Sakaðir um að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum. 16. febrúar 2018 18:38
Bætt við ákærurnar gegn starfsmönnum framboðs Trump Ekki er ljóst hvort að nýjum áskökunum hafi verið bætt við eða hugsanlegu samkomulagi um játningu annars eða beggja sakborninga. 21. febrúar 2018 22:15
Mueller ákærir lögmann fyrir lygar Hann á að hafa logið um samskipti sín við Rick Gates, fyrrverandi starfsmann forsetaframboðs Donald Trump, og um vinnu hans fyrir Dómsmálaráðyneyti Úkraínu árið 2012. 20. febrúar 2018 15:55
Starfsmenn framboðs Trump ákærðir fyrir fleiri fjármálaglæpi Fleiri liðum um fjársvik og peningaþvætti hefur verið bætt við ákæru á hendur fyrrverandi kosningastjóra og aðstoðarkosningastjóra Donalds Trump. 22. febrúar 2018 22:12
Starfsmaður framboðs Trump játar sök Rick Gates gæti veitt rannsakendum upplýsingar um það sem gekk á innan forsetaframboðs Donalds Trump fyrir kosningarnar árið 2016. Hann hefur gert samkomulag við saksóknara. 23. febrúar 2018 19:02